Greinar

Greinar

Björt og litrík framtíð myndlistar á Íslandi

Mynd­list sem at­vinnu­grein á Íslandi stend­ur nú á ákveðnum tíma­mót­um. Ungu fólki fjölg­ar sem kýs að starfa við list­sköp­un, eins og mynd­list­ina, sem er í eðli sínu grein framtíðar, alþjóðleg og sjálf­bær í senn. Stefn­an set­ur fram aðgerðir sem munu auka sýni­leika grein­ar­inn­ar gegn­um mæl­ingu á hag­vís­um henn­ar, ýta úr vegi hindr­un­um og inn­leiða hvata og íviln­an­ir sem styðja við mynd­list­ar­markað. Í ljósi stærðar alþjóðamarkaðar með mynd­list og eft­ir­tekt­ar­verðs ár­ang­urs ís­lenskra mynd­list­ar­manna má ætla að vaxta­tæki­færi mynd­list­ar séu veru­leg. Með auk­inni fjár­fest­ingu hins op­in­bera og einka­geira mun grein­in geta skilað þjóðarbú­inu tals­vert meiri verðmæt­um en hún ger­ir nú. Með fyrstu mynd­list­ar­stefnu Íslands er mótuð framtíðar­sýn sem styðja við já­kvæða sam­fé­lagsþróun auk þess að styðja við mynd­list­ar­líf á Íslandi til framtíðar.

Nánar

ORKUBÚIÐ ER KJÖLFESTUFYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM

Í 40 ára sögu Orkubúsins hefur verið byggð upp mikil þekking og reynsla innan fyrirtækisins. Ef af sameiningu á dreifihlutanum verður hjá Orkubúinu og RARIK er ljóst að áfram verði starfskraftur staðsettur í fjórðungnum eins og nú er til að reka og viðhalda dreifikerfinu. Hinsvegar er ósvarað hvað verði um samkeppnishlutann sem er öflun og sala raforkunnar. Við í Framsóknarflokknum leggjum höfuðáherslu á að sá hluti verði áfram í þjóðareigu og að yfirstjórn og starfskraftur þess hluta sé áfram á Vestfjörðum. Ekki síst í ljósi þess að sveitarfélögin á svæðinu lögðu virkjunarréttindi sín inn í Orkubúið við stofnun þess og því má það ekki verða að framkvæmdum og uppbyggingu sé miðstýrt úr Reykjavík eins og þróunin er í alltof mörgum tilfellum.

Nánar

Af toppi Herðubreiðar

Ég legg áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Þar skiptir sköpum að aftur er kominn skriður á samönguframkvæmdir. Í Umhverfis- og samgöngunefnd hef ég tekið virkan þátt í mótun áætlana um stórauknar samgönguframkvæmdir. Ég er stolt af þeirri vinnu og nefni sérstaklega Loftbrúna í því samhengi, en með henni bjóðast íbúum landsbyggðarinnar niðurgreidd flugfargjöld innanlands. Framkvæmdir við vegi, brýr, flugvelli og hafnir eru komnar á skrið og þeim þarf að halda áfram að krafti. Það er mín sannfæring að góðar samgöngur eru undirstaða þess að fólk geti valið búsetu þar sem það kýs.

Nánar

Ný sóknar­færi opnast með störfum án stað­setningar

En til að einfalda að flytja störf út um landið þarf fleira að koma til en góður vilji – innviðirnir þurfa að vera tilbúnir. Við þurfum að geta tryggt að um allt land sé aðgengi að húsnæði og aðstöðu til að hægt sé að koma upp starfsstöðvum. Í mínum heimahverfi í Fjarðabyggð, Neskaupstað, hefur, sem dæmi, nú verið reist Samvinnuhús (Klasasetur), sem hlotið hefur nafnið Múlinn. Húsið er reist fyrir tilstilli og mikinn myndarskap Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað og þar hefur starfsfólk hina ýmsu stofnanna og fyrirtækja hvaðanæfa að á landinu komið sér fyrir og myndað glæsilegan vinnustað. Svona lagað skiptir máli því að mikilvægt er að þeir sem kjósa að starfa án staðsetningar, jafnvel í einmenningsstörfum, eigi sér vinnustað. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga Samvinnufélag eins og Norðfirðingar sem staðið getur fyrir byggingum á svona klösum. Við þurfum því með öllum tiltækum ráðum að tryggja það að þetta verði hægt sem víðast, í gegnum skattkerfið og jafnvel beinum styrkjum af hendi hins opinbera. Sveitarfélögin um landið þurfa einnig að koma að málum til að koma slíkri uppbyggingu áfram.

