Múlaþing
04/05/2022
Múlaþing04/05/2022
Múlaþing02/05/2022
Fólkið í MúlaþingiJónína Brynjólfsdóttir leiðir lista Framsóknar til kosninga í vor. Hún er viðskiptalögfræðingur og með MLM gráðu í forystu og stjórnun. Hún er frá Reykjavík en hefur búið á Egilsstöðum í að verða 14 ár.
Jónína hefur áralanga reynslu af félags- og stjórnmálastörfum og er nú varafulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings, varaformaður umhverfis- og framkvæmdaráðs og ritari stjórnar HEF veitna.
Jónínu má lýsa sem hressri týpu sem er snögg til, með svokallaða „“strax” veiki þar sem hún gengur í málin og vinnur verkin sem þarf að vinna, er svakalega skipulögð og kann á ótrúlegustu forrit og öpp sem hjálpa manni að skipuleggja sig. Hún hefur gríðarlega gaman af félagsstörfum og nærist af samveru við fólk.
“Ég er gríðarlega stolt að tilheyra þessum flotta hópi frambjóðanda og mér er mikill heiður að leiða listann. Ég met lífsgæði okkar hér í Múlaþingi mikils og sé heilmörg tækifæri fyrir okkar nýja sveitarfélag á næsta kjörtímabili.”
Vilhjálmur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi á Hánefsstöðum í Seyðisfirði skipar 2. sæti. Hann skipaði 2. sætið einnig fyrir sveitarstjórnarkosningar við stofnun Múlaþings árið 2020 og hefur því setið í sveitarstjórn, byggðaráði og heimastjórn Fljótsdalshéraðs á yfirstandandi kjörtímabili. Hann starfar einnig við búskap á Hánefsstöðum.
“Nýlega voru kynntar tillögur Vegagerðarinnar um leiðarval að og frá Fjarðarheiðargöngum á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði og áform hafa verið um útboð í Fjarðarheiðargöng í haust. Undirbúningur framkvæmda við Axarveg er langt kominn og framkvæmdir standa yfir við Borgarfjarðarveg. Allt er þetta árangur langrar baráttu sem fylgt hefur verið eftir með auknum slagkrafti af hálfu sveitarstjórnar í sameinuðu Múlaþingi. Einnig hefur verið unnið að bættum samgöngum víðar innan sveitarfélagsins og meiri nýtingu Egilsstaðaflugvallar og uppbyggingu í höfnum sveitarfélagsins.
Traustur fjárhagur er mikilvægur bakhjarl góðrar þjónustu og nauðsynlegrar uppbyggingar traustra innviða. Þrátt fyrir ágjöf vegna heimsfaraldurs hefur ekki verið slegið af hvað varðar framboð þjónustu, reyndar heldur bætt í, og sama gildir um fjárfestingar í innviðum eins og lagt var upp með í áætlunum fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Í fjárhagsáætlun samstæðu Múlaþings 2022 – 2025 er gert ráð fyrir nokkuð góðu jafnvægi þrátt fyrir umtalsverðar fjárfestingar.
Það skiptir máli að nýta hvert tækifæri til að sækja ný verkefni og stuðla að hvers konar atvinnuuppbyggingu og framförum sem efla samfélagið. Á sama tíma er þó mikilvægt að gæta að sjálfbærni í víðum skilningi, gera sér grein fyrir jákvæðum og neikvæðum áhrifum á loftslag, náttúru og samfélag, ganga fram með ábyrgum hætti og setja fram viðeigandi mótvægisaðgerðir. Aukin tækifæri til menntunar í nærsamfélagi skipta miklu máli og mikilvægt er að fylgja eftir þeirri uppbyggingu háskólanáms sem unnið hefur verið að af sveitarstjórn undanfarin ár.
Með tilkomu Múlaþings voru innleiddar nýjungar hvað varðar stjórnsýslu sveitarfélaga, svo sem með tilkomu heimastjórna, sem hafa gefist vel og verið góð tenging við viðkomandi byggðir. Þessar breytingar hafa haft jákvæð áhrif á virkni íbúa og áhuga á málefnum nærsamfélagsins. Einnig hefur vel tekist til með rafrænar lausnir hvað fjarfundi varðar sem jafnar aðstöðu íbúa í víðfemu sveitarfélagi til að taka þátt í störfum á vettvangi þess. Góð samvinna og samstarf hefur verið í sveitarstjórn sem hefur gert starfið árangursríkt og ánægjulegt og megi svo verða áfram.
