25. Kjördæmisþing KSFS

Laugardagur 5. apríl 2025 –

Boðað er til 25. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) laugardaginn 5. apríl 2025 í Gerðaskóla í Suðurnesjabæ. Þingsetning er kl. 13:00.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra.

Þinggjaldið er 3.000 kr. og innifalið í því er kaffihressing að hætti hússins meðan á þingi stendur.

Drög að dagskrá:

1. Þingsetning og kjör embættismanna þingsins:
– Tveir þingforsetar
– Tveir þingritarar
– Starfsnefnd
2. Skýrslur stjórnar:
– Skýrsla formanns
– Skýrsla gjaldkera
3. Ávörp gesta.
4. Almennar stjórnmálaumræður.
5. Kosningar:
a) Formaður KSFS.
b) Varaformaður KSFS.
c) Fimm fulltrúa í stjórn KSFS og sjö til vara.
d) Formaður kjörstjórnar.
e) Sex fulltrúa í kjörstjórn.
f) Fulltrúa KSFS í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins.
g) Tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
h) Þrjá fulltrúa í launþegaráð og þrjá til vara.
8. Önnur mál.
9. Þingslit.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra.

***

Starfsnefnd hefur verið skipuð af stjórn kjördæmissambandsins og er hlutverk hennar vera að taka á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa KSFS. Starfsnefndina skipa: Gissur Jónsson formaður, gissurj@simnet.is, Díana Hilmarsdóttir og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.

Kosið verður í eftirfarandi embætti á þinginu:

  • Formaður KSFS.
  • Varaformaður KSFS.
  • Fimm fulltrúa í stjórn KSFS og sjö til vara.
  • Formaður kjörstjórnar.
  • Sex fulltrúa í kjörstjórn.
  • Fulltrúa KSFS í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins.
  • Tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
  • Þrjá fulltrúa í launþegaráð og þrjá til vara.

***

Úr lögum KSFS um kjördæmisþing:

2.1  Kjördæmisþing hefur æðsta vald í málefnum KSFS.  Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
2.2  Halda skal reglulegt kjördæmisþing fyrir 15. apríl ár hvert og að minnsta kosti einn upplýsingafund, með þingmönnum kjördæmisins á hverjum þingvetri.  Þá skal halda aukakjördæmisþing ef þörf krefur. Stjórn KSFS boðar til kjördæmisþings.  Boða skal til kjördæmisþings með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara á óvefengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Kjördæmisþing er löglegt sé löglega til þess boðað.  Ef brýn nauðsyn krefur er þó heimilt að boða til kjördæmisþings með fimm daga fyrirvara en auglýsa skal þá fundarefnið opinberlega. Formaður kjördæmissambands setur kjördæmisþing og stýrir því þar til forsetar hafa verið kjörnir. Í upphafi þings skal kjósa fimm (5) manna starfsnefnd, sem taki þegar til starfa. Verksvið starfsnefndar skal vera a) Yfirfara kjörbréf. b) Sjá um kosningu til miðstjórnar og talningu atkvæða. c) Uppstilling til stjórnarkjörs, kosningar og talning atkvæða. 
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3  Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
 1. Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu.  Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu.  Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir; Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4. í lögum Framsóknarflokksins;
 2. Aðalmenn í stjórn KSFS;
 3. Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu;
 4. Formenn framsóknarfélaga í Suðurkjördæmi.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt.  Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Nú getur kjörinn fulltrúi eða varamaður hans ekki mætt á kjördæmisþingi og skal þá formaður þess félags sem hann tilheyrir, ákveða um fulltrúa í hans stað.
2.4  Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti:
 1. Formann KSFS og varaformann;
 2. Fimm (5) fulltrúa að auki í stjórn KSFS og sjö (7) til vara;
 3. Formann kjörstjórnar;
 4. Sex (6) fulltrúa í kjörstjórn:
 5. Fulltrúa KSFS í miðstjórn Framsóknarflokksins skv. lögum hans;
 6. Tveir (2) skoðunarmenn reikninga KSFS og tveir (2) til vara.
2.5  Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum alþingiskosningum skal kjósa 3 fulltrúa KSFS í launþegaráð Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins.  Jafnmargir varamenn skulu kjörnir.  Kjósa skal fulltrúa úr hópi launþega í kjördæminu.  Kjósa skal í einu lagi þannig að þeir þrír, sem efstir verða í kjörinu, skulu verða aðalfulltrúar og þeir þrír, sem næstir koma, verða varafulltrúar.  Kjör launþegaráðsins gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu alþingiskosningum eftir að kjörið fer fram.  

