18/10/2025
Laugardagur
12:20 - 17:30
Haustfundur miðstjórnar
Laugardagur 18. október 2025 –
Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkt að boða til haustfundar miðstjórnar laugardaginn 18. október. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica (áður Hótel Esja, Suðurlandsbraut).
Í aðdraganda fundarins verður vinnustofa málefnanefndar Framsóknar og gleðistund í Skátaheimilinu Garðabæ síðdegis á föstudeginum. Vinnustofan hefst kl. 17:00 en í framhaldi verður boðið uppá súpu og léttar veitingar.
Á laugardagsmorgninum hefst dagurinn með málstofu um málefni barna og ungmenna sem SUF stendur fyrir. Málstofan hefst kl. 9:30 á Hilton, 2. hæð.
Drög að dagskrá:
11:30 – Skráning hefst 12:20 – Setning fundarins 12:25 – Kosning fundarstjóra og ritara 12:30 – Yfirlitsræða formanns – Sigurður Ingi Jóhannsson 12:45 – Ræða varaformanns – Lilja Dögg Alfreðsdóttir 12:55 – Yfirlit yfir málefnastarf – Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir 13:05 – Almennar stjórnmálaumræður 16:05 – Kaffihlé 16:20 – Afgreiðsla stjórnmálaályktunar 16:40 – Kosning ritara Framsóknar 17:00 – Boðun 38. Flokksþings Framsóknar 17:15 – Önnur mál 17:30 – Fundarslit 18:30 – Fordrykkur 19:30 – KvöldverðurÍ miðstjórn eiga sæti:
- Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur.
- Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
- Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
- Landsstjórn og framkvæmdastjórn flokksins.
- Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins enda séu þeir félagsmenn.
- Aðalmenn í sveitarstjórn, sveitarstjórar eða bæjarstjórar enda séu þeir félagsmenn.
- Stjórn og varastjórn launþegaráðs flokksins.
- Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.