Starf í sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi hefur verið áhugavert, krefjandi og gefandi og ég gef áfram kost á mér til starfa fyrir Múlaþing til að vinna að uppbyggingu og margvíslegum framförum til að bæta búsetuskilyrði í eftirsóknarverðu sveitarfélagi”.
Björg Eyþórsdóttir skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Múlaþingi. Hún er 33 ára hjúkrunarfræðingur með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu og með mastersgráðu í heilbrigðisvísindum í vinnslu. Björg ólst upp á Egilsstöðum og flutti þangað aftur fyrir 4 árum ásamt eiginmanni og fjórum sonum, eftir að hafa búið í Kaupmannahöfn og á höfuðborgarsvæðinu við nám, leik og störf. Það var mikið gæfuspor og hér líður þeim öllum ákaflega vel.
Björg hefur alltaf haft mikinn áhuga á félagsmálum og tekið þátt í ýmsum verkefnum frá unga aldri. Framan af var hún þátttakandi í nemendaráðum, málfundafélögum og pólitískum hreyfingum ungra. En svo seinna í forvarnarfélagi, foreldrafélögum auk þess sem hún skipaði 15. sæti á lista Framsóknar á Fljótsdalshéraði fyrir sveitastjórnakosningar 2010 og 18. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 2014. Björgu er best lýst sem skipulagðri og samviskusamri með dass af fullkomnunaráráttu sem í daglegu lífi getur auðvitað bæði þvælst fyrir eins og að hjálpa til.
“Ég hef brennandi áhuga á að gera samfélagið aðeins betra en það var í gær og þykir það sannur heiður að fá tækifæri til að gefa kost á mér í störf fyrir sveitarfélagið okkar. Verandi heilbrigðisstarfsmaður eru þau mál mér hugleikin og þá sérstaklega jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Landsbyggðin á að njóta sömu réttinda og höfuðborgarsvæðið þegar kemur að sérfræðiþjónustu og almennri bráðaþjónustu og það er svo sannarlega sóknarfæri í því að skoða þessi mál með gagnrýnum hug. Í Múlaþingi er dásamlegt að búa og forréttindi að fá að búa hér og ala börnin sín upp við þær aðstæður sem sveitarfélagið okkar býður uppá. Lengi má þó gott bæta og möguleikarnir eru endalausir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt að byggja upp öruggt og hvetjandi umhverfi fyrir börn og ungt fólk. Þau eru framtíðin og þau drífa samfélagið áfram í átt að einhverju stórkostlegu”.
Eiður Gísli Guðmundsson skipar 4. sæti lista Framsóknar í Múlaþingi. Hann er búsettur á Lindarbrekku 1í Berufirði, giftur Bergþóru Valgeirsdóttur og saman eiga þau þrjár dætur. Eiður er sauðfjárbóndi og hreindýraleiðsögumaður og hefur verið formaður sauðfjárbænda á suðurfjörðum.
“Ég hef mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum og að mínu mati eru samgöngubætur og uppbygging í sveitarfélaginu það sem skiptir okkur mestu máli.”
Guðmundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Múlaþingi. Hann er einn af þeim fjölmörgu Stöðfirðingum sem býr á Egilsstöðum.
“Ég man þegar ég var lítill hvað ég þoldi ekki að fara uppí Hérað, Höttur vann okkur alltaf í fótbolta og það var grautfúlt að keyra heim. Staðan núna er hins vegar sú að ég hef búið lengur á Egilsstöðum en í heimabæ mínum, einfaldlega af því mér líður hvergi betur – hér ætla ég að verða gamall og hef alltaf sagt.”
Guðmundur er lærður málarameistari og starfaði sem málari í yfir 20 ár en starfar núna sem eldvarnareftirlitsmaður hjá Slökkviliði Múlaþings. Hann er virkur í félagsstörfum og hefur setið í ráðum innan Fljótsdalshéraðs, og síðar Múlaþingi, síðastliðin 8 ár – þá helst tengt íþróttum, félags- og fræðslumálum.
“Ég er í sambúð og eigum við saman tvö dásamleg börn sem elska að alast upp í því umhverfi sem við höfum uppá að bjóða í Múlaþingi. Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta í þeim störfum sem ég hef gegnt og reynt að sinna verkefnunum sem mér eru færð eins vel og ég get – og mun halda því áfram ótrauður”.
Alda Ósk Harðardóttir skipar 6.sæti á lista Framsóknar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar í Múlaþingi. Hún er fædd og uppalin á Egilsstöðum og hefur undanfarin 15 ár starfað sem snyrtifræðingur á eigin stofu. Eiginmaður hennar er Kristmundur Dagsson sem einnig er sjálfstæður atvinnurekandi. Saman eiga þau 3 börn, 14 ára, 9 ára og 2 ára.
