Categories
Fréttir

Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar

Deila grein

23/05/2013

Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar

Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var í dag.
Meðfylgjandi mynd er fengin að láni frá www.tíminn.is

 

Categories
Fréttir

Sumarferð Framsóknar í Reykjavík

Deila grein

23/05/2013

Sumarferð Framsóknar í Reykjavík

Nú ætla framsóknarmenn að gera sér góða sumarferð austur fyrir fjall, fimmtudaginn 30. maí, nánar tiltekið til Hvolsvallar. Lagt verður af stað frá Húsi verslunarinnar kl. 17.00.
Farið verður í Sögusetrið, það skoðað undir leiðsögn og svo grillað í hlöðunni hjá Ísólfi Gylfa sveitarstjóra. Það verður skemmtun og gaman. Léttar veitingar í boði. Lagt verður af stað heim á leið kl. 22.00.
Miðverð er kr. 2.000,- á mann fyrir allan pakkann, rútuna og allt annað.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudaginn 29. maí á netfangið: framsokn@framsokn.is eða í síma: 540 4300.
Ekki missa af þessari frábæru ferð framsóknarmanna – það eru allir velkomnir!
 
FRAMSÓKN Í REYKJAVÍK

Categories
Fréttir

Stjórnarsáttmáli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks

Deila grein

22/05/2013

Stjórnarsáttmáli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
 Smellið hér til þess að lesa stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks

Categories
Fréttir

Kjörbréf gefið út fyrir þingmenn Framsóknar

Deila grein

13/05/2013

Kjörbréf gefið út fyrir þingmenn Framsóknar

Landskjörstjórn hefur í samræmi við úrslit alþingiskosninganna 27. apríl 2013 gefið út kjörbréf 63 þingmanna og jafnmargra varamanna.
Fyrir Framsóknarflokk:
Ásmundur Einar Daðason, 3. þm. Norðvest.
Elsa Lára Arnardóttir, 6. þm. Norðvest.
Eygló Harðardóttir, 2. þm. Suðvest.
Frosti Sigurjónsson, 2. þm. Reykv. n.
Gunnar Bragi Sveinsson, 1. þm. Norðvest.
Haraldur Einarsson, 8. þm. Suðurk.
Höskuldur Þór Þórhallsson, 3. þm. Norðaust.
Jóhanna María Sigmundsdóttir, 7. þm. Norðvest.
Karl Garðarsson, 8. þm. Reykv. s.
Líneik Anna Sævarsdóttir, 5. þm. Norðaust.
Páll Jóhann Pálsson, 5. þm. Suðurk.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 1. þm. Norðaust.
Sigrún Magnúsdóttir, 7. þm. Reykv. n.
Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. þm. Suðurk.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, 3. þm. Suðurk.
Vigdís Hauksdóttir, 2. þm. Reykv. s.
Willum Þór Þórsson, 5. þm. Suðvest.
Þorsteinn Sæmundsson, 10. þm. Suðvest.
Þórunn Egilsdóttir, 8. þm. Norðaust.