Laugardagsfundur um málefni Múlaþings
Laugardagur 13. apríl –
Kæru félagar í Múlaþingi
Í vetur og vor ætlum við að vera með málefnafundi og veitingar í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum og er næsti fundur á laugardaginn 13. apríl kl. 11.
Við munum taka á móti gestum og gangandi og ræða málefni líðandi stundar og verða sveitarstjórnarmálin til umræðu á þessum fundi. Gestir fundarins eru Björn Ingimarsson sveitarstjóri og sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar þau Jónína Brynjólfsdóttir, Vilhjálmur Jónsson og Björg Eyþórsdóttir.
Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin
Ath. vegna takmarka á húsnæði okkar er aðgengi því miður ekki fullnægjandi.
Kær kveðja,
Framsóknarfélag Múlaþings