Alda hóf afskipti af sveitastjórnarmálum árið 2014 og sat sem aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd 2014-2018, var varamaður í fræðslunefnd 2018-2020 og aðalmaður í fjölskylduráði 2020-2022.
„Það skiptir miklu máli að styðja við þá uppbyggingu sem orðið hefur í framhaldi af sameiningunni okkar í Múlaþing, því það eru forréttindi að búa hér. Hér ríkir náungakærleikur sem er sterkt afl og kemur til vegna þess að við erum lítið samfélag en með stórt hjarta.
Við þurfum að auka atvinnumöguleika okkar í Múlaþingi ásamt því að leita leiða til að efla nýsköpun. Það þarf að tryggja að ungt fólk geti snúið aftur heim eftir nám, því með fleiri störfum skapast meiri tekjur til að byggja upp samfélag sem verður ennþá eftirsóknarverðara að búa í. Ég vil leggja mitt af mörkum við að betrumbæta okkar samfélag.“
Þórey Birna Jónsdóttir starfar sem umsjóna- og sérkennari í Brúarásskóla. Hún er fædd árið 1983 og sleit barnsskónum á Borgarfirði eystra, hljóp af sér hornin í Menntaskólanum á Egilsstöðum og lauk B.Ed. prófi í leikskólafræði frá háskólanum á Akureyri.
Eiginmaður hennar er Sigmar Daði Viðarsson og eiga þau 2 börn. Þau keyptu jörðina Hrafnabjörg 1 fyrir tveimur árum og búa þar sauðfjárbúi með um 400 kindur. Þar áður höfðu þau búið á Egilsstöðum og í Fellabæ, samfleytt á Fljótsdalshéraði síðan 2008.
“Ég hef kennt í öllum leikskólum á Fljótsdalshéraði ásamt Fellaskóla og nú Brúarási. Ég hef átt barn í öllum grunnskólum á Fljótsdalshéraði og mér eru menntamál í Múlaþingi mjög hugleikin. Það er mér hjartans mál að skólar Múlaþings fái að dafna í þeirri mynd sem þeir eru, að þeir fái að starfa saman þannig að það sé þeim til framgangs og hagsældar. Við þurfum að vera djörf í framgangi hvað varðar tækni og þróun og koma okkur út úr því að hver og einn skóli eigi þau tæki og þann búnað sem hann þarfnast heldur að koma upp gagnabankasafni þar sem skólar, félagsmiðstöðvar og jafnvel fleiri geta fengið lánaðan búnað til skemmri tíma. Einnig eru mér málefni dreifbýlisins ofarlega í huga og ber þar helst sorphirðan og vetrarþjónustan á vegum í dreifbýlinu sérstaklega þar sem skólabílar fara um með börnin okkar.”
Þórey Birna hefur nokkrum sinnum tekið sæti á lista Framsóknarflokksins bæði í sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningum. Hún segir það skemmtilega og gefandi reynslu í hvert sinn með ólíku fólki sem er tilbúið til að gefa mikið af sér fyrir málstaðinn.
“Ég hlakka til komandi kosninga og vona að ég geti látið gott af mér leiða í starfi Framsóknarflokksins í Múlaþingi.”
Einar Tómas Björnsson er í áttunda sæti á lista Framsóknar fyrir komandi sveitastjórnakosningar. Hann er uppalinn á Stöðvarfirði en er búsettur á Egilsstöðum og starfar sem leiðtogi í málmvinnslu hjá Alcoa Fjarðaáli.
Hann er kvæntur Berglindi Kjartansdóttur smíðakennara, saman eiga þau tvo börn en fyrir á Einar Tómas dóttur úr fyrra sambandi.
Hann var í 8.sæti á lista Framsóknar á Fljótsdalshéraði í sveitastjórnakosningunum árið 2018 og var í jafnréttisnefnd á Fljótsdalshéraði 2018-2020. Hann hefur mikinn áhuga á því að láta gott af sér leiða og hefur verið framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar Stöð í Stöð á Stöðvarfirði frá árinu 2016. Einar Tómas er mikill fjölskyldumaður og finnst fátt betra en að vera í faðmi fjölskyldunnar.
„Mér finnst gaman að takast á við nýjar áskoranir og vil taka þátt í því að gera gott samfélag enn betra”.
