Categories
Greinar

Íbúar Hafnarfjarðar

Deila grein

08/05/2022

Íbúar Hafnarfjarðar

Síðustu fjögur ár hafa flogið áfram, verið skemmtileg og árangursrík. Það eru fyrst og fremst forréttindi að fá að starfa fyrir og í umboði bæjarbúa og ég er einlæglega þakklátur fyrir það traust sem mér og okkur var sýnt í kosningunum 2018. Ég hef lagt mig allan fram, er stoltur af verkum okkar og þá sérstaklega því að hafa lækkað álögur á fjölskyldufólk, fjárfest í fólki á öllum aldri og komið af stað kröfugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þetta verða verkefnin áfram og við leggjum spilin óhrædd á borð fyrir kjósendur.

Það er rétt sem sagt hefur verið; saman getum við gert meira og betur. Nú erum við á lokametrunum í þessari kosningabaráttu. Í mínum huga hefur hún heilt yfir verið skemmtileg og málefnaleg. Undanfarnar vikur og daga hafa frambjóðendur Framsóknar ferðast um bæinn, haldið fjölda viðburða og reynt eftir fremsta megni að hitta ykkur sem flest. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að hitta okkur; opna fyrirtæki ykkar, heimili og jafnvel stoppa á götum úti til að eiga við okkur samtal.

Stjórnmálamenn, núverandi og verðandi, hafa það meginverkefni að búa öllum samfélag til að blómstra í og nýta eigin styrk og hæfileika. Valdimar Víðisson, skólastjóri, stendur nú fremstur í stafni og leiðir öflugan hóp Framsóknar í Hafnarfirði. Valdimar er traustur og góður stjórnandi sem fær fólk með sér í lið. Eins og alvöru þjálfari og fyrirliði í senn. Hann er einlægur og sannur í því sem hann tekur sér fyrir hendur líkt og hann hefur sýnt í störfum sínum sem formaður fjölskylduráðs á kjörtímabilinu. Óhræddur við að hlusta á aðra og leitast sífellt eftir bestu mögulegu niðurstöðunni fyrir fólk og samfélagið í heild. Með samvinnu komumst við lengra. Við skulum ekki leita til þeirra sem boða byltingar, sundrung og löngu úrelta stefnu. Við skulum kjósa framfarir, skynsemi og samvinnu. Við skulum kjósa velferð og aukin lífsgæði. Við óskum eftir þínum stuðningi til góðra verka. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – XB.

Ágúst Bjarni Garðsson

Höfundur er fráfarandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 8. maí 2022.

Categories
Greinar

Samkeppnismál eru stórt efnahagsmál

Deila grein

29/04/2022

Samkeppnismál eru stórt efnahagsmál

Virk sam­keppni er einn af horn­stein­um efna­hags­legr­ar vel­gengni. Efna­hags­leg áhrif virkr­ar sam­keppni hafa verið rann­sökuð ít­ar­lega af fjöl­mörg­um hag­fræðing­um víðs veg­ar um heim­inn og meðal ann­ars hef­ur Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in OECD haldið vel utan um niður­stöður þeirra. Reynsl­an hef­ur sýnt að virk sam­keppni hef­ur hvetj­andi áhrif á fyr­ir­tæki til þess að auka skil­virkni og hag­kvæmni í rekstri sín­um, draga úr sóun og stuðla að bættri þjón­ustu fyr­ir viðskipta­vini sína. Í slíku um­hverfi kepp­ast fyr­ir­tæki einnig við að laða að sér hæf­asta mannauðinn með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á hag launa­fólks. Þá leiðir virk sam­keppni ótví­rætt til lægra vöru­verðs og auk­ins vöru­fram­boðs og heil­brigðari viðskipta­hátta til hags­bóta fyr­ir neyt­end­ur.

Hlut­verk stjórn­valda er að skapa skil­yrði fyr­ir virka sam­keppni. Stjórn­völd reglu­setja at­vinnu­lífið með ít­ar­leg­um hætti á hverju ári og hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja og neyt­enda eru dug­leg í að halda stjórn­völd­um við efnið. Slíkt aðhald er mik­il­vægt. Það þarf að huga sér­stak­lega vel að því við und­ir­bún­ing lög­gjaf­ar og annarr­ar reglu­setn­ing­ar at­vinnu­lífs­ins að áhrif regln­anna á at­vinnu­lífið, neyt­end­ur og skil­yrði fyr­ir virka sam­keppni séu met­in, og til þess nýtt meðal ann­ars hug­mynda­fræði OECD um sam­keppn­ismat. Í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar eru fjöl­marg­ar til­lög­ur til breyt­inga á gild­andi reglu­verki til að draga úr duld­um og lítt duld­um sam­keppn­is­hindr­un­um sem af því leiða og efla þannig sam­keppni.

