Framsókn býður til samtals – Ólafsfjörður

Laugardagur 16. nóvember 2024 –

Framsókn í Norðaustur

Framsóknarpartý – Bakkakoti

Laugardagur 16. nóvember 2024 –

Það verður partý í hesthúsinu heima hjá Lilju Rannveigu næsta laugardagskvöld í tilefni alþingiskosninganna.

Húsið opnar kl 20:00 og það verður jólaþema á drykkjunum.

Verið velkomin í Bakkakot!

Framsókn í Norðvestur

„Öxin, Agnes og Friðrik“ – Magnús frá Sveinssöðum kynnir

Fimmtudagur 14. nóvember 2024 –

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum kynnir bókina „Öxin, Agnes og Friðrik“ sem segir síðustu aftökunni á Íslandi – aðdraganda og eftirmálum. Viðburðurinn verður í Kosningamiðstöð Framsóknar í Reykjavík fimmtudaginn 14. nóvember að Suðurlandsbraut 30, kl. 17:00.

Sagan af Agnesi og Friðriki og morðinu á Natani Ketilssyni á Illugastöðum hefur lifað með þjóðinni í bráðum tvær aldir. Í bókinni fer sagnamaðurinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum á kostum í magnaðri frásögn af þessum örlagaríku atburðum en þeir standa honum nær en mörgum öðrum.

Öll velkomin – kaffi og kleinur.

Framsókn í Reykjavík

Einar, Lilja og framsókn í skapandi greinum

Mánudagur 25. nóvember 2024 –

Engin ráðherra hefur lagt jafn þung lóð á vogaskálar skapandi greina og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Við ætlum stuttlega að fara yfir þau verk og tala um framtíðar áform okkar fyrir næsta kjörtímabil á Hótel Borg mánudaginn 25. nóvember kl. 17:00-19:00.

Smellið hér á viðburðinn á Facebook.

Við bjóðum upp á létta drykki og létta bita í leiðinni.

Öll sem hafa áhuga á framförum í skapandi greinum eru velkomin til okkar.

Framsókn í Reykjavík

Opinn fundur og vöfflukaffi í Reykjanesbæ – Halla Hrund, Jóhann Friðrik og Fida

Sunnudagur 17. nóvember 2024 –

Frambjóðendurnir Halla Hrund, Jóhann Friðrik og Fida bjóða í nýbakaðar vöfflur og rjúkandi kaffibolla sunnudaginn 17. nóvember í Framsóknarsalnum í Reykjanesbæ kl. 11:00.

Öll hjartanlega velkomin!

Framsókn í Suður

Framsókn býður til samtals – Ingibjörg og Þórarinn Ingi

Mánudagur 11. nóvember 2024 –

Komdu og taktu spjallið með okkur. Opið hús mánudaginn 11. nóvember milli kl. 16:00 og 18:30 í Lionssalnum Skiptagötu 14 á Akureyri.

Þingmennirnir og frambjóðendurnir Ingibjörg Isaksen og Þórarinn Ingi Pétursson verða á staðnum.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Framsókn í Norðaustur

TótaKaffi í Hafnarfirði

Laugardagur 16. nóvember 2024 –

Framsókn í Hafnarfirði

Dögurður í Austrasalnum á Egilsstöðum

Laugardagur 9. nóvember 2024 –

Ingibjörg IsaksenJónína Brynjólfsdóttir og Þuríður Lillý Sigurðardóttir bjóða gestum og gangandi í Dögurð á laugardaginn 9. nóvember kl. 11:00 í Austrasalnum á Egilsstöðum.

Allir velkomnir!

Framsókn í Norðaustur

Opinn fundur og gleðistund í Faktorshúsinu á Djúpavogi

Föstudagur 8. nóvember 2024 –

Ingibjörg IsaksenJónína Brynjólfsdóttir og Þuríður Lillý Sigurðardóttir bjóða á opinn fund og gleðistund kl. 20:00 í Faktorshúsinu Djúpavogi – tilboð á barnum og veitingar í boði.

Allir velkomnir!

Framsókn í Norðaustur

Fjölskylduhátíð og opnun kosningamiðstöðvar í Reykjavík

Laugardagur 9. nóvember 2024 –

Kosningamiðstöð Framsóknar í Reykjavík opnar með fjölskylduhátíð að Suðurlandsbraut 30 laugardaginn 9. nóvember, klukkan 14 til 16.

Við bjóðum alla Reykvíkinga velkomna í kaffiveitingar, krakkabingó og skemmtun fyrir alla fjölskylduna!

Athugið, næg bílastæði.

Framsókn í Reykjavík