Greinar
Byltingarkennd lausn
Í alltof langan tíma hafa tekjulágir setið eftir læstir inni í viðjum oft og tíðum ósanngjarns leigumarkaðar og ekki átt möguleika á að koma sér upp eigin húsnæði fyrir. Við hljótum öll að fagna því að þessi hópur hefur nú raunverulegan möguleika á að koma sér upp húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Til hamingju Ísland áfram veginn.
Hlutdeildarlán að skoskri fyrirmynd
Það er ljóst að ekki gilda sömu viðmið um fasteignarmarkað á stór-höfuðborgarsvæðinu og á köldum svæðum. Sveigjanleiki í kerfinu verður að vera til staðar til að koma til móts við sérstakar aðstæður þar. Lykillinn að góðri niðurstöðu í húsnæðismálum er samvinna milli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sveitarfélaga, byggingarfyrirtækja og fjármálastofnana. Með góðu samtali næst viðunandi jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs á húsnæðismarkaði og á sama tíma eykur það möguleika tekjulágra að eignast eigið húsnæði.
Vegabréf til framtíðar
Námsframvinda ræðst af ýmsum þáttum. Góður námsorðaforði og hugtakaskilningur, ályktunarhæfni, færni í rökhugsun, ánægja af lestri og fjölbreytni lesefnis vega mjög þungt í því að nemendur nái tökum á námsefninu. Til að skilja vel og tileinka sér innihald námsefnis án aðstoðar þarf nemandi að þekkja 98% orða í texta. Ef hlutfallið lækkar í 95% þurfa flestir nemendur aðstoð, t.d. hjálp frá kennara, sam- nemendum eða úr orðabókum.
Spennandi atvinnuverkefni við Njarðvíkurhöfn
Nú þegar Skipasmíðastöðin í samstarfi við Reykjaneshöfn og Reykjanesbæ hafa sýnt vilja í verki og farið í mikla undirbúningvinnu og rannsóknir, og átt samtöl við fjárfesta, þá sé ég ekki annað en þingmenn muni styðja fjármögnun skjólgarðsins sem öllum ráðum. Við verðum að finna leiðir til að koma þessu verkefni af stað. Með því munu skapast tugir og hundruðir nýrra starfa. Við Suðurnesjafólk þurfum á þeim að halda.
Samvinna er lykillinn að árangri
Heimsfaraldurinn getur leitt til sundrungar og átaka en líkt og þegar kemur að því að ráða niðurlögum veirunnar sjálfrar þá þurfum við samvinnu til að byggja upp sterkara samfélag. Framsókn mun hér eftir sem hingað til vinna að sátt um framþróun samfélagsins. Sú sátt verður ekki til með öfgum til hægri eða vinstri. Framtíðin ræðst á miðjunni.
Menntun fyrir alla
Fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf. Veturinn sem leið einkenndist af viljaþreki og samhug
Menntakerfið sett í forgang í samfélaginu
Góð menntun er grundvöllur velsældar þjóða. Á mánudag gengur nýtt skólaár í garð og
Virkni mikilvægust
Á liðnu vori var kórónuveiran bremsa á samfélagslega virkni. Leikhúsum var lokað. Tónleikum var
Þjóðhagslegt mikilvægi skóla
Við mótun farsællar efnahagsstefnu þjóðríkja er einblínt á að auka samkeppnishæfni og styrkja viðnámsþróttinn.