Samtal við ráðherra Framsóknar í Reykjavík

Mánudagur 14. október 2024 –

Samtal við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknar og menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason, ritara Framsóknar og mennta- og barnamálaráðherra verður haldið mánudaginn 14. október í húsi Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, kl. 20:00.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Framsókn í Reykjavík

Opið hús í Bæjarlind – opnun flokksskrifstofu

Þriðjudagur 8. október 2024 –

Við bjóðum flokksmenn Framsóknar velkomna á opið hús að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi vegna opnunar flokksskrifstofu þriðjudaginn 8. október frá kl. 16.00-18.00.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Framkvæmdastjórn Framsóknar

 

 

 

17. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík

Miðvikudagur 16. október 2024 –

Stjórn KFR boðar til 17. Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík miðvikudaginn 16. október í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 3. hæð, kl. 20:00

Framboð í trúnaðarstörf skulu berast til starfsnefndar á netfangið reykjavik@framsokn.is. Framboðsfrestur rennur út þremur sólarhringum fyrir boðaðan þingtíma.

Drög að dagskrá:
  1. Kosning starfsmanna þingsins.
  2. Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2023.
  3. Ávörp gesta.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosningar:
    1. Formaður KFR.
    2. 6 fulltrúar í stjórn KFR og 2 til vara.
    3. Formaður kjörstjórnar.
    4. 6 fulltrúar í kjörstjórn og 3 til vara.
    5. Fulltrúar KFR í miðstjórn skv. lögum flokksins.
    6. 2 skoðunarmenn reikninga og 1 til vara.
  6. Aðferð við val á framboðslista.
  7. Pallborðsumræður.
  8. Önnur mál.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að kjörbréfum fyrir þingið og koma til starfsnefndar á netfangið: reykjavik@framsokn.is.

Á kjördæmaþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:

  • Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæmunum.
  • Aðal- og varamenn í stjórn kjördæmasambandsins.
  • Aðalmenn kjördæmanna í miðstjórn Framsóknarflokksins.
  • Heiðursfélagar í aðildarfélögum í kjördæmunum 70 ára og eldri.

Þá eiga allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæmunum rétt á að sitja kjördæmaþing með málfrelsi og tillögurétt.

Stjórn KFR leggur fram eftirfarandi lagabreytingatillögur til samræmis við breytingar á lögum flokksins á síðasta flokksþingi.

  • Undir II. Kjördæmaþing – að í stað dagsetningarinnar „15. nóvember“ í 1. málsl. 4. gr. komi: 15. apríl ár hvert og að minnsta kosti einn upplýsingafund með þingmönnum kjördæmanna á hverjum þingvetri.
  • Undir VII. Um framboð til alþingiskosninga og sveitarstjórnarkosninga – að í stað orðsins „póstkosning“ í 3. málsl. 18. gr. komi: rafræn kosning.

Hlökkum til að sjá sem flest!

Stjórn KFR

Félagsfundur Framsóknarfélags Múlaþings – vöfflukaffi

Laugardagur 5. október 2024 –

Boðað er til félagsfundar hjá Framsóknarfélagi Múlaþings laugardaginn 5. október í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum kl. 10.00.

Framsóknarfélag Múlaþings

Opinn fundur í Kópavogi – Willum og Ágúst Bjarni

Laugardagur 5. október 2024 –

Framsókn í Suðvesturkjördæmi

Opinn fundur á Selfossi – Sigurður Ingi, Jóhann Friðrik og Hafdís Hrönn

Þriðjudagur 1. október 2024 ‒

Framsókn í Suðurkjördæmi

21. Landsþing Kvenna í Framsókn

Laugardagur 5. október 2024 –

21. Landsþing Kvenna í Framsókn verður haldið laugardaginn 5. október 2024 á skrifstofu Framsóknar, Bæjarlind 14-16 í Kópavogi. Þingsetning verður kl. 13.00 og fyrirhugað að þingstörf standi til kl. 18:00.

Drög að dagskrá:

1. Hefðbundin aðalfundarstörf
a. Skýrsla stjórnar
b. Ársreikningar
2. Ávarp gesta
3. Stjórnmálaumræður
4. Ályktanir
5. Lagabreytingar
6. Kosningar
a. Formaður
b. Framkvæmdastjórn (4 og 2 til vara)
c. Landsstjórn – einn í hverju kjördæmi (6 og 6 til vara)
d. Skoðunarmenn reikninga (2)
7. Önnur mál

Skráning á þingið skal skila á netfangið framsokn@framsokn.is.

Framboð í þau embætti sem kosið verður um á þinginu óskast send á netfangið framsokn@framsokn.is fyrir 4. október.

Þingið er konum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á góðar kaffiveitingar.

Framkvæmdastjórn Kvenna í Framsókn

Kótilettukvöld á Selfossi

Laugardagur 5. október 2024 ‒

Framsókn í Árborg

Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna – SEF

Fimmtudagur 17. október 2024 –

Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna (SEF) verður haldinn á TEAMS fimmtudaginn 17. október 2024 og hefst hann kl. 19:30.

Drög að dagskrá:
  1. Venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Ályktanir lagðar fram og afgreiddar.
  3. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsáðherra ræðir starfið í flokknum og hvað er framundan.
  4. Drífa Jóna Sigfúsdóttir varaformaður LEB ræðir hvað Landsamband eldri borgara er að gera í réttinda- og kjaramálum eldra fólks.
  5. Önnur mál.
Skráning:

Þeir félagar sem vilja taka þátt í í fundinum sendi ósk um það á netfangið: framsokn@framsokn.is.

Á fundardegi, 17. október, fá þeir sem hafa óskað eftir því að sitja fundinn hlekk til að tengjast inn á fundinn.

Félagar hvattir til að taka þátt í okkar starfi og mæta á aðalfundinn.

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við  framsokn@framsokn.is eða hringja á skrifstofu Framsóknar í síma: 540-4300.

Með Framsóknarkveðju,
Stjórn SEF

Opinn fundur í Hafnarfirði – skipulagsmál

Þriðjudagur 1. október –

Framsókn í Hafnarfirði