Aðalfundur Framsóknarfélags Ölfuss

Þriðjudagur 2. febrúar 2021 –

Stjórn Framsóknarfélags Ölfuss boðar til aðalfundar, þriðjudaginn 2. febrúar 2021 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn, kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
2. Starfið framundan.
3. Komandi alþingis og sveitarstjórnarkosningar.
4. Önnur mál.

Gestur fundarins verður Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Heitt á könnunni.

Vegna takmarkana verður fundurinn einnig á ZOOM. Þeir sem hafa áhuga á að vera með sendi endilega póst á hronn@hekluskogar.is til að fá aðgang að fundinum.

Stjórnin.