***

STJÓRN KSFS

Aðalfundur Framsóknarfélags Austur-Skaftafellssýslu

Mánudagur 24. mars 2025 –
Stjórnin.

Ísland í ölduróti alþjóðamála

Miðvikudagur 19. mars 2025 –

Framsókn í Reykjavík

Aðalfundur Framsóknarfélags Þingeyinga

Laugardagur 15. mars 2025 –

Framsóknarfélag Þingeyinga

Vorfundur miðstjórnar

22.-23. mars 2025 –

Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkti að boða til vorfundar miðstjórnar í Norðausturkjördæmi og varð 22.-23. mars fyrir valinu. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri. Gera má ráð fyrir að fundurinn hefjist um hádegisbil á laugardegi og standi til hádegis á sunnudegi.

Kvöldverðarhóf verður á laugardagskvöldinu. Við vonumst eftir góðri mætingu til að ræða málin og þjappa hópnum saman.

Við hvetjum miðstjórnarfulltrúa til að sameinast í bíla.

Drög að dagskrá:

Laugardagur 22. mars 2025
10:30 – Skráning og afhending fundargagna
11:30 – Setning fundar
11:35 – Kosning embættismanna fundarins
11:40 – Skýrsla ritara um starf landsstjórnar og innra starf
12:15 – Hádegishlé
13:00 – Ræða formanns
13:25 – Ræða varaformanns
13:40 – Almennar stjórnmálaumræður
15:30 – Kaffihlé
16:00 – Almennar stjórnmálaumræður
17:00 – Fundi frestað til sunnudags

Sunnudagur 23. mars 2025
09:00 – Skýrsla málefnanefndar
09:10 – Skýrsla sveitarstjórnarráðs
09:20 – Skýrsla fræðslu- og kynningarnefndar
09:30 – Vinnustofur – Flokksstarf og kosningar
11:00 – Kynning á niðurstöðum
11:30 – Kosning í fastanefndir miðstjórnar
11:45 – Önnur mál

***

Hvað er miðstjórn?

Miðstjórn Framsóknarflokksins var stofnuð 1918 og því næst elsta stofnun flokksins. Fram að því hafði eina stofnun flokksins verið þingflokkurinn frá 1916. Miðstjórnin var í upphafi aðeins skipuð þremur fulltrúum, kosnum af þingflokki og kjörið hlutu Jónas Jónsson frá Hriflu, Tryggvi Þórhallsson ritstjóri Tímans og Hallgrímur Kristinsson forstjóri Sambandsins.

Miðstjórn fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Formaður Framsóknar er jafnframt formaður miðstjórnar flokksins.

Miðstjórn er boðuð til fundar af landsstjórn tvisvar á ári, vor og haust með 30 daga fyrirvara. Aðrir fundir miðstjórnar eru boðaðir af landsstjórn flokksins og eru þeir löglegir ef þar mætir meirihluti miðstjórnarmanna. Einnig er skylt að boða til miðstjórnarfundar ef þriðjungur miðstjórnarmanna krefst þess skriflega. Miðstjórn ákvarðar um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn.

Í miðstjórn eiga sæti:
  • Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur. Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
  • Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
  • Landsstjórn og framkvæmdastjórn flokksins.
  • Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins enda séu þeir félagsmenn.
  • Aðalmenn í sveitarstjórn, sveitarstjórar eða bæjarstjórar enda séu þeir félagsmenn.
  • Stjórn og varastjórn launþegaráðs flokksins.
  • Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.
Verkefni vorfundar miðstjórnar

Á vorfundi miðstjórnar er félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu. Landsstjórn, fræðslu- og kynningarnefnd og málefnanefnd flytja skýrslu um störf sín. Eins kjósa miðstjórnarmenn úr sínum hópi til eins árs í senn:

a) Fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.

b) Fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.

Framsóknarflokkurinn

Bæjarmálafundur á Akureyri

Mánudagur 3. mars 2025 –

Bæjarmálafundur verður haldinn mánudaginn 3. mars í fundarsal Einingar Iðju stéttarfélags að Skipagötu 14 á Akureyri. Þar fara bæjarfulltrúar yfir stöðu bæjarmálanna, nefndarfólk kynnir það sem gerist í sinni nefnd og almenn umræða tekin um bæjarmálin.

Við hvetjum öll sem hafa áhuga á bæjarmálum og vilja taka þátt í starfi Framsóknar á Akureyri að mæta á bæjarmálafund.

Framsókn á Akureyri

Á ferð um landið – Fjallabyggð – kjördæmavika Framsóknar

Þriðjudagur 25. febrúar 2025 –

Þingflokkur Framsóknar

25. Kjördæmisþing KFNA

Sunnudagur 23. mars 2025 –

Boðað er til 25. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA) sunnudaginn 23. mars 2025 á Hótel KEA á Akureyri.

