Bæjarmálafundur á Akureyri

Mánudagur 5. október 2020 –

Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis boðar til bæjarmálafundar mánudaginn 5. október að Skipagötu 14, 4. hæð, kl. 20.00.

Opinn fundur með Sigurði Inga og Silju Dögg í Vík

Fimmtudagur 25. september 2020 –

Framsóknarfélag Vestur-Skaftafellssýslu heldur opinn fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins og Silju Dögg Gunnarsdóttur, alþingismanni.

Fundurinn fer fram á Ströndinni, Vík, fimmtudag kl 20:00.

Til umræðu verða samgöngur, ferðaþjónusta á tímum Covid, tækifæri til framtíðar.

Kaffi og léttar veitingar.

Allir velkomnir.

Framsóknarfélag Vestur-Skaftafellssýslu

Opinn fundur með Sigurði Inga og Silju Dögg á Hornafirði

Miðvikudagur 23. september 2020 –

Framsóknarfélag Austur-Skaftafellssýslu heldur opinn fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins og Silju Dögg Gunnarsdóttur, alþingismanni.

Fundurinn fer fram á Hótel Höfn, miðvikudag kl 20:00.

Fundarstjóri: Ásgerður K. Gylfadóttir, varaþingmaður.

Til umræðu verða samgöngur, ferðaþjónusta á tímum Covid, tækifæri til framtíðar.

Kaffi og léttar veitingar.

Allir velkomnir.

Framsóknarfélag Austur-Skaftafellssýslu

Bæjarmálafundur á Akureyri

Mánudagur 5. október 2020 –

Bæjarmálafundur verður mánudaginn 5. október í Lionssalnum Skipagötu 14, 4. hæð, á Akureyri kl. 20.00.

Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis

Vöfflukaffi í Reykjavík

Föstudagur 25. september 2020 –

Vöfflukaffi hjá Framsókn með Írisi Gísladóttur formanni SIGRÚNAR – Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og Alex Birni Stefássyni varaþingmanni.

Vöfflukaffið verður að Hverfisgötu 33 frá kl. 15.00-17.00.

SIGRÚN – FUF í Reykjavík

20. Kjördæmisþing KFNV

LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 –

Boðað er til 20. Kjördæmisþings Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) laugardaginn 10. október. Nánari upplýsingar um staðsetningu og um dagskrá birtast síðar.

STJÓRN KFNV.

Opið hús á Akureyri

Laugardagur 26. september 2020 –

Opið hús (laugardagsfundur) verður á laugardaginn 26. september í sal Fjölsmiðjunnar að Furuvöllum 13 á Akureyri kl. 10.30-12.00.

Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis

 

20. Kjördæmisþing KFSV í Kópavogi

LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 –

Boðað er til 20. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) laugardaginn 31. október í Kópavogi. Nánari upplýsingar um dagskrá birtast síðar.

STJÓRN KFSV.

Laugardagsfundur á Húsvík

Laugardagur 26. september 2020 –

Laugardagsfundur í Kiwanishúsinu á Húsavík á laugardaginn og hefast kl. 11.00.

Síðasta laugardag hvers mánaðar er fundur um málefni sveitarfélaganna þar sem kjörnir fulltrúar fara yfir stöðu mála.

Allir velkomnir!

Framsóknarfélag Þingeyinga

20. Kjördæmisþing KFNA á Héraði

LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 –

Boðað er til 20. Kjördæmisþings Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA) laugardaginn 3. október á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og er þingsetning kl. 13.00. Þinggjaldið verður kr. 3.500,-  Kjörbréf, fulltrúatala og yfirlit yfir sjálfkjörna verða send formönnum aðildarfélaga. Félagsmenn eru hvattir til að setja sig í samband við formann aðildarfélags á sínu félagssvæði til að tryggja seturétt með full réttindi á kjördæmisþinginu. Allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþingið með málfrelsi og tillögurétt.

Drög að dagskrá:

13:00 Setning

13:05 kosning embættismanna þingsins:

  • Tveggja þingforseta
  • Tveggja þingritara
  • Þriggja fulltrúa í kjörbréfanefnd
  • Uppstillingarnefnd

13:10 Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram

13:30 Ávörp gesta

14:15 Kynning og umræður um aðferð við val á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar – FRAMBOÐSREGLURNAR

15.15 Kaffihlé

15:30 Mál lögð fyrir þingið og málefnanefndir skipaðar

16:00 Nefndastörf

17:30 Nefndaálit lögð fyrir þingið

18:00 Lagabreytingar

18:10 Kosningar:

  • Formann KFNA til tveggja ára.
  • Þrjá fulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára og fimm varafulltrúa til eins árs.
  • Formann kjörstjórnar
  • Sex fulltrúa í kjörstjórn og jafnmarga til vara
  • Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins
  • Tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara

18:30 Önnur mál

19:00 Þingslit

20:00 Kvöldverðarhóf

***

Fyrir þingsetningu verður í boði létt súpa, brauð og salatbar á aðeins 1.690 kr. á Hótel Valaskjálf. Í kvöldverðarhófinu verður boðið upp á þriggja réttta matseðil:  Tígrisrækjur í mangósalsa í forrétt. Hægeldað lambamiðlæri með kryddjurtasósu og steiktum kartöflum í aðalrétt. Og í eftirrétt verður Vanillu créme brulée með marineruðum ávöxtum. Allt þetta á aðeins kr. 7.100 á mann.