02/05/2022
MúlaþingTilgangur sveitarfélags er að veita íbúum sínum þjónustu. Innan stofnana sveitarfélagsins eigum við gríðarlegan mannauð sem við treystum fyrir öllu því sem okkur er kærast. Starfsfólkið okkar bregst ekki ef við bregðumst því ekki og við þurfum að gera allt sem við getum til að búa því eins góðar starfsaðstæður og framast er unnt, hlusta á raddir þess og nýta þekkingu þess þegar við mótum stefnu fyrir sveitarfélagið. Það er okkar ábyrgð sem kjörinna fulltrúa. Þannig verður stefnan best, þannig veitum við bestu þjónustuna og þannig náum við mestum árangri.
Traustur fjárhagur er lykillinn að farsælum rekstri sveitarfélags. Við höfum til að bera þá reynslu og þekkingu sem þarf til að stýra fjármálum sveitarfélagsins af ábyrgð. Með því að sýna skynsemi í rekstri munum við geta fjárfest í tímabæru viðhaldi og uppbyggingu húsnæða sveitarfélagsins.
Áætlanir gera ráð fyrir stórtækum innviða framkvæmdum víðsvegar um sveitarfélagið á vegum HEF – veitna. Mikilvægt er að unnið sé að þeim verkefnum af metnaði og seglu enda vitum við öll hvað aðgengi að köldu vatni, heitu vatni og frárennslismál skipta okkur miklu máli fyrir alla þéttbýliskjarna
Það skiptir máli hver stjórnar og það vitum við einna best þar sem hér er á áætlun heilsársvegur um Öxi auk þess sem framkvæmdir eru að hefjast við Fjarðarheiðargöng. Það er okkar hlutverk að halda því þétt að ríkisvaldinu að tryggja að ekkert raski þeim áætlunum, enda eru samgönguinnviðir okkar lífæð.
Nú þegar heimsfaraldur er yfir genginn er mikilvægt að við styrkjum heimastjórnir í samtali við íbúa. Heimastjórnir gegna lykilhlutverki í stjórnkerfinu og því er okkur mikilvægt gefa okkur tíma til að þróa þeirra verkefni og samtal við íbúa á næsta kjörtímabili.
Góðir hlutir gerast þegar skipulagið er gott og það gildir sérstaklega um sveitarfélög. Við höfum verið að stórefla skipulagssvið sveitarfélagsins svo við getum betur mótað framtíð þess í gegnum vandað aðalskipulag.
Á næsta kjörtímabili er nauðsynlegt að ráðast í gerðar aðalskipulags fyrir sveitarfélagið en það er mikilvægasta stefnumótunin sem sveitarfélög fara í. Stefnan verður að endurspegla þær áskoranir og tækifæri sem við okkur blasa. Framsækið skipulag sem hefur að leiðarljósi vellíðan íbúa, styrkingu svæðisins og sterkri framtíðarsýn. Skipulag sem unnið verði með íbúum.
Mikilvægt er að leita leiða til að létta á þrýstingi á fasteignamarkaði með því að tryggja nægar lóðir og hafa hvata til þess að hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við sem sveitarfélag erum í samkeppni við önnur svæði til byggingar húsnæða og því mikilvægt að sýna vilja í verki til að flýta uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eins og hægt er
Við náum mestum árangri þegar við vinnum saman milli svæða innan sveitarfélagsins. Það verður að vera okkur leiðarljós að stuðla að aukinni verðmætasköpun innan sveitarfélagsins.
Við vitum það að atvinnumál hafa gjörbreyst síðan störf án staðsetninga fór að raungerast en betur má ef duga skal og er mikilvægt að vera með vökult auga fyrir því að styrkja enn stoðir atvinnulífsins. Hafa skal þó í huga að sátt sé um alla þá atvinnustarfsemi sem sé rekin í sveitarfélaginu. Við sem samfélag viljum að hér sé næg og fjölbreytt atvinnustarfsemi.
Við þurfum að endurspegla þann kraft sem einkennir menningarlíf á Austurlandi, efla það enda er það okkur sem samfélagi til góða. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að menningu, styrkja við menningarlæsi og menningar þátttöku okkar íbúa á öllum aldri. Öflugt menningarlíf er einnig mikilvægur þáttur í að bjóða gesti okkar velkomna.
Metnaðarfull menningarstefna er það sem sveitarfélagið þarf að ráðast í á næsta kjörtímabili enda mikilvægt að við hugum sífellt að menningu og tryggjum okkar menningarstofnunum bestu skilyrði svo þau blómstri áfram.
