23/11/2024

Laugardagur

-

Haustfundur miðstjórnar

23.-24. nóvember 2024 –
Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkti að boða til haustfundar miðstjórnar í Norðausturkjördæmi og var 23.-24. nóvember fyrir valinu. Fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum. Miðstjórnarmenn eru hvattir til að taka þessa daga frá og jafnframt  að tilkynna til skrifstofu ef forföll verða. ***

Hvað er miðstjórn?

Miðstjórn Framsóknarflokksins var stofnuð 1918 og því næst elsta stofnun flokksins. Fram að því hafði eina stofnun flokksins verið þingflokkurinn frá 1916. Miðstjórnin var í upphafi aðeins skipuð þremur fulltrúum, kosnum af þingflokki og kjörið hlutu Jónas Jónsson frá Hriflu, Tryggvi Þórhallsson ritstjóri Tímans og Hallgrímur Kristinsson forstjóri Sambandsins. Miðstjórn fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Formaður Framsóknar er jafnframt formaður miðstjórnar flokksins. Miðstjórn er boðuð til fundar af landsstjórn tvisvar á ári, vor og haust með 30 daga fyrirvara. Aðrir fundir miðstjórnar eru boðaðir af landsstjórn flokksins og eru þeir löglegir ef þar mætir meirihluti miðstjórnarmanna. Einnig er skylt að boða til miðstjórnarfundar ef þriðjungur miðstjórnarmanna krefst þess skriflega. Miðstjórn ákvarðar um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn.
Í miðstjórn eiga sæti:
  • Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur. Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
  • Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
  • Landsstjórn og framkvæmdastjórn flokksins.
  • Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins enda séu þeir félagsmenn.
  • Aðalmenn í sveitarstjórn, sveitarstjórar eða bæjarstjórar enda séu þeir félagsmenn.
  • Stjórn og varastjórn launþegaráðs flokksins.
  • Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.
Verkefni haustfundar miðstjórnar
Á haustfundi miðstjórnar er félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu. Landsstjórn, fræðslu- og kynningarnefnd og málefnanefnd flytja skýrslu um störf sín. Eins kjósa miðstjórnarmenn úr sínum hópi til eins árs í senn: a) Fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara. b) Fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara. Haustfundur miðstjórnar boðar til reglulegs flokksþings, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.
Framsóknarflokkurinn