Categories
Sveitarstjórnarfólk

Reykjavík

Deila grein

Sveitarstjórnarfólk Framsóknar

Reykjavík


Borgarfulltrúar Framsóknar
Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður

 

Varaborgarfulltrúar Framsóknar

Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona

 

Smellið hér til að fara á heimasíðu Framsókn í Reykjavík

Áherslur Framsóknar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022

Er ekki kominn tími á breytingar í borginni?

 

Breytum í húsnæðismálum.

  • Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði. Markmiðið er 3000 íbúðir á ári.
  • Framsókn vill þétta byggð þar sem innviðir leyfa og í aukinni sátt við íbúa. Framsókn vill einnig öfluga uppbyggingu í öllum hverfum borgarinnar og reisa nýtt hverfi að Keldum.
  • Framsókn styður uppbyggingu leigumarkaðar í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög.
  • Framsókn vill eyða biðlistum eftir búsetuúrræðum fyrir fólk með fötlun.
  • Framsókn vill byggja fleiri þjónustukjarna fyrir eldra fólk. 
  • Framsókn vill auka skilvirkni og gagnsæi í stjórnsýslu borgarinnar til að hraða framkvæmdum.

     

Breytum í samgöngumálum

  • Framsókn vill að samgöngur í borginni séu skilvirkar og öruggar fyrir alla fararmáta.
  • Framsókn vill tryggja framgang Samgöngusáttmálans.
  • Framsókn vill öfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu.
  • Framsókn vill öfluga uppbyggingu hjóla- og göngustíga og styður deilihagkerfi í samgöngum.
  • Framsókn vill flýta Sundabraut. 
  • Framsókn vill endurvekja næturstrætó. 

Breytum fyrir börnin

  • Framsókn vill stýra Reykjavík út frá hagsmunum barna og hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur.  
  • Framsókn vill að börn í grunn- og framhaldsskóla fái ókeypis í strætó.
  • Framsókn vill að börn yngri en 18 ára fái ókeypis í sund. 
  • Framsókn vill bæta skóla borgarinnar með því að tryggja grunnstoðir eins og húsnæði, faglegt starf, heilnæman skólamat og öryggi.
  • Framsókn vill eyða biðlistum eftir leikskólaplássum og auka sveigjanleika í opnunartíma án þess að lengja skóladag barna.
  • Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið. 
  • Framsókn vill innleiða farsældarlögin í allt starf borgarinnar og tryggja aðgengi barna að snemmtækri íhlutun.
  • Framsókn vill gera samskipti barnafjölskyldna við stjórnsýslu borgarinnar skilvirkari.
  • Framsókn vill öfluga uppbyggingu íþróttamannvirkja í öllum hverfum borgarinnar.
  • Framsókn vill efla félagsmiðstöðvar og starfsemi ungmennahúsa.

     

Breytum rétt

  • Framsókn vill auka samvinnu í borgarstjórn og vera til fyrirmyndar um að efla traust meðal borgarbúa með framgöngu sinni og forystu.
  • Framsókn þjónar borgarbúum með það að leiðarljósi að efla samvinnu og vellíðan í borginni.
  • Framsókn vill hlúa að fjölmenningarsamfélaginu þar sem fólki líður vel og tilheyrir í hverfum sínum en einnig borginni sem heild. 
  • Framsókn vill tryggja jafnrétti allra kynja og stuðla að hinseginvænni borg. 
  • Framsókn vill tryggja rétt fatlaðra til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar í samfélaginu. 
  • Framsókn vill taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast í samfélaginu. 
  • Framsókn vill tryggja úrræði fyrir heimilislaust fólk.

     

Breytum umhverfinu

  • Framsókn vill að Reykjavík sé leiðandi á landsvísu í málefnum hringrásarhagkerfisins.
  • Framsókn vill hreina borg þar sem stígar eru ruddir og götur hreinsaðar. 
  • Framsókn vill að skipulagsmál styðji við minnkun kolefnisfótspors. 
  • Framsókn vill hvetja til matjurtaræktunar í hverfum borgarinnar.
  • Framsókn vill að 15-mínútna hverfi sé þungamiðja skipulags.
  • Framsókn vill kolefnishlutlausa borg 2040
  • Framsókn vill að hlúð sé að grænum svæðum og bæta aðstöðu fyrir almenning.

     

Breytum fyrir atvinnulífið

    • Reykjavík á að vera höfuðborg atvinnulífs í landinu. 
    • Framsókn vill lækka fasteignagjöld á fyrirtæki og útvega lóðir undir atvinnurekstur.
  • Framsókn vill styðja við uppbyggingu nýsköpunar- og vísindasamfélagsins í Vatnsmýri. 
  • Framsókn vill styðja við frumkvöðla-, nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki innan borgarmarkanna. 
  • Reykjavík á að tryggja fyrirtækjum góð skilyrði til að þrífast í borginni og stjórnsýsla þarf að vera skilvirk. 
  • Framsókn vill styrkja stöðu Reykjavíkur sem ferðamannastaðar á heimsmælikvarða.

