Greinar

Greinar

Sjálfbært sjávarhagkerfi – ávinningur fyrir alla

Mark­miðið með sam­eig­in­lega fund­in­um var að ræða hlut­verk Norður­landa í vinn­unni að sjálf­bærri stjórn­un sjáv­ar­auðlinda og við að tryggja sjálf­bært sjáv­ar­hag­kerfi í framtíðinni á Norður­lönd­um og um heim all­an. Góð stjórn­un hafs­ins á Norður­lönd­um og alþjóðlega er of­ar­lega á dag­skrá Norður­landaráðs. For­mennskulandið Ísland legg­ur í áætl­un sinni áherslu á líf­fræðilega fjöl­breytni hafs­ins og und­ir­strik­ar að hnign­un líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni hafi djúp­stæð áhrif á þjóðir Norður­landa sem eru afar háðar auðlind­um sjáv­ar.

Nánar

Íslensk olía á skip og vinnuvélar

Í samgönguáætlun íslenskra stjórnvalda er stefnt að því að losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna á Íslandi verði undir 750 þúsund tonnum árið 2020, sem er í samræmi við aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Til að ná þessum markmiðum er lögð áhersla á að auknar verði rannsóknir á umhverfisvænum orkugjöfum til að þróa og framleiða vistvænt eldsneyti. Einnig að markvissar aðgerðir og ívilnanir miði að minni notkun jarðefnaeldsneytis og að samgöngutæki nýti orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Sérstök áhersla er lögð á að auka notkun lífeldsneytis á fiskiskipaflotann.

Nánar

Hugsum stórt

Með hag­kvæmri fjár­mögn­un at­vinnu­lífs­ins geta fyr­ir­tæki skapað störf og verðmæti fyr­ir allt sam­fé­lagið, sem er for­senda þess að rík­is­sjóður geti staðið und­ir sam­neysl­unni. Með op­in­ber­um aðgerðum og stuðningi rík­is­ins við at­vinnu­lífið – hluta­bóta­leiðinni, brú­ar- og stuðningslán­um og fjár­veit­ing­um til ótal verk­efna – er stutt við út­lána­vöxt til fyr­ir­tækja, sem verða á brems­unni þar til óvissa minnk­ar. Það má því segja, að mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­valda sé að draga úr óviss­unni.

Nánar

Loftbrú

Mark­mið verk­efn­is­ins er að efla inn­an­lands­flug og stuðla að betri teng­ingu lands­ins með upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna. Á lands­byggðinni er oft skort­ur á aðgengi að mik­il­vægri þjón­ustu, en þeir sem bú­sett­ir eru langt utan höfuðborg­ar­svæðis­ins þurfa oft að ferðast lang­an veg til að nýta sér þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu sem er jafn­vel bara í boði þar. Með Loft­brú er verið að tryggja greiðara aðgengi íbúa á lands­byggðinni að þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu. Þess­ar aðgerðir stuðla að því að þeir sem búa langt frá höfuðborg­ar­svæðinu sitji ekki á hak­an­um vegna bú­setu sinn­ar. Einnig er vert að nefna að nýta megi þessa af­slætti í þeim til­gangi að sækja menn­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu og til að heim­sækja ætt­ingja og vini sem bú­sett­ir eru þar.

Nánar

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Í mínum huga er Loftbrú ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarfir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð sem leggur áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum.

Nánar

Nemendur eru lykillinn

Við ætlum að lágmarka neikvæð félagsleg áhrif af faraldrinum. Við ætlum að forgangsraða í þágu menntunar og tryggja að sem mest staðnám sé í boði, til að minnka brotthvarfshættu. Rannsóknir sýna að þegar skólahald er takmarkað, þá skerðist þjónustan mest hjá þeim sem þurfa mestan stuðning.

Nánar

Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa landsins

Í samtölum mínum við fólk víðs vegar um landið hefur umræða um ójafnt aðgengi að þjónustu oftar en ekki skipað stóran sess í huga fólks. Flestir landsmenn búa á suðvesturhorninu og hefur opinber þjónusta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuðborginni þurfa því að reiða fram hærri fjárhæðir til að komast á milli landsvæða en þorri landsmanna til að fá aðgang að sömu þjónustu. Þetta er skekkja í kerfinu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna.

Nánar

Kanntu brauð að baka?

Frambjóðendur á lista Framsóknarfélags Múlaþings hafa gríðarlega mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, þekkja vel sveitarfélögin fjögur sem eru að sameinast og einsetja sér það markmið að klára sameininguna með farsælum hætti. Við vitum að verkefnið er ærið, umsvifamikið og krefjandi – þess vegna bjóðum við okkur fram. Framsóknarflokkurinn er framkvæmdaflokkur, við hikum ekki við að horfa til framtíðar, móta okkur stefnu – og halda okkur við hana.

Nánar

Áfram veginn – Til framtíðar

Eitt af verkefnum sveitarstjórnar í nýja sveitarfélaginu verður, í samráði við íbúa, að móta þá framtíðarsýn sem lá til grundvallar kosningu um sameiningu sveitarfélaganna. Hana þarf að móta í samráði við íbúana. Vinna þarf nýtt aðalskipulag sem tekur til nýja sveitarfélagsins í heild. Það er mikilvægt að í því verði tekið á nýtingu, náttúruvernd og varðveislu. Áhersla verði lögð á sjálfbærni, samfélagsábyrgð og bætt búsetuskilyrði. Setja þarf aukinn kraft í gerð skipulagsáætlana með það að markmiði að atvinnulíf og íbúabyggð geti þróast við öruggar hentugar aðstæður sem tryggi lífsgæði og velferð íbúanna. Í því sambandi þarf að horfa sérstaklega til áskorana í samgöngumálum með tilliti til atvinnu-, menningar- og mannlífs, með öðrum orðum almennra búsetuskilyrða. Mikilvægur hluti af þeirri framtíðarsýn verður strandskipulag eða nýtingaráætlun sem jafnframt tekur mið af og styður við uppbyggingu og þróun hafna sveitarfélagsins.

Nánar