Sumargrill Framsóknar í Norðaustur
Laugardagur 23. ágúst 2025 –

Sumargrill Framsóknar í Norðaustur verður haldið í Hjarðarhaga á Fljótsdalshéraði (við þjóðveginn milli Akureyrar og Egilsstaði ca. 40 km. frá Egilsstöðum) laugardaginn 23. ágúst n.k.
Við byrjum að grilla kl. 17:00 og njótum samveru fram eftir kvöldi við glaum og gleði. Fólk er beðið að taka með sér hnífapör og að sjálfsögðu hlýjan og góðan fatnað.
Hægt er að fá gistingu í húsi en takmarkað pláss og því gildir lögmálið fyrstur kemur fyrstur fær. Þá er að sjálfsögðu stæði fyrir tjöld, hjólhýsi og annars konar ferðavagna.
Kvöldverður kostar kr. 3.000 fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir börn.
Skráning á grillið og gistipöntun er til 15. ágúst hjá Guðmundi Baldvin á netfangið:
gbg1@simnet.is
Sjá nánar á
Facebook.
Framsókn í Norðaustur