25/10/2024

Föstudagur

18:00 - 21:00

Aukakjördæmisþing KFNV – samþykkt framboðslista

Föstudagur 25. október 2024 –
Boðað er til aukakjördæmisþings Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) föstudaginn 25. október í Félagsheimilinu Þinghamri að Varmalandi í Borgarfirði kl. 18:00. Þinggjald verður kr. 1.000. Þeir þingfulltrúar sem eiga ekki þess kost að mæta á þingstað geta tekið þátt í þinginu á fjarfundi. Vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, netfang og síma á netfangið framsokn@framsokn.is – frestur til skráningar er til kl. 21:00, fimmtudaginn 24. október. Formönnum félaga er bent á að senda kjörbréf á formann starfsnefndar, Hrund Pétursdóttur, á netfangið hrund.peturs@gmail.com. Frestur fyrir skil á kjörbréfum er til kl. 21:00, fimmtudaginn 24. október.
Dagskrá:
  1. Þingsetning og kosning þingforseta og þingritara
  2. Kynning kjörstjórnar KFNV á tillögu að framboðslista í Norðvesturkjördæmi.
  3. Atkvæðagreiðsa um tillögu að framboðslista.
  4. Ávörp frambjóðenda.
  5. Þingslit.
Stjórn KFNV