Sunnudagur 29. nóvember 2020 –
Boðað er til opins fundar sunnudaginn 29. nóvember kl. 20:00 þar sem helsta umfjöllunarefni fundarins er mennta- og menningarmál. Sérstakur gestur fundarins er Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og fer fundurinn fram á fjarfundaforritinu ZOOM.
Slóðin á fundin er hér:
Fundurinn er hluti af fjarfundaröð Framsóknarfélaganna á Austurlandi, Vopnafjarðar, Múlaþings, Fjarðabyggðar og SUF með liðsinni Kjördæmissambands NA og þingmanna kjördæmisins.
Dagskrá fundarins:
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra fjallar um nýja menntastefnu og Menntasjóð Námsmanna
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður fjallar um mikilvægi fjölbreytts skólastarfs og námsframboðs á Austurlandi
Stefán Bogi Sveinsson, sveitarstjórnarmaður fjallar um mikilvægi menningar
Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður er fundarstjóri.
Við hvetjum alla áhugasama að mæta, vinnum saman að því að gera gott samfélag enn betra!