Dreifbýli sveitarfélagsins er það sem tengir byggðakjarna þess saman og sveitarfélagið getur ekki blómstrað nema íbúum þess alls sé sinnt af metnaði. Okkar fólk þekkir aðstæður og er tilbúið að standa með dreifbýlinu, rétt eins og þéttbýlinu. Það þarf að bæta vetrarþjónustu á vegum, sem tryggir öryggi íbúa og auðveldar íbúum dreifbýlisins, ungum sem öldnum, að sækja tómstundastarf, atvinnu og þjónustu í öfluga byggðakjarna. Leggja þarf ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um sveitir og ýta á eftir um bætt farsímasamband heima á bæjum. Þó þessi mál séu ekki öll í valdi sveitarfélagsins skiptir máli að sveitarstjórnarfólk beiti sér gagnvart þeim.
Við höfum flott landbúnaðarhérað sem þarf að koma betur á framfæri með kynningu til dæmis.
það þarf að kynna betur vörur framleiddar í sveitarfélaginu og stuðla að auknu hringrásarhagkerfi.
Mikilvægt er að nálgast áskoranir dreifbýlisins með heildrænum hætti út frá þörfum þeirra í mismunandi málaflokkum sveitarfélagsins.
Fjölbreytileiki þarf að vera leiðarstef. Við tökum okkar bestu ákvarðanir þegar við hlýðum á ólíkar raddir og tökum tillit til ólíkra sjónarmiða. Þar eiga allir að eiga sína rödd óháð aldri, kyni, uppruna eða nokkru því sem greinir okkur í sundur. Samfélögin okkar eru ólík og stofnanirnar okkar og fólkið sömuleiðis, með eigin hefðir, venjur og áherslur. Þetta gerir sveitarfélagið okkar litríkt og líflegt. Við þurfum að hafa kjark til að þora að prófa ólíkar leiðir svo hver og einn staður, stofnun og einstaklingur fái að blómstra með sínu lagi, okkur öllum til hagsbóta.
Við hlúum að börnunum okkar í skóla og leikskóla með því að gefa skólunum okkar það færi og þau verkfæri sem þarf til við séum í fararbroddi í menntamálum. Mikilvægt er að fara í viðhald og framkvæmdir í grunnskólunum okkar og ótrauð þurfum við að halda áfram uppbyggingu leikskólahúsnæðis því góð aðstaða fyrir börn og ungmenni gerir sveitarfélagið aðlaðandi fyrir fjölskyldur að setjast hér að.
Heilsueflandi samfélag og Cittaslow verkefnin eru góð verkefni sem við eigum að nýta okkur við framþróun í okkar sveitarfélagi með ýmsum leiðum og dáðum. Raddir okkar íbúa í gegnum öldungaráð, ungmennaráð og samráðshópur um málefni fatlaðs fólks eru okkur kjörnum fulltrúum mikilvægt
Uppbygging íþróttamannvirkja og stuðningur við verkefni íþróttahreyfingarinnar eru samfélagslega mikilvæg. Styðja þarf við þróun á íþróttastarfi enda ríki um það sátt innan íþróttahreyfingarinnar. Forgangsraða þarf fjárfestingum í íþróttamannirkjum og greina þarfir til uppbyggingar íþróttamannvirkja innan sveitarfélagsins og Austurlands alls.
02/05/2022
Garðabær02/05/2022
Reykjavík
Varaborgarfulltrúar Framsóknar
Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona
Smellið hér til að fara á heimasíðu Framsókn í Reykjavík
Breytum í húsnæðismálum.
