
Archives: Events


Fjölskyldudagur 28. júní
Framsóknarfélagið í Reykjavík ásamt ungu Framsóknarfólki í Reykjavík býður ykkur hjartanlega velkomin á fjölskylduhátíð í Furulundi í Heiðmörk!
Fögnum dásamlegu sumri og eigum saman notalega stund í fallegu náttúruumhverfi. Við bjóðum upp á sumargrill, leiki og gleði fyrir alla aldurshópa – sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem öll finna eitthvað við sitt hæfi.
- Við grillum pylsur
- Skemmtilegir leikir fyrir börn og fullorðna
- Létt tónlist og notaleg stemning
- Drykkir og meðlæti á meðan birgðir endast
Taktu með þér fjölskylduna, vinina og teppi eða dýnu til að sitja á og njóttu góðra samverustunda með Framsóknarfólki í Reykjavík. Lífið er skemmtilegra saman.

Fimmtudagur 19. júní 2025 –
Nýttu kraft gervigreindar í þínu starfi – aðeins á tveimur klukkustundum
Aðeins fyrir félaga í Framsókn
Lærðu að nota ChatGPT til að vinna hraðar, skipulegar og með aukinni sköpunargleði – hvort sem þú starfar við skrif, þjónustu, stjórnunarstörf, markaðsmál eða einfaldlega vilt spara tíma í daglegu lífi.
Á þessu aðgengilega og hagnýta námskeiði fyrir byrjendur verður farið yfir helstu möguleika ChatGPT, hvernig hægt er að nýta tæknina strax í eigin verkefni, og þátttakendur fá einnig verklegar æfingar sem nýtast í raunverulegum aðstæðum.
Bæði hægt að mæta á staðinn og taka þátt á netinu. En passaðu að hafa sama netfang í miðakaupum á TIX.is og þú munt nota til þess að taka þátt á netinu.
Staðsetning: Bæjarlind 14-16, 2. hæð, í Kópavogi
Tími: Fimmtudaginn 19. júní kl. 19:00–21:00
Leiðbeinandi: Stefán Atli Rúnarsson, markaðssérfræðingur og áhugamaður um gervigreind.
Þátttakendur koma með eigin fartölvu.

Helgin 27.-29. júní 2025 –
Það er komið að því sem við höfum öll beðið eftir!
Ungt Framsóknarfólk ætlar í útilegu við Úlfljótsvatn helgina 27.-29. júní.
Grill, stuð og stemming; getur ekki klikkað!
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna
Laugardagur 31. maí 2025 –
Framsókn í Norðurþingi
Þriðjudagur 3. júní 2025 –
Opið samtal um bæjarmálin – Þitt álit skiptir máli!
Komdu og taktu þátt í líflegri umræðu.
Bæjarmálafundur Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar verður haldinn þriðjudaginn 3. júní kl. 19:30 á Sjávarsetrinu á Vitatorgi 7 í Suðurnesjabæ.
Til umræðu eru nefndarstörf og almenn umræða um bæjarmálin.
Öll velkomin!
Framsóknarfélag Suðurnesjabæjar
Þriðjudagur 27. maí 2025 –
Aðalfundur Framsóknarfélags Fjallabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 20:00 í Regus húsnæðinu, Túngötu 3, á Siglufirði.
Boðið verður upp á kaffi og með því.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Önnur mál.
Stjórnin.
Mánudagur 26. maí 2025 –
Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Garðabæjar mánudaginn 26. maí 2025 kl. 20:00. Aðalfundurinn fer fram í Garðabær, en endanleg staðsetning auglýst síðar.
Dagskrá:
- Skýrsla formanns.
- Endurskoðun reikninga.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns.
- Kosningu sex manna í aðalstjórn félagsins og tveggja til vara.
- Kosningu skoðunarmanns reikninga.
- Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
- Kosningu fulltrúa á flokksþing.
- Önnur mál.
Eftirfarandi lagabreytingar verða lagðar fram:
Í lögum félagsins er talað um „Framsóknarflokksins“ – leggjum til að breytt í „Framsóknar“ í 2. 7. 10., 11. og 15. grein laganna.
Við 5. gr. komi inn viðbót: Sé oddviti utan stjórnar félagsins er hann gerður að heiðursfélaga með seturétt á stjórnarfundum, án atkvæðaréttar.
Við 7. gr. verði gerð breyting á fyrstu málsgrein:
Aðalfund félagsins skal halda ár hvert eftir lögum flokksins (er nú Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok febrúar ár hvert).
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn Framsóknarfélags Garðabæjar
Þriðjudagur 27. maí 2025 –
Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Mosfellsbæjar, þriðjudaginn 27. maí 2025 kl. 20:00 í húsi félagsins Bjarkarholti 2 (Háholt 14) 2. hæð í Mosfellsbæ.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar
4. Kosningar í stjórn
5. Önnur mál
Stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar.
Mánudagur 26. maí 2025 –
Aðalfundur Framsóknarfélags Skagafjarðar verður haldinn mánudaginn 26. maí í Framsóknarhúsinu við Suðurgötu 3, kl. 16.30.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf eftir lögum félagsins.
- Önnur mál.