Laugardagur 12. júní 2021 –
Vorfundur miðstjórnar verður haldinn laugardaginn 12. júní á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.
Fundurinn verður helgaður málefnastarfi fyrir 36. Flokksþing Framsóknarmanna 28.-29. ágúst.
Drög að dagskrá:
10.00 – Ávarp formanns
10.20 – Ávarp varaformanns
10.30 – Almennar umræður
12.00 Hádegisverður
12.50 – Framsaga ritara vegna málefnastarfs
13.00 – Formaður málefnanefndar kynnir málefnavinnu
13.10 – Málefnavinna hefst – umræðuhópar taka til starfa
15.45 Kaffihlé
16.00 – Umræðuhópar kynna niðurstöður
16.50 – Önnur mál
17.00 – Fundarslit
Aðalmenn í miðstjórn verða sjálfir að óska eftir því að boða varamann í sinn stað, hafi þeir ekki tök á því að sækja fundinn. Tilkynningu vegna þessa skal skila í síðasta lagi fimmtudaginn 10. júní til skrifstofu á netfangið framsokn@framsokn.is.