Aðalfundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði

Þriðjudagur 15. mars 2022 –

Boðað er til aðalfundar Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði þriðjudaginn 15. mars í Framsóknarsalnum  Reykjavíkurvegi 50  Hafnarfirði kl. 20:00.

Dagskrá:

1.      Venjuleg aðalfundarstörf.
2.      Önnur mál.

Stjórn Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði.

 

Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu

Fimmtudagur 3. mars –

Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn fimmtudaginn 3. mars n.k. í fundarsal Hótel Klausturs á Kirkjubæjarklaustri. Fundurinn hefst kl. 17:00.

 Dagskrá:
  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Kjör fulltrúa á þing KSFS og Flokksþing Framsóknarflokksins
  3. Sveitarstjórnarkosningar 2022 – framboðsmál
  4. Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Félagar fjölmennum til fundar og nýir félagar boðnir velkomnir!

Stjórnin.

Fundur í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði

Miðvikudagur 2. mars 2022 –

Hér með er boðað til fundar í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði, miðvikudaginn 2. mars nk. kl. 20.00 í Framsóknarsalnum að Reykjarvíkurvegi 50.

Dagskrá:
  1. Lögð fram tillaga uppstillingarnefndar til kynningar og samþykktar að framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 14. maí 2022.
  2. Önnur mál.
Stjórnin.

Félagsfundur Framsóknarfélags Hólmavíkur

Fimmtudagur 24. febrúar 2022 –

Boðað er til almenns félagsfundar Framsóknarfélags Hólmavíkur fimmtudaginn 24. febrúar í  Kvenfélagshúsinu á Hólmavík, kl. 20:00.

Dagskrá:
  1. Umræður um framboðsmál.
  2. Kosning fulltrúa á flokksþing.
  3. Önnur mál.
Stjórnin.

TÓTA kaffi í Hafnarfirði

Laugardagur 19. febrúar –

36. Flokksþing Framsóknar

36. Flokksþing Framsóknar verður haldið helgina 19.-20. mars á Grand hótel við Sigtún í Reykjavík.

Framsókn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.

Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans.

Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins.

Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga.

Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.

Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir.

Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga.

Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett.

Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Nánari dagskrá verður send út í næstu viku.

Mikilvægar dagsetningar:
  • 17. febrúar – viðmiðunardagur fulltrúatölu aðildarfélaga.
  • 4. mars – lagabreytingum skal í síðasta lagi á miðnætti skilað inn til flokksskrifstofu.
  • 12. mars – kjörbréfum skal í síðasta lagi á hádeegi skilað inn til flokksskrifstofu.
Verð á hótelherbergjum:
  • Einstaklingsherbergi með morgunmat kr. 18.900,-
  • Tveggja manna herbergi með morgunmat kr. 21.900,-

Hátíðarskemmtun verður laugardagskvöldið 19. mars.

Félagsfundur Framsóknarfélags Garðabæjar

Mánudagur 14. febrúar 2022 –

Stjórn Framsóknar í Garðabæ auglýsir félagsfund mánudaginn 14. febrúar kl 20:00 sem fram fer í gegnum fjardunarkerfi ZOOM. Tengil á fundinn verður sendur á félagsfólk.

Dagskrá:

1. Aðferð við val á lista Framsóknar í Garðabæ.

2. Önnur mál.

Stjórnin.

Opið hús á Egilsstöðum

Laugardagur 19. febrúar 2022 –

Á laugardögum í vor ætlum við að vera með málefnafundi og veitingar í Austrasalnum alla laugardaga frá kl. 11.00.

Við munum taka á móti gestum og gangandi og ræða málefni líðandi stundar þar sem helsta áherslan verður á komandi sveitarstjórnarkosningar.

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin að Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum

Framsókn í Múlaþingi.

Félagasfundur Framsóknarfélags Þingeyinga

Fimmtudagur 10. febrúar 2022 –

Boðað er til félagsfundar í Framsóknarfélagi Þingeyinga fimmtudaginn 10. febrúar í Kiwanishúsinu kl. 20.00.

Á dagskrá eru framboðsmál Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórn Framsóknarfélags Þingeyinga.

Dalvíkurbyggð – kynningarfundur á hvað felst í að bjóða sig fram

Mánudagur 28. febrúar 2022 –