Drög að dagskrá:

13:00 Setning og kosning starfsmanna þingsins
13:10 Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram
13:20 Ávörp gesta
13:50 Kosningar:
– Formaður KFNA til tveggja ára
Þrjá fulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára og fimm varafulltrúa til eins árs.
Formann kjörstjórnar
Sex fulltrúa í kjörstjórn
Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins
Tvo skoðunarmenn reikninga
– Þrjá fulltrúa í launþegaráð og þrjá til vara
14:00 Önnur mál
14:30 Þingslit

***

Starfsnefnd hefur verið skipuð til að taka á móti tillögum um frambjóðendur í embætti sem kosið verður um til trúnaðarstarfa. Nefndina skipa: Gunnfríður HreiðarsdóttirAkureyri formaður s: 898-4897, Eiður Pétursson, Norðurþingi s: 864-8447 og Eygló Björg Jóhannsdóttir, Múlaþingi s: 851-1535.

Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti:

  • Annað hvert ár skal kjósa formann KFNA til tveggja ára.
  • Þrjá aðalfulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára.
  • Fimm varafulltrúa í stjórn til eins árs.
  • Formann kjörstjórnar.
  • Sex (6) fulltrúa í kjörstjórn.
  • Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins.
  • Tveir (2) skoðunarmenn reikninga KFNA.
  • Þrjá fulltrúa og þrjá til vara í launþegaráð.

***

Úr lögum KFNA:

2. Um kjördæmisþing.
2.1.  Kjördæmisþing hefur æðsta vald í málefnum KFNA.  Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
2.2.  Halda skal reglulegt kjördæmisþing fyrir 15. apríl ár hvert og að minnsta kosti einn upplýsingafund, með þingmönnum kjördæmisins á hverjum þingvetri.  Þá skal halda aukakjördæmisþing ef þörf krefur. Stjórn KFNA boðar til kjördæmisþings.  Boða skal til kjördæmisþings með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara á óvéfengjanlegan hátt.  Í þingboði skal getið dagskrár.  Kjördæmisþing er löglegt sé löglega til þess boðað.  Ef brýn nauðsyn krefur er þó heimilt að boða til kjördæmisþings með fimm daga fyrirvara, en auglýsa skal þá fundarefnið opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3.  Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu.  Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu.  Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir.
Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4 í lögum flokksins.
b)
Stjórn KFNA.
c)
Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu, auk þess fyrrverandi og sitjandi þingmenn og ráðherrar flokksins ásamt fulltrúum kjördæmisins í sveitarstjórnarráði.
d) Fulltrúar kjördæmisins í launþegaráði.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt.  Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.
2.4.  Í upphafi kjördæmisþings skal kjósa kjörbréfanefnd, uppstillinganefnd og aðrar þingnefndir eftir ákvörðun hverju sinni.  Í kjörbréfanefnd skulu kosnir 3 fulltrúar sem yfirfara og úrskurða um kjörbréf þingfulltrúa.  Í uppstillinganefnd skulu kosnir 5 þingfulltrúar og skulu þeir leggja fyrir þingið tillögu að fulltrúum í þau embætti sem kjósa skal til skv. gr. 2.5.  Allir félagar í flokksfélögum í kjördæminu eru kjörgengir í embætti skv. gr. 2.5..
2.5.  Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti:
a) Annað hvert ár skal kjósa formann KFNA til tveggja ára.
b) Þrjá aðalfulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára.
c) Fimm varafulltrúa í stjórn til eins árs.
d) Formann kjörstjórnar.
e) Sex (6) fulltrúa í kjörstjórn.
f) Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins.  Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50.  Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga.  Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks.  Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
g) Tveir (2) skoðunarmenn reikninga KFNA.

2.7.  Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum alþingiskosningum skal kjósa þrjá fulltrúa og þrjá til vara í launþegaráð Framsóknarflokksins.  Kjör launþegaráðs gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu alþingiskosningum eftir að kjör fer fram.  Kjósa skal fulltrúana úr hópi launþega í kjördæminu.  Skal við framkvæmd kosninga í launþegaráð fara eftir ákvæðum laga þessara og ákvæðum laga Framsóknarflokksins.  Kjör launþegaráðsins gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu alþingiskosningum eftir að kjörið fer fram. 

***

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn KFNA

Á ferð um landið – Reykjavík – kjördæmavika Framsóknar

Fimmtudagur 6. mars 2025 –

Þingflokkur Framsóknar

Á ferð um landið – Hafnarfjörður – kjördæmavika Framsóknar

Mánudagur 3. mars 2025 –

Þingflokkur Framsóknar