Breytum í samgöngumálum
Breytum fyrir börnin
Breytum rétt
Breytum umhverfinu
Breytum fyrir atvinnulífið
Breytum öryggismálum
Breytum vinnustaðnum Reykjavíkurborg
Breytum mannlífinu
Breytum fyrir eldra fólk
1. Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
2. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
3. Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
4. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
5. Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
6. Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
7. Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
8. Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona
9. Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur
10. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður
11. Ásrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona og hönnuður
12. Tetiana Viktoríudóttir, leikskólakennari
13. Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
14. Jón Eggert Víðisson, teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg
15. Berglind Bragadóttir, kynningarstjóri
16. Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og þjónustustjóri
17. Inga Þyrí Kjartansdóttir, f.v. framkvæmdastjóri
18. Griselia Gíslason, matráður
19. Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður
20. Gísli Jónatansson, f.v. kaupfélagsstjóri
21. Jón Ingi Gíslason, grunnskólakennari
22. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, fíkniráðgjafi og markþjálfi hjá Hlaðgerðarkoti
23. Ágúst Guðjónsson, laganemi
24. Birgitta Birgisdóttir, háskólanemi
25. Guðjón Þór Jósefsson, laganemi
26. Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
27. Hinrik Bergs, eðlisfræðingur
28. Andriy Lifanov, vélvirki
29. Björn Ívar Björnsson, hagfræðingur
30. Gerður Hauksdóttir, skrifstofustjóri
31. Bragi Ingólfsson, efnafræðingur
32. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, f.v. kaupmaður
33. Ingvar Andri Magnússon, laganemi og fyrrum ólympíufari ungmenna í golfi
34. Sandra Óskarsdóttir, grunnskólakennari
35. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
36. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknanemi
37. Ívar Orri Aronsson, stjórnmálafræðingur
38. Jóhanna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
39. Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaður
40. Halldór Bachman, kynningarstjóri
41. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur
42. Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður
43. Níels Árni Lund, f.v. skrifstofustjóri
44. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
45. Jóna Björg Sætran, f.v. Varaborgarfulltrúi, M.ed. og PCC markþjálfi
46. Sigrún Magnúsdóttir, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi.
30/04/2022
Hveragerðisbær
07/02/2022
Hafnarfjörður til framtíðarMarkvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt. Í upphafi kjörtímabils var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hækkaður verulega og nýjum systkinaafslætti var komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Þar viljum við í Framsókn stíga enn frekari skref á næsta kjörtímabili og halda áfram á þeirri vegferð að lækka kostnað fjölskyldufólks með skynsamlegum hætti og um leið tryggja og treysta þjónustu við íbúa hér í bæ, unga sem aldna.
Kröftug uppbygging íbúðarhúsnæðis er nú hafin víðs vegar um bæinn. Frá upphafi kjörtímabilsins hefur verið mikil uppbygging í Skarðshlíð og hefur kraftur uppbyggingarinnar aukist umtalsvert á undanförnu einu og hálfu ári. Íbúðir í Hamranesi, sem er okkar nýjasta byggingarland, eru nú byrjaðar að rísa en þar verða um 1700 íbúðir þegar hverfið verður að fullu byggt með öllum nauðsynlegum innviðum sem fylgja uppbyggingu nýrra hverfa.
Samhliða uppbyggingu á nýjum byggingarsvæðum hefur þéttingu byggðar miðað vel áfram. Þar má nefna að framkvæmdir eru hafnar á Dvergsreitnum svokallaða, Hrauntungu, Stekkjarbergi og við Hjallabraut. Hús eru eru byrjuð að rísa á Dvergsreitnum, Hrauntungu og Stekkjarbergi og þá er jarðvegsvinna í fullum gangi við Hjallabraut. Lóðarhafar áætla að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum í Hraunum vestur-Gjótur, en þar liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir auk verslunar og þjónustu. Deiliskipulag fyrir Ásland 4 hefur verið afgreitt úr skipulags- og byggingarráði, en þar má gera ráð fyrir um 500 íbúðum í heildina; mest sérbýli í bland við lítil fjölbýlishús.
Það er ánægjulegt að segja frá því að mikil ásókn hefur verið í atvinnuhúsalóðir sem rokið hafa út á kjörtímabilinu. Þá hafa jafnframt stór og öflug fyrirtæki ákveðið að reisa höfuðstöðvar sínar í bæjarfélaginu, og má þar nefna fyrirtæki eins og Icelandair sem vinnur nú að því að flytja alla sína starfsemi til Hafnafjarðar. Það er ekkert launungarmál að slík fyrirtæki skila miklum tekjum til bæjarfélagsins, bæði beinum og óbeinum.
Nýr Tækniskóli mun rísa á Suðurhöfninni og ég vil leyfa mér að segja það hreint út að sá áfangi og sú ákvörðun sé ein sú stærsta á kjörtímabilinu. Hér er um að ræða gríðarstóra framkvæmd sem mun hafa jákvæð áhrif á bæjarfélagið allt; styrkja og styðja við miðbæinn okkar og þá starfsemi sem fyrir er. Framkvæmdin kemur einnig til með að efla og styðja enn frekar við þá miklu uppbyggingu sem fram undan er á Óseyrarsvæðinu og við Flensborgarhöfn.
