07/02/2026

Laugardagur

-

Tvöfalt kjördæmaþing í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga

Laugardagur 7. febrúar 2026 –
Tvöfalt kjördæmaþing í Reykjavík vegna vals á framboðslista Framsóknar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor fer fram laugardaginn 7. febrúar 2026 á Hilton Reykjavík Nordica. Kosið verður um fjögur efstu sætin á framboðslistanum. Kjörstjórn auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 16. maí 2026. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu sveitarstjórnarkosningum, búsettir í Reykjavík og félagar í Framsóknarflokknum. Frambjóðendur eru hvattir til að kynna sér vel framboðsreglur um tvöfalt kjördæmaþing. Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 23. janúar 2026 kl.12:00. Tekið er á móti framboðum á netfanginu reykjavik@framsokn.is Í framboðstilkynningu skulu frambjóðendur gefa kost á sér í ákveðin sæti, eitt eða fleiri. Hver frambjóðandi skal skila ljósmynd og að hámarki 400 orða kynningartexta með framboðstilkynningu ásamt meðmælendalista með að lágmarki 10 og að hámarki með 20 flokksbundnu framsóknarfólki. Frambjóðendur geta nálgast eyðublað til að safna meðmælum hér.

Frambjóðendur í önnur sæti

Kjörstjórn gerir tillögu að skipan framboðslistans í heild og óskar eftir tilnefningum eða framboðum í önnur sæti listans. Áhugasamir eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið reykjavik@framsokn.is með upplýsingum um nafn og kennitölu.
Kjörstjórn Framsóknar í Reykjavík