Nánar

Samvinna bænda í sölu búvara

Aukið svigrúm landbúnaðar í nágrannalöndum okkar til að skipuleggja samstarf í skjóli undanþága frá samkeppnislögum hlýtur að teljast hluti af samkeppnisforskoti hans gagnvart okkar landbúnaði. Samkeppniseftirlitinu væri nær að benda á þennan óeðlilega mun og hvetja stjórnvöld til að minnka hann, fremur en að freista þess að koma í veg fyrir að hann sé jafnaður að hluta með því að auka lítils háttar svigrúm íslensks landbúnaðar gagnvart samkeppnisreglum.

Nánar

Nýr Mennta­sjóður lands­byggðinni í vil

Fyrir síðustu kosningar lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á að byggðajöfnunaraðgerðir væri að finna sem víðast og hægt væri að beita sérstökum íviljunum vegna afborgana á námslánum og þær séu hagstæðari að hluta fyrir þá sem búa í hinum dreifðari byggðum. Þetta atriðið má finna í reglum hins nýja Menntasjóðs. Þar er að finna heimild til að veita rétt til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina, og vegna endurgreiðsla námslána hjá lánþegum sem eru búsettir og starfa á svæðum sem skilgreind eru í samráði við Byggðastofnun. Uppleggið er að lánþegi sem hefur lokið námi og er búsettur á skilgreindu svæði nýti i menntun sína þar að lágmarki í 50% starfshlutfalli í a.m.k. tvö ár.

Nánar

Einstök börn – hjartað í kerfinu

Mig langar að þakka Einstökum börnum fyrir starf þeirra og ekki síst fyrir þá mikilvægu brýningu sem árveknisátak þeirra er. Börn og fjölskyldur þeirra eiga ekki að þurfa að upplifa að þau þurfi að berjast við kerfi sem hafa það hlutverk að veita þeim stuðning og ég er sammála því að við, hið opinbera, þurfum að gera betur. Frá því ég tók við embætti ráðherra hefur það einmitt verið mér mikið hjartans mál að tryggja að kerfin okkar starfi saman í þágu barna og fjölskyldna, að þjónusta og stuðningur byggist upp kringum einstaklingana sem þjónustuna þurfa, en að kerfin okkar byggist ekki upp kringum sig sjálf. Í lok árs 2020, með þetta að markmiði, lagði ég fram lagafrumvarp á Alþingi um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Fái það frumvarp jákvæða afgreiðslu Alþingis verður vonandi stigið stórt skref í því að tryggja betri stuðning við börn og fjölskyldur þeirra sem geta þá, í stað baráttu við hin mismunandi kerfi samfélagsins, einbeitt sér að þeim áskorunum sem geta mætt börnum með sjaldgæfa sjúkdóma og fjölskyldum þeirra.

Nánar

Allir geta lært – en það læra ekki allir eins

Við höf­um áorkað miklu og sjá­um strax já­kvæðar breyt­ing­ar, t.d. með fjölg­un um­sókna í iðnnám, fjölg­un kenn­ara­nema og hækk­un braut­skrán­ing­ar­hlut­falls í fram­halds­skól­um. Það er nóg af verk­efn­um fram und­an, en við get­um engu að síður verið stolt af nem­end­um í ís­lensk­um skól­um, hug­viti þeirra og hug­mynda­flugi, færni og aug­ljós­um sköp­un­ar­krafti. Ef byggt er á styrk­leik­um barna og ung­menna, og við finn­um leiðina sem hent­ar hverj­um og ein­um, þá höf­um við engu að kvíða.

Nánar

Réttur barna til íþróttaiðkunar

Rannsóknir sýna að menntun er ávísun á aukin lífsgæði einstaklinga og samfélaga. Menntun hefur einnig jákvæð áhrif á heilsufar en heilsa okkar er jú eitt það dýrmætasta sem við eigum. Sá sem ekki er við góða heilsu á í erfiðleikum með að njóta annarra þátta daglegs lífs. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því benda rannsóknir til þess að félagsleg umgjörð barna hafi mótandi áhrif á velgengni þeirra á lífsleiðinni. En börn þurfa ekki aðeins menntun. Börn þurfa einnig ást og umhyggju, tækifæri til þess að vera börn og upplifa heiminn í leik og starfi. Börn þurfa að læra samvinnu og öðlast félagsþroska þar sem mikilvægi samstarfs er oft grundvöllur að árangri í lífinu. Börn þurfa virka hreyfingu og þar vega tækifærin til íþróttaiðkunar þungt.

Nánar