Raddir kvenna!
Þriðjudagur 18. mars 2025 –
Hefur þig lengi langað að taka til máls og segja þína skoðun en skort kjarkinn þegar að því kemur?
– Þriðjudaginn 18. mars að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi kl. 20:00.
Bjóðum við öllum konum og kvárum til samverustundar þar sem við förum yfir hve mikilvægar raddir kvenna eru í stjórnmálum sem og á öðrum vettvangi.
Með okkur verða þær
Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent og borgarfulltrúi og
Lilja D. Alfreðsdóttir hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra.
Þær hafa mikla og viðtæka reynslu í að láta rödd sína heyrast og fara aðeins yfir praktíska hluti með okkur varðandi framkomu og mikilvægi raddar okkar allra.
Léttar veitingar í boði sem og óáfengir drykkir.
Konur í Framsókn