Verkefni sem þessi eru af þeirri stærðargráðu að þau klárast ekki á einum degi, eða jafnvel á einu kjörtímabili. Hér er um að ræða samvinnuverkefni ríkis, sveitarfélags og einkaaðila. Grunnurinn hefur hins vegar verið lagður og nú þarf að halda áfram veginn, vera með augun á boltanum eins og sagt er og fylgja málum vel eftir. Þetta er spennandi verkefni fyrir Hafnarfjörð og íbúa bæjarfélagsins.
Miðbærinn okkar mun einnig taka jákvæðum breytingum á næstu árum. Þar má nefna tvær samþykktar deiliskipulagstillögur, annars vegar stækkun Fjarðar og hins vegar reit 1 sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Tillögurnar gera það að verkum að verslunar- og veitingarrýmum mun fjölga umtalsvert í miðbænum á næstu árum, sem mun bæta við þá líflegu flóru verslana og veitingastaða sem fyrir eru í hjarta Hafnarfjarðar. Auk þess gera tillögurnar bæði ráð fyrir skynsamlegri blöndu hótelíbúða og nýrra íbúða. Allt ofangreint mun styðja við það sem fyrir er og gera miðbæ Hafnarfjarðar að enn eftirsóknarverðari stað til að sækja og reka verslun og þjónustu til framtíðar.
Í upphafi síðasta sumars var samþykkt að bæta 340 milljónum króna í framkvæmdir í bæjarfélaginu. Þar var sérstaklega horft til uppsafnaðar fjárfestingaþarfar á endurnýjun gangstétta í eldri hverfum bæjarins auk nauðsynlegs frágangs í þeim hverfum sem nýrri eru. Við sjáum það nú að þessum fjármunum var vel varið og átakið vel heppnað en merki þess sjást um allan bæ. Snyrtilegur og aðgengilegur bær fyrir alla á að vera okkar helsta keppikefli. Við þurfum að horfa heildstætt á þessi mál og tryggja að bærinn sé snyrtilegur og vel þrifinn; götur sópaðar, rusl tekið, grasblettir slegnir og götur mokaðar. Snyrtilegur og aðgengilegur bær er öruggur bær. Það er Hafnarfjörður og hann verður það áfram.
Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Greinin birtist á visir.is 5. febrúar 2022
08/06/2020
HveragerðisbærFrjáls með Framsókn leggja áherslu á málefni fjölskyldunnar í komandi kosningum. Það er okkur mikilvægt að skapa hér enn betra samfélag fyrir fjölskylduna með áherslum á umhverfismál, öryggi, íþrótta- og tómstundastarf.
Umhverfið
Öryggi
Íþrótta- og tómstundastarf
Byggjum upp enn fjölskylduvænna samfélag í Hveragerði!
Við hvetjum þig til að setja X við B í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn!
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skipar 2. sæti á framboðslista Frjálsra með Framsókn í Hveragerði.
Snorri Þorvaldsson, skipar 3. sæti á framboðslista Frjálsra með Framsókn í Hveragerði
* * *
Það er margsannað að hreyfing skiptir miklu máli þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Í 5. Kafla starfsmannastefnu Hveragerðisbæjar segir: „Andleg og líkamleg vellíðan starfsmanna er mikilvæg forsenda góðrar vinnu …“.
Frjáls með Framsókn vilja á næsta kjörtímabili koma á heilsueflandi styrk fyrir starfsfólk Hveragerðisbæjar. Til að byrja með fælist styrkurinn í því að starfsmenn Hveragerðisbæjar fái frítt í sund í Sundlauginna Laugaskarð.
Það er hverju fyrirtæki gríðarlega mikilvægt að hafa góðan mannauð og forsenda þess að halda uppi faglegu og metnaðarfullu starfi. Til að hafa góðan mannauð er mikilvægt að starfsfólki líði vel í vinnunni. Í 3. kafla starfsmannastefnu Hveragerðisbæjar segir: “Hveragerðisbær vill að starfsmenn fái notið hæfileika sinna í starfi.”
Við viljum einnig gera þá tilraun að stytta vinnuviku starfsfólks Hveragerðisbæjar um 3-4 klst. en það hefur reynst vel hjá Reykjavíkurborg. Það eykur starfsmannaánægju, bætt andleg og líkamleg líðan starfsmanna og veikindadögum. Þrátt fyrir styttri vinnutíma nær starfsfólkið að sinna verkefnum sínum til fulls. Þjónustan skerðist ekki við notendur.
Starfsmannastefna Hveragerðisbæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í október 2012 í henni kemur fram að hana eigi að endurskoða á 4 ára fresti. Frjáls með Framsókn leggja til að á næsta kjörtímabili verði farið í endurskoðun á starfsmannastefnunni með velferð starfsmannsins í huga. Hveragerðisbær er stærsti vinnuveitandi bæjarins sýnum því gott fordæmi og leggjum áherslu á að skapa hér sérstaklega fjölskylduvænt starfsumhverfi.