     

Breytum öryggismálum

  • Framsókn vill auka öryggi íbúa með auknu samstarfi við lögreglu innan hverfa.
  • Framsókn vill tryggja að miðbærinn sé öruggur staður að degi sem nóttu og að skemmtanalíf raski ekki lífsgæðum íbúa þar. 
  • Framsókn leggur áherslu á að Reykjavíkurborg tryggi netöryggi í innra starfi og þar sem unnið er með upplýsingar um íbúa.

     

Breytum vinnustaðnum Reykjavíkurborg

  • Tryggja verður að Reykjavíkurborg sé eftirsóttur vinnustaður.
  • Framsókn vill að forysta innan borgarinnar verði efld.
  • Framsókn vill að þjónusta við íbúa sé ávallt í fyrsta sæti og stjórnskipulag og ferlar séu í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti.
  • Framsókn vill að fólki líði vel í vinnu hjá borginni og sé stolt af starfi sínu og að það endurspeglist í þjónustu við íbúa.

     

Breytum mannlífinu 

  • Framsókn vill efla menningarstarf í borginni
  • Framsókn vill efla bókasöfn sem menningarmiðstöðvar í öllum hverfum
  • Framsókn vill stuðla að fjölbreyttum tækifærum fyrir ungt fólk. 
  • Framsókn vill efla menningar- og listahátíðir í Reykjavík
  • Framsókn vill skoða það að byggja yfir Austurstræti og skapa skemmtilega borgarstemningu allt árið þar sem veitingastaðir geta fært þjónustu sína út á götu. 
  • Framsókn vill byggja vetraríþróttamiðstöð Íslands í Bláfjöllum.
  • Framsókn vill að þjóðarleikvangar og þjóðarhöll rísi í Reykjavík.  

Breytum fyrir eldra fólk

  • Framsókn vill að það sé gott að eldast í Reykjavík.
  • Framsókn vill bæta akstursþjónustu eldra fólks. 
  • Framsókn vill auka og bæta úrræði og stuðning við eldra fólk þannig að það geti búið sem lengst heima. 
  • Framsókn vill fjölga valkostum í matarþjónustu fyrir eldra fólk. 
  • Framsókn hvetur  hjúkrunarheimili á vegum Reykjavíkurborgar til að tileinka sér hugmyndafræði Eden-stefnunnar. 
  • Framsókn vill stórefla heilsueflingu fyrir eldri borgara. 
  • Framsókn vill efla stafræna hæfni eldra fólks með áherslu á notkun rafrænna skilríkja.

Framboðslistinn

1. Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
2. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
3. Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
4. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
5. Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
6. Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
7. Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
8. Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona
9. Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur
10. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður
11. Ásrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona og hönnuður
12. Tetiana Viktoríudóttir, leikskólakennari
13. Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
14. Jón Eggert Víðisson, teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg
15. Berglind Bragadóttir, kynningarstjóri
16. Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og þjónustustjóri
17. Inga Þyrí Kjartansdóttir, f.v. framkvæmdastjóri
18. Griselia Gíslason, matráður
19. Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður
20. Gísli Jónatansson, f.v. kaupfélagsstjóri
21. Jón Ingi Gíslason, grunnskólakennari
22. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, fíkniráðgjafi og markþjálfi hjá Hlaðgerðarkoti
23. Ágúst Guðjónsson, laganemi
24. Birgitta Birgisdóttir, háskólanemi
25. Guðjón Þór Jósefsson, laganemi
26. Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
27. Hinrik Bergs, eðlisfræðingur
28. Andriy Lifanov, vélvirki
29. Björn Ívar Björnsson, hagfræðingur
30. Gerður Hauksdóttir, skrifstofustjóri
31. Bragi Ingólfsson, efnafræðingur
32. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, f.v. kaupmaður
33. Ingvar Andri Magnússon, laganemi og fyrrum ólympíufari ungmenna í golfi
34. Sandra Óskarsdóttir, grunnskólakennari
35. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
36. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknanemi
37. Ívar Orri Aronsson, stjórnmálafræðingur
38. Jóhanna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
39. Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaður
40. Halldór Bachman, kynningarstjóri
41. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur
42. Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður
43. Níels Árni Lund, f.v. skrifstofustjóri
44. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
45. Jóna Björg Sætran, f.v. Varaborgarfulltrúi, M.ed. og PCC markþjálfi
46. Sigrún Magnúsdóttir, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi.