Landssambandið Konur í Framsókn
Landssambandið Konur í Framsókn (áður Landsamband Framsóknarkvenna/LFK) var stofnað þann 21. nóvember árið 1981. Meginhlutverk Kvenna í Framsókn er að efla og hvetja til stjórnmálaþátttöku kvenna. Konur í Framsókn styðja þannig við starf þeirra kvenfélaga sem eru starfrækt innan Framsóknarflokksins.
Landsþing, sem haldið er á tveggja ára fresti, er æðsta stofnun sambandsins. Reglulega hittist 15 manna landsstjórn en framkvæmdastjórn sem skipuð er fimm einstaklingum sér um daglegan rekstur sambandsins.
Hér má nálagast Facebook síðu Kvenna í Framsókn.
https://www.facebook.com/Landssamband-framsóknarkvenna-161440559788/
Konur í Framsókn leggja áherslu á að unnið sé áfram að jafnrétti kynjanna. Þar skiptir lagalegt, samfélagslegt og félagslegt réttlæti máli. Þótt lagalegt jafnrétti sé að mestu unnið en ennþá margt að vinna fyrir bæðin kynin í að brjóta niður venjur og hefðir sem hefta slíkri framþróun bæði innan lands sem utan. Það er sameiginlegt verkefni kvenna og karla að stuðla að slíkri þróun.
Deila