10/04/2025

Fimmtudagur

19:00 -

25. Kjördæmisþing KFSV

Fimmtudagur 10. apríl 2025 –

Boðað er til 25. Kjördæmisþings Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) fimmtudaginn 10. apríl að Bæjarlind 14 í Kópavogi.  Þingsetning er kl. 19:00.

Drög að dagskrá:
  1. Þingsetning og kosning embættismanna þingsins og starfsnefndar.
  2. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram.
  3. Formaður starfsnefndar lýsir framkomnum kjörbréfum – atkvæðagreiðsla.
  4. Umræða um skýrslu stjórnar og ársreikning – atkvæðagreiðsla.
  5. Ávörp gesta.
  6. Lagabreytingar.
  7. Kosningar í trúnaðarstöður:
    1. Formaður
    2. Fulltrúar í aðalstjórn (6)
    3. Fulltrúar í varastjórn (2)
    4. Skoðunarmenn reikninga (2)
    5. Formann kjörstjórnar
    6. Fulltrúar í kjörstjón (6)
    7. Fulltrúa í launþegaráð Framsóknarflokksins (3).
  8. Staðfesting þingsins á vali miðstjórnarfulltrúa kjördæmisins sem verða valdir af félögunum á sama hátt og á síðasta þingi 2023. Meðfylgjandi til glöggvunar er listi yfir kjörna fulltrúa á síðasta þingi. Formenn gæti þess að viðhalda sama hlutfalli kvenna (40%) og ungra (33%) af heildinni eins og tókst svo vel til á síðasta þingi og gætu þurft að bera sig saman ef hlutföll breytast hjá einhverju félaginu.
  9. Önnur mál.
  10. Þingslit.

Kjörnir fulltrúar eru hvattir til að mæta vel og taka virkan þátt í þingstörfum.

***

Starfsnefnd verður skipuð af stjórn kjördæmissambandsins og mun hlutverk hennar vera að taka á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa KFSV. 

Kosið verður í eftirfarandi embætti á þinginu:

  • Formann KFSV
  • Sex aðalmenn í stjórn
  • Tvo til vara í stjórn
  • Formann kjörstjórnar
  • Sex fulltrúa í kjörstjórn
  • Fulltrúa í miðstjórn
  • Tvo skoðunarmenn reikninga
  • Þrjá fulltrúa í launþegaráð Framsóknarflokksins og þrjá til vara.

***

Úr lögum KFSV um kjördæmisþing:

2. Um kjördæmisþing.
2.1  Kjördæmisþing hefur æðsta vald í málefnum KFSV. Á  kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
2.2  Halda skal reglulegt kjördæmisþing fyrir 15 apríl ár hvert og að minnsta kosti einn upplýsingafund, með þingmönnum kjördæmisins á hverjum þingvetri. Þá skal halda aukakjördæmisþing ef þörf krefur. Stjórn KFSV boðar til kjördæmisþings. Boða skal til kjördæmisþings með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara á óvefengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Kjördæmisþing er löglegt sé löglega til þess boðað. Ef brýn nauðsyn krefur er þó heimilt að boða til kjördæmisþings með fimm daga fyrirvara en auglýsa skal þá fundarefnið opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn  kjördæmasambandsins skipa
starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3  Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4. í lögum Framsóknarflokksins. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir;
b) Aðalmenn í stjórn KFSV;
c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu;
d) Formenn framsóknarfélaga í kjördæminu.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.
2.4 
Verkefni reglulegs kjördæmisþings skulu vera:
a) Kosning þingforseta og ritara;
b) Kosning starfsnefndar þingsins;
c) Skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga;
d) Kosning í trúnaðarstöður;
e) Önnur mál.
2.5  Verksvið starfsnefndar skal vera:
a) Yfirfara kjörbréf;
b) Sjá um kosningu til miðstjórnar og talningu atkvæða;
c) Uppstilling til stjórnarkjörs, kosningar og talning atkvæða.
Við uppstillingu stjórnar skal starfsnefnd gæta þess að hlutur hvors kyns sé ekki lægri en 40% og landfræðilegri dreifingu þannig að skylt sé að einn fulltrúi í stjórn KFSV komi frá hverju hinna fimm félagssvæða kjördæmisins, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ-Kjós.
2.6  Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirfarandi trúnaðarstöður:
a) Formann stjórnar KFSV
b) Sex aðra í stjórn KFSV
c) Tvo til vara í stjórn KFSV
d) Formann kjörstjórnar
e) Sex fulltrúa í kjörstjórn
f) Fulltrúa KFSV í miðstjórn Framsóknarflokksins.
Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
g) Tvo skoðunarmenn reikninga KFSV.
2.7  ...  Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum alþingiskosningum skal kjósa fulltrúa sambandsins í launþegaráð Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins.
2.8  Að loknu hverju kjördæmisþingi skal stjórn KFSV senda skrifstofu flokksins skýrslu um störf sambandsins umliðið ár, upplýsingar um hverjir skipa stjórn og aðrar trúnaðarstöður á vegum þess, sem og afrit af skýrslum aðildarfélaga KFSV.

Stjórn KFSV