Ganga í flokkinn​

Deila síðu

Ég undirritaður/rituð óska hér með eftir að gerast FÉLAGI í Framsóknarflokknum.

Framsóknarflokknum er umhugað um að upplýsa flokksmenn um það sem er að gerast á vettvangi flokksins og stendur því fyrir víðtækri upplýsingamiðlun til flokksfélaga sinna. Jafnan felur aðild í sér að flokkur og flokksmaður eigi í samskiptum, m.a. um stefnumál, fundi, framboð, kosningar, fjármál auk annars sem tengist starfsemi flokksins. 

Reiti merkta * verður að fylla út til að skráning gangi í gegn. Með því að smella á hnappinn „Senda umsókn“ óskar þú eftir að gerast félagi í Framsóknarflokknum og þar með ganga í það flokksfélag sem er starfandi á því svæði sem þú átt heima. Athugið að aðild að Framsóknarflokknum er ekki fullgild fyrr en vilji til inngöngu hefur verið staðfestur af þinni hálfu, ásamt staðfestingu á samþykki skilmála skráningar í flokkinn, sem fylgir með sem viðhengi í tölvupósti, og að formleg staðfesting á inngöngu hefur í kjölfarið borist til þín frá skrifstofu Framsóknarflokksins. 

Tekið skal sérstaklega fram að megintilgangurinn með öflun og vinnslu persónupplýsinga er að Framsóknarflokkurinn geti efnt skyldur sínar og rækt hlutverk sitt gagnvart flokksmönnum. Upplýsingar eru ekki nýttar í öðrum tilgangi en þeirra var aflað til. Almenn lýsing á öflun og vinnslu persónupplýsinga er sett fram í persónuverndarstefnu Framsóknarflokksins, sem hægt er að nálgast hér, og skoðast hún sem hluti skilmála við skráningu. Framsóknarflokkurinn hvetur alla sem óska eftir aðild að flokknum til að kynna sér stefnuna vel.