Hlúum vel að starfsfólkinu okkar, sköpum hér góðan vettvang þar sem fólki líkar vel að vinna, sé metnaðarfullt í starfi og hafi svigrúm til að huga vel að heilsunni. Þannig tryggjum við góða þjónustu til íbúa.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
greinarhöfundur er æskulýðsfulltrúi og skipar
2. sæti listans Frjáls með Framsókn í Hveragerði.
* * *
Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti 2010 að stofna unmennaráð í bænum. Í framhaldinu voru sjö fulltrúar skipaðir í ráðið, fjórir þeirra komu úr nemendaráði Grunnskólans og þrír valdir af menningar-, íþrótta- og frístundanefnd. Því miður hefur ungmennaráðið aldrei náð flugi og í samræðum mínum við bæjarbúa hefur komið í ljós að fæstir vita að ungmennaráð sé starfandi í bænum. Þessu þarf að breyta.
Í æskulýðslögum nr. 70/2007 er kveðið á um að sveitarfélög stofni ungmennaráð og eru þau hugsuð til að vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að ungt fólk hafi tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélagi sínu. Með þessu er m.a. komið til móts við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Ekki er gott að segja til um ástæður þess að ungmennráð Hveragerðisbæjar hafi ekki náð því flugi sem vonast var eftir. Ekki er nóg að stofnsetja ungmennaráð, fleira þarf að koma til. Getur verið að bæjarstjórn hafi ekki staðið sig nógu vel í að virkja ráðið og leita til þess með málefni sem snerta ungt fólk? Frjáls með Framsókn í Hveragerði telja svo vera og vilja virkja ungmennaráðið mun betur, til að ungmenni hafi þau áhrif sem þau eiga að hafa.
Frjáls með Framsókn í Hveragerði telja grundvöll ungmennaráðsins sé að ungt fólk hafi tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélagi sínu og fái tækifæri til að koma að ákvörðunum sem snerta líf þeirra. Til að svo megi verða viljum við halda t.d. árlega ungmennaþing, þar sem ungmenni bæjarins geti rætt og ályktað um þau mál sem helst brenna á þeim hverju sinni. Auk þess vilja Frjáls með Framsókn opna stjórnsýslu bæjarins á þann hátt að ungmennaráðið eigi áheyrnafulltrúa í flestum nefndum bæjarins, með málfrelsi og tillögurétti. Hver sá sem uppfyllir kröfur um setu í ungmennaráðinu getur boðið sig fram sem áheyrnafulltrúi og kosið með lýðræðislegum hætti á milli áhugasamra á ungmennaþinginu. Öflugt starf ungmennaráðsins eykur bæði ungmennalýðræði og íbúalýðræði, en til að svo verði er nauðsynlegt að bæjarstjórnin styðji vel við bakið á ungmennaráðinu og taki mark á því. Við teljum að ef virkni og áhrif ungmennaráðsins aukist, þá aukist áhugi ungmenna á starfinu og um leið verða áhrif þeirra meiri.
Garðar R. Árnason
Höfundur skipar 1. sæti Frjáls með Framsókn í Hveragerði.
Greinin birtist fyrst dfs.is 17. maí 2018.
* * *
Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði var samþykktur á félagsfundi sem fram fór á Hótel Örk á sumardaginn fyrsta 19. apríl.
Listann skipar öflugt fólk sem býr að fjölbreyttri menntun og reynslu úr atvinnulífinu, sem og breytt aldursbil.
Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi leiðir lista Frjálsra með Framsókn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, guðfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Snorri Þorvaldsson, lögreglunemi, fjórða sætið skipar Sæbjörg Lára Másdóttir, hjúkrunarfræðingur og fimmta sætið skipar Nína Kjartansdóttir, þroskaþjálfi.
Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði:
13/05/2020
Hafnarfjarðarkaupstaður
13/05/2020
Rangárþing EystraFramboðslisti B-lista Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinum Hvoli 17. mars 2018.
Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er oddvitaefni listans, annað sætið skipar Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri og sveitarstjórnarmaður og það þriðja Rafn Bergsson, bóndi.
Það er afstaða framboðsins að auglýst verði eftir sveitarstjóra að loknum kosningum. Fráfarandi sveitarstjóri, Ísólfur Gylfi Pálmason, hættir eftir átta farsæl ár.
Framboðslist Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra: