Félagsfundur Framsóknarfélaganna á Akureyri

Miðvikudagur 19. janúar 2022 –

Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis og Félag ungra  Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni boða til sameiginlegs félagsfundar miðvikudaginn 19. janúar. Fundurinn verður rafrænn og byrjar stundvíslega kl. 20:30.

Kosið í fulltrúaráð og er óskað eftir bæði almennum framboðum og framboðum í stjórn fulltrúaráðsins.

Slóð inn á fundinn verður send öllum félagsmönnum með tölvupósti en jafnframt er hægt að senda póst á framsoknakn@gmail.com og óska eftir skráningu.

Dagskrá:

1. Kosning í fulltrúaráð.
2. Boðað til fundar fulltrúaráðs.
3. Önnur mál.

Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis
Stjórn Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis