Viðburðir
Viðburðir í október
16/10/2025
Fimmtudagur
Staða efnahagsmála og framtíðarhorfur – Lilja Dögg Alfreðsdóttir í Skagafirði
Fimmtudagur 16. október 2025 –
Framsókn í Skagafirði
16/10/2025
Fimmtudagur
Happy hour / Gleðistund Ung Framsókn í Reykjavík
Fimmtudagur 16. október 2025 –
Ung Framsókn í Reykjavík
16/10/2025
Fimmtudagur
18/10/2025
Laugardagur
18/10/2025
Laugardagur
Laugardagur 18. október 2025 –
Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkt að boða til haustfundar miðstjórnar laugardaginn 18. október. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica (áður Hótel Esja, Suðurlandsbraut).
Í aðdraganda fundarins verður vinnustofa málefnanefndar Framsóknar og gleðistund í Skátaheimilinu Garðabæ síðdegis á föstudeginum. Vinnustofan hefst kl. 17:00 en í framhaldi verður boðið uppá súpu og léttar veitingar.
Á laugardagsmorgninum hefst dagurinn með málstofu um málefni barna og ungmenna sem SUF stendur fyrir. Málstofan hefst kl. 9:30 á Hilton, 2. hæð.
Drög að dagskrá:
11:30 – Skráning hefst
12:20 – Setning fundarins
12:25 – Kosning fundarstjóra og ritara
12:30 – Yfirlitsræða formanns – Sigurður Ingi Jóhannsson
12:45 – Ræða varaformanns – Lilja Dögg Alfreðsdóttir
12:55 – Yfirlit yfir málefnastarf – Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
13:05 – Almennar stjórnmálaumræður
16:05 – Kaffihlé
16:20 – Afgreiðsla stjórnmálaályktunar
16:40 – Kosning ritara Framsóknar
17:00 – Boðun 38. Flokksþings Framsóknar
17:15 – Önnur mál
17:30 – Fundarslit
18:30 – Fordrykkur
19:30 – Kvöldverður
Í miðstjórn eiga sæti:
- Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur.
- Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
- Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
- Landsstjórn og framkvæmdastjórn flokksins.
- Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins enda séu þeir félagsmenn.
- Aðalmenn í sveitarstjórn, sveitarstjórar eða bæjarstjórar enda séu þeir félagsmenn.
- Stjórn og varastjórn launþegaráðs flokksins.
- Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.
Framsóknarflokkurinn
24/10/2025
Föstudagur
Föstudagur 24. október 2025 –
Brekka? Já! Þess vegna ætlar Framsókn á Akureyri að bjóða upp á klifurkynningu í nýrri og glæsilegri aðstöðu 600Klifur, föstudaginn 24. október kl. 17:30.
Þar verður farið yfir hvernig er hægt að styrkja sig og komast yfir örðugustu hjallana.
Ung í Framsókn bjóða svo upp á pílukast og afslappaða stemningu seinna um kvöldið – í Skor, Glerártorgi.
Framsókn á Akureyri
27/10/2025
Mánudagur
Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna – SEF
Mánudagur 27. október 2025 –
Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna (SEF) verður haldinn á TEAMS og í Framsóknarsalnum Bæjarlind 14 í Kópavogi mánudaginn 27. október 2025 og hefst hann kl. 19:30.
Drög að dagskrá:
- Fundarsetning.
- Tilnefning embættismanna fundarins: fundarstjóri og fundarritari.
- Ársskýrsla stjórnar – Dagbjört Höskuldsdóttir, formaður.
- Reikningar síðasta árs lagðir fram.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
- Afgreiðsla reikninga.
- Lagabreytingar (ef þær liggja fyrir).
- Kosningar:
– Formaður.
– Fjórir (4) meðstjórnendur.
– Þrír (3) varastjórnarmenn.
– Trúnaðarmannaráð:
– Sex (6) aðalmenn (sbr. 1. ml. 2. mgr. 5. gr.)
– Sex (6) varamenn (sbr. 2. ml. 2. mgr. 5. gr.)
– Tveir (2) skoðunarmenn reikninga. - Björn Snæbjörnsson ræðir störf LEB, Landssambands eldri borgara.
- Sigurður Ingi Jóhannsson ávarpar fundinn og ræðir starfið í flokknum.
- Umræður og afgreiðsla ályktana sem lagðar hafa verið fram.
- Önnur mál.
- Fundarslit.
Skráning:
Þeir félagar sem vilja taka þátt í í fundinum sendi ósk um það á netfangið: framsokn@framsokn.is.
Á fundardegi, 27. október, fá þeir sem hafa óskað eftir því að sitja fundinn hlekk til að tengjast inn á fundinn.
Félagar hvattir til að taka þátt í okkar starfi og mæta á aðalfundinn.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við framsokn@framsokn.is eða hringja á skrifstofu Framsóknar í síma: 540-4300.
Með Framsóknarkveðju,
Stjórn SEF
Viðburðir í nóvember
01/11/2025
Laugardagur
Laugardagur 1. nóvember 2025 –
Höldum laugardagsfund í Fjölsmiðjunni 1. nóvember kl. 11:00. Það er engin skipulögð dagskrá, við ætlum bara að hittast og spjalla, fá okkur kaffi og njóta!
Minnum á að laugardagsfundir fyrsta laugardag hvers mánaðar í Fjölsmiðjunni kl. 11:00.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Framsókn á Akureyri
Viðburðir í maí
16/05/2026
Laugardagur
Laugardagur 16. maí 2026 –
Sveitarstjórnarkosningar fara fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.
Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.
Kosningarréttur
- Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 38 dögum fyrir kjördag.
- Þeir námsmenn á Norðurlöndunum sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag, eiga kosningarrétt í því sveitarfélagi þar sem lögheimili þeirra var skráð við brottflutning.
- Allir danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgara sem eiga lögheimili á Íslandi og hafa náð 18 ára aldri á kjördag.
- Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag.