Aðalfundur Framsóknarfélags Múlaþings

Laugardagur 4. maí –

Aðalfundur Framsóknarfélags Múlaþings verður haldinn laugardaginn 4. maí kl. 10 í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum.

Dagskrá fundar:

Hefðbundin aðafundarstörf

Í framhaldi af aðalfundi verður hefðbundinn félagsfundur þar sem áhersla verður á málefni HEF veitna og hefst sá fundur kl. 11. Gestur verður Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF veitna.

 

Vöfflur að hætti hússins!

Þið eru öll hjartanlega velkomin

 

Kær kveðja

Stjórnin

100 ára afmælishátíð FR

Þriðjudagur 30. apríl –

FR í 100 ár! Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:30.

Í tilefni af 100 ára afmæli Framsóknarfélags Reykjavíkur ætlum við að fagna með veglegum vorfögnuði. Boðið verður upp á grill af ýmsu tagi og eitthvað til að skola því niður.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

Sveitarstjórnarráðstefna Framsóknar

Föstudagur 19.apríl –

Í aðdraganda 37. Flokksþings Framsóknar er boðað til sveitarstjórnarráðstefnu, föstudaginn 19. apríl í Bæjarlind 14-16 og hefst hún kl. 17:00.
Frummælendur verða:
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra.
  • Fjármál ríkis og sveitarfélaga, framtíðarhorfur og aðkoma hins opinbera að kjarasamningum
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri.
  • Breytingar í borginni! – Tækifæri og áskoranir.
Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og sérfræðingur í skipulags- og byggingarmálum.
  • Skilvirkari byggingarreglugerð – aukið framboð.
Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsókn og mennta- og barnamálaráðherra.
  • Málefni innflytjenda og fjöltyngdra barna
Að umræðu lokinni er boðið upp á veitingar að hætti hússins.
Vonandi sjá sem flestir sér færi til þess að mæta og taka þátt í umræðum og hita upp fyrir flokksþing.
Fyrir hönd stjórnar sveitarstjórnarráðs Framsóknar,
Einar Freyr Elínarson, formaður

Laugardagsfundur um málefni Múlaþings

Laugardagur 13. apríl –

Kæru félagar í Múlaþingi

Í vetur og vor ætlum við að vera með málefnafundi og veitingar í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum og er næsti fundur á laugardaginn 13. apríl kl. 11.

Við munum taka á móti gestum og gangandi og ræða málefni líðandi stundar og verða sveitarstjórnarmálin til umræðu á þessum fundi. Gestir fundarins eru Björn Ingimarsson sveitarstjóri og sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar þau Jónína Brynjólfsdóttir, Vilhjálmur Jónsson og Björg Eyþórsdóttir.

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin

Ath. vegna takmarka á húsnæði okkar er aðgengi því miður ekki fullnægjandi.

Kær kveðja,

Framsóknarfélag Múlaþings

37. Flokksþing Framsóknar

20.-21. apríl 2024 –
37. Flokksþing Framsóknar verður haldið 20.-21. apríl á Hótel Hilton í Reykjavík. Framsókn heldur reglulegt flokksþing eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs. Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Þinggjaldið er kr. 10.000,- en fyrir öryrkja og námsfólk er þinggjaldið kr. 7.000,- 

Dagskrá:

Laugardagur 20. apríl –

Kl. 08:00 – Skráning, afhending þinggagna
Kl. 09:00 – Þingsetning – kosning þingforseta (4)
Kl. 09:10 – Kosning þingritara (4), kjörbréfanefndar (5), kjörstjórnar (7), samræmingarnefndar (3) og dagskrárnefndar (3)
Kl. 09:15 – Skýrsla ritara, Ásmundar Einars Daðasonar
Kl. 09:30 – Mál lögð fyrir þingið
Kl. 09:45 – Nefndastörf hefjast
Kl. 12:00 – Hádegishlé
Kl. 13:00 – Yfirlitsræða formanns, Sigurðar Inga Jóhannssonar
Kl. 13:30 – Ræða varaformanns, Lilju Daggar Alfreðsdóttur
Kl. 13:45 – Ávarp borgarstjóra, Einars Þorsteinssonar
Kl. 14:00 – Almennar umræður
Kl. 15:45 – Íslensk kvikmyndagerð – Baltasar Kormákur
Kl. 15:40 – Afgreiðsla mála – lagabreytingar
Kl. 16:00 – Nefndastörf, framhald
Kl. 19:00 – Fordrykkur
Kl. 20:00 – Kvöldverðarhóf

