Viðburðir
Viðburðir í júlí
03/07/2025
Fimmtudagur
20:00 -
Þingvellir
Íslendingar, Íslendingar!
Skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
Fimmtudaginn 3. júlí klukkan 20:00 minnumst við Steingríms Hermannssonar eins vinsælasta forsætisráðherra Íslands.
Guðni Ágústsson stýrir hátíðinni en verður með einvalalið með sér.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir minnist með góðum orðum stjórnmálamannsins Steingríms.
Guðmundur Steingrímsson talar um föðurinn sem jafnframt var pólitíkus.
Jóhannes Kristjánsson mun minnast forsætisráðherrans fyrrverandi á sinn hátt.
Ofan á allt þetta mun karlabróðirinn Fóstbræður syngja.
Hátíðin hefst klukkan 20:00 við gestastofuna á Hakinu og er öllum opin og ókeypis.
Öll hátíðin er við Hakið, ekki er gengið í ár.
Viðburðir í maí
16/05/2026
Laugardagur
09:00 - 22:00
Laugardagur 16. maí 2026 –
Sveitarstjórnarkosningar fara fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.
Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.
Kosningarréttur
- Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 38 dögum fyrir kjördag.
- Þeir námsmenn á Norðurlöndunum sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag, eiga kosningarrétt í því sveitarfélagi þar sem lögheimili þeirra var skráð við brottflutning.
- Allir danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgara sem eiga lögheimili á Íslandi og hafa náð 18 ára aldri á kjördag.
- Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag.