24. Kjördæmisþing KFNV
19.-20. október 2024 –
Boðað er til 24. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) dagana 19.-20. október að Laugum í Sælingsdal.
Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra.
Þau embætti sem kosið verður um á þinginu skv. lögum KFNV eru:
- formaður KFNV
- sex fulltrúa í stjórn KFNV og sex til vara
- formann kjörstjórnar
- sex fulltrúa í kjörstjórn
- fulltrúa KFNV í miðstjórn, aðal- og varamenn, skv. lögum flokksins
- tvo skoðunarmenn reikninga
***
Úr lögum KFNV um kjördæmisþing:
2. Um kjördæmisþing.
2.1 Kjördæmisþing hefur æsta vald í málefnum KFNV. Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um málefni þess, skipulag og fjárreiður.
Reikningsár sambandsins skal vera almanaksárið.
2.2 Stjórn KFNV skal boða til reglulegs kjördæmisþings fyrir 15. nóvember ár hvert. Til þingsins skal boða með a.m.k. 15 daga fyrirvara. Í þingboði skal getið dagskrár og hafi komið fram tillögur að lagabreytingum skulu þær fylgja fundarboði. Kjördæmisþing er löglegt ef löglega er til þess boðað. Heimilt er að boða til auka-kjördæmisþings með styttri fyrirvara ef þörf krefur. Fundarefni skal þá auglýsa opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3 Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétt:
a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir.
b) Aðalmenn í stjórn KFNV.
c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu. Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.
2.4 Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirtalin embætti:
a) Formann KFNV.
b) Sex fulltrúa í stjórn KFNV og sex til vara.
c) Formann kjörstjórnar.
d) Sex fulltrúar í kjörstjórn.
e) Fulltrúa KFNV í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum hans.
f) Tvo skoðunarmenn reikninga KFNV.
***
STJÓRN KFNV