Sunnudagur 21. apríl –

Kl. 08:30 – Skráning og afhending þinggagna
Kl. 09:00 – Nefndastörf, framhald
Kl. 09:30 – Lagabreytingar – afgreiðsla
Kl. 10:00 – Afgreiðsla mála
Kl. 11:30 – Kosningar: Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga
Kl. 12:00 – Hádegishlé
Kl. 13:00 – Afgreiðsla mála, framhald
Kl. 16:30 – Önnur mál
Kl. 17:00 – Þingslit

Drög að ályktunum flokksþings

  1. Innviðir – drög

  1. Heilbrigði og málefni eldra fólks – drög

  1. Menning, viðskipti og efnahagur – drög

  1. Mennta- og barnamál – drög

  1. Stjórnskipan, mannréttindi, málefni innflytjenda og utanríkismál – drög

  1. Atvinnumál – drög

  1. Umhverfis-, orku- og loftslagsmál – drög

  1. Laganefnd – drög

Skýrsla og tillögur um innra starf

Miðar á hátíðarkvöldverð og ballMiðar á hátíðarkvöldverð eru til sölu á tix.is og innifalið er fordrykkur, þriggja rétta kvöldverður, skemmtun, PATRi!K – Prettyboychoco og ball með hljómsveitinni Sunnan 6. Síðasti möguleiki á að kaupa miða er á mánudaginn.

Upphitun fyrir Flokksþing

Í tilefni Flokksþings flokksins helgina 20.-21. apríl þá bjóðum við Framsóknarfólki að koma og þjófstarta helgini með okkur!

Viðburðurinn fer fram í Kópavogi, Bæjarlind 14-16 og hefst kl. 20.00.

Mikilvægar dagsetningar:

  • 21. mars – viðmiðunardagur fulltrúatölu aðildarfélaga.
  • 5. apríl – lagabreytingum skal í síðasta lagi á miðnætti skilað inn til flokksskrifstofu.
  • 13. apríl – kjörbréfum skal í síðasta lagi á hádegi skilað inn til flokksskrifstofu.

Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Bílastæði á flokksþingi

Norðan megin við Hilton hótel:

Sunnan megin við Hilton hótel:

FRAMSÓKN

Störf þingsins – rafrænn fundur

Mánudagur 15. apríl 2024 –
  • Þingflokkur Framsóknar boðar til fundar með flokksfólki á Teams mánudaginn 15. apríl kl. 20.00.

  • Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður boðar til fundarins og mun formaður Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, fara yfir málin.
  • Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í fundunum er nauðsynlegt að skrá sig hér:
  • Störf þingsins – rafrænn fundur
  • Hlekkur á fundinn verður sendur skömmu fyrir fund, hjálpumst að við að láta orðið berast.
ÞINGFLOKKUR FRAMSÓKNAR

Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra

Fimmtudagur 18. apríl –

Stjórn Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra boðar til aðalfundar fimmtudaginn 18. apríl á Söguloftinu í Landnámssetrinu, Borgarnesi, klukkan 18:00.

Dagskrá:

  1. Almenn aðalfundarstörf.
  2. Önnur mál.

Stjórn Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra

Vöfflukaffi í Reykjanesbæ

Laugardagur 13. apríl –

Framsókn í Reykjanesbæ, Hafnargötu 62, býður í vöfflukaffi laugardaginn 13. apríl kl 11-12.

Gestur fundarins verður Bjarni Páll Tryggvason bæjarfulltrúi.

Allir velkomnir.

-Stjórnin

Framsóknarvist

Sunnudagur 14.apríl –

Kæra Framsóknarfólk verið velkomin á Framsóknarvist sunnudaginn 14. apríl n.k.

Ekki er gerð krafa um að kunna að spila vist. Læra má vist á staðnum.

 Sunnudagur, 14. apríl
 13:00
 Hverfisgata 33

Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum ráðherra verður með tölu um Framsóknarvist hér á árum áður í hléinu.

Kostar ekkert að spila en hægt verður að kaupa kaffi og bakkelsi.

Hlekkur á Facebook-viðburð: https://fb.me/e/1Nnr5vQGV

Öll velkomin óháð aldri!

Sjáumst,
Stjórn Ung Framsókn í Reykjavík og Samband eldri Framsóknarmanna.

Aðalfundur Framsóknar í Reykjanesbæ

Fimmtudagur 18. apríl –

Aðalfundur FFR haldin miðvikudaginn 18. apríl  kl. 20:00 að Hafnargötu 62.

  1. Venjuleg aðalfundar störf
  2. Önnur mál

   -Stjórnin