Gisting á Hótel Valaskjálf í eins mans herbergi er á kr. 12.900 með morgunverði og í 2 manna á kr. 16.900.  (Ath. að hótelið er ekki opið nema fyrir hópa og lágmark er að fimm herbergi verði tekin frá.)

***
Úr lögum KFNA um kjördæmisþing og um framboð til Alþingis:

2. Um kjördæmisþing

2.1. Kjördæmisþing hefur æðsta vald í málefnum KFNA. Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
2.2. Halda skal reglulegt kjördæmisþing fyrir 15. nóvember ár hvert. Þá skal halda aukakjördæmisþing ef þörf krefur. Stjórn KFNA boðar til kjördæmisþings. Boða skal til kjördæmisþings með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara á óvéfengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Kjördæmisþing er löglegt sé löglega til þess boðað. Ef brýn nauðsyn krefur er þó heimilt að boða til kjördæmisþings með fimm daga fyrirvara, en auglýsa skal þá fundarefnið opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3. Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir.
Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4 í lögum flokksins.
Stjórn KFNA.
Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu, auk þess fyrrverandi og sitjandi þingmenn og ráðherrar flokksins ásamt fulltrúum kjördæmisins í sveitarstjórnarráði.
Fulltrúar kjördæmisins í launþegaráði.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.
2.4. Í upphafi kjördæmisþings skal kjósa kjörbréfanefnd, uppstillinganefnd og aðrar þingnefndir eftir ákvörðun hverju sinni. Í kjörbréfanefnd skulu kosnir 3 fulltrúar sem yfirfara og úrskurða um kjörbréf þingfulltrúa. Í uppstillinganefnd skulu kosnir 5 þingfulltrúar og skulu þeir leggja fyrir þingið tillögu að fulltrúum í þau embætti sem kjósa skal til skv. gr. 2.5. Allir félagar í flokksfélögum í kjördæminu eru kjörgengir í embætti skv. gr. 2.5..
2.5. Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti:
a) Annað hvert ár skal kjósa formann KFNA til tveggja ára.
b) Þrjá aðalfulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára.
c) Fimm varafulltrúa í stjórn til eins árs.
d) Formann kjörstjórnar.
e) Sex (6) fulltrúa í kjörstjórn.
f) Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins. Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
g) Tveir (2) skoðunarmenn reikninga KFNA.
2.6. Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum sveitarstjórnarkosningum skal kjósa þrjá fulltrúa og þrjá til vara í sveitastjórnarráð Framsóknarflokksins. Kjósa skal fulltrúana úr hópi þeirra félagsmanna sem sitja í sveitastjórnum í kjördæminu eða gegna störfum sveitastjóra eða bæjarstjóra. Skal við framkvæmd kosninga í sveitarstjórnarráð fara eftir ákvæðum laga þessara og ákvæðum laga Framsóknarflokksins. Kjör sveitarstjórnaráðs gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu sveitarstjórnakosningum eftir að kjör fer fram.
2.7. Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum alþingiskosningum skal kjósa þrjá fulltrúa og þrjá til vara í launþegaráð Framsóknarflokksins. Kjör launþegaráðs gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu alþingiskosningum eftir að kjör fer fram. Kjósa skal fulltrúana úr hópi launþega í kjördæminu. Skal við framkvæmd kosninga í launþegaráð fara eftir ákvæðum laga þessara og ákvæðum laga Framsóknarflokksins. Kjör launþegaráðsins gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu alþingiskosningum eftir að kjörið fer fram.
2.8. Að loknu hverju kjördæmisþingi skal stjórn KFNA senda skrifstofu flokksins skýrslu um störf sambandsins umliðið ár, upplýsingar um hverjir skipa stjórn og aðrar trúnaðarstöður á vegum þess, sem og afrit af skýrslum aðildarfélaga KFNA.

3. Um framboð til Alþingis

3.1. KFNA skal bjóða fram lista Framsóknarflokksins til alþingiskosninga í Norðausturkjördæminu. Á kjördæmisþingi skal ákveða hvaða aðferð eigi að viðhafa við val frambjóðenda, setja reglur um frambjóðendavalið og ganga endanlega frá framboðslista.
3.2. Reglur um frambjóðendaval skuli liggja fyrir eigi síðar en 6 mánuðum fyrir reglulegar alþingiskosningar. Reglur um val frambjóðenda getur verið af fimm gerðum: póstkosning; lokað prófkjör; tvöfalt kjördæmisþing; uppstilling; opið prófkjör. Kjörskrá skal lokað 30 dögum fyrir valdag. Framboðsfrestur rennur út 15 dögum fyrir valdag.

***

Svo hvetjum við fólk til að huga að sínum persónulegu smitvörnum, sprit, hanskar og maskar allt eftir þörfum hvers og eins.

STJÓRN KFNA.