14/11/2024
Fimmtudagur
17:00 - 18:30
„Öxin, Agnes og Friðrik“ – Magnús frá Sveinssöðum kynnir
Fimmtudagur 14. nóvember 2024 –
Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum kynnir bókina „Öxin, Agnes og Friðrik“ sem segir síðustu aftökunni á Íslandi - aðdraganda og eftirmálum. Viðburðurinn verður í Kosningamiðstöð Framsóknar í Reykjavík fimmtudaginn 14. nóvember að Suðurlandsbraut 30, kl. 17:00.
Sagan af Agnesi og Friðriki og morðinu á Natani Ketilssyni á Illugastöðum hefur lifað með þjóðinni í bráðum tvær aldir. Í bókinni fer sagnamaðurinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum á kostum í magnaðri frásögn af þessum örlagaríku atburðum en þeir standa honum nær en mörgum öðrum.
Öll velkomin – kaffi og kleinur.