Skil­virkni í eft­ir­liti með sam­keppni og starfs­hátt­um fyr­ir­tækja er mik­il­væg­ur þátt­ur í að tryggja að ábati sam­keppn­inn­ar skili sér til neyt­enda. Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram að stefnt skuli að sam­ein­ingu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og Neyt­enda­stofu og að kannaðir verði mögu­leik­ar á sam­ein­ingu við aðrar stofn­an­ir eft­ir at­vik­um sem get­ur aukið sam­legðaráhrif og skil­virkni í op­in­beru eft­ir­liti. Meg­in­mark­miðið er að styrkja sam­keppni inn­an­lands, tryggja stöðu neyt­enda bet­ur í nýju um­hverfi netviðskipta og efla alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs. Leiðbein­andi hlut­verk eft­ir­lits­stofn­ana verður skýrt til að tryggja betri eft­ir­fylgni.

Sam­keppn­is- og neyt­enda­mál eru kannski ekki fyrsta umræðuefnið á kaffi­stof­unni á hverj­um degi en þau breyta svo sann­ar­lega miklu fyr­ir dag­legt líf okk­ar. Sér í lagi á þeim tím­um sem við lif­um á um þess­ar mund­ir þar sem hrávöru­skort­ur og hækk­andi vöru­verð eru staðreynd um heim all­an. Við þurf­um ávallt að vera á tán­um og tryggja bestu mögu­legu um­gjörð utan um virka sam­keppni, sam­fé­lag­inu öllu til hags­bóta.

Ágúst Bjarni Garðsson, þingmaður Fram­sókn­ar og fyrsti vara­formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. apríl 2022.

Categories
Greinar

Varð­veitum söguna

Deila grein

27/04/2022

Varð­veitum söguna

Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni.

Nú rísa ný hverfi í Skarðshlíð og Hamranesi, auk þess sem stutt er í að lóðum verði úthlutað í Áslandi 4 og framkvæmdir þar hefjist af sama krafti og er annars staðar í bæjarfélaginu. Þetta eru okkar nýbyggingarsvæði, en samhliða uppbyggingu nýrra hverfa hefur þétting byggðar gegnið vel. Þétting byggðar þarf að haldast í hendur við uppbyggingu nýrra hverfa svo nýta megi þá innviði sem þegar eru til staðar enn betur. Hér getum við nefnt sérstaklega Dvergsreitinn, Hrauntungu, Hjallabraut og Stekkjarberg. Þar sjáum við nú hús rísa þar sem mikill metnaður er lagður í að halda í einkenni þeirra byggða sem umvefja ný hús sem munu styrkja og bæta hverfin í heild.

Við höfum lagt mikla áherslu á að vernda bæjarbraginn, styrkja og styðja við eldri byggðir ásamt því að efla miðbæinn. Það sjáum við sérstaklega tveimur samþykktum deiliskipulagstillögum; annars vegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og hins vegar reit sem afmarkast af Strandgötu, Reykjarvíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Hér má auk þess nefna rammaskipulag inn að Flensborgarhöfn og út á Óseyrarsvæðið. Sú byggð mun ýta undir blómlegt bæjarlíf og fjölbreytta þjónustu. Tilkoma Tækniskólans á Suðurhöfnina mun styðja við samfélagið allt hér í Hafnarfirði og öll önnur verkefni í nágrenni miðbæjarins.

Sérstakt áhugamál mitt var að endurreisa húsverndunarsjóð sem var hér við líði á árum áður. Það var gert í ár og er úthlutað úr sjóðnum samkvæmt tillögu Byggðasafns Hafnarfjarðar. Nýlegar var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti í langan tíma og fengu fimm aðilar úthlutað 2 milljónum króna til viðhalds og endurbóta á húsnæði. Þetta er liður í því að viðhalda og varðveita söguna og þau hús sem byggst hafa yfir langan tíma. Húsverndarsjóður er nú kominn til að vera og ég vona að okkur beri gæfa til, þvert á flokka, að styrkja hann enn frekar í framtíðinni.

Nýlega var Lífsgæðasetur St. Jó. opnað með formlegum hætti. Húsnæði gamla St. Jósefsspítala hefur nú loks fengið nýtt hlutverk og þær endurbætur sem húsnæðið á skilið. Húsnæði sem nú er komið aftur til vegs og virðingar. Ég veit að flest allir Hafnfirðingar hafa teningar við húsið með einhverjum hætti og hefur fundið dapurlegt að sjá húsið grotna niður á umliðnum árum. Þrátt fyrir miklar endurbætur og flókið verkefni hefur það gengið vel. Bæjarráð setti á fót sérstakan framkvæmdahóp um verkefnið og endurbæturnar sem undirritaður hefur leitt og átt sæti í ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Guðlaugu Kristjánsdóttur bæjarfulltrúa og starfsmönnum bæjarfélagsins. Það er gaman að segja frá því að góð samstaða hefur verið í hópnum og mikill einhugur um þetta mikilvæga verkefni. Það hefur birst í því að allar kostnaðaráætlanir hafa staðist og að nú hafa þrjár hæðir verið teknar í notkun sem hýsir fjölbreytta starfsemi sem er komin til að vera.

Ég er virkilega stoltur af þátttöku í þessu stóra verkefni og sjá að þetta fallega hús okkar taka á sig mynd, vera umgjörð fjölbreyttrar starfsemi sem bætir samfélagið okkar allt. Ég veit að amma mín heitin væri stolt af verkinu. Til hamingju öllsömul.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður framkvæmdahóps St. Jósefsspítala.

Greinin birtist fyrst á visir.is 27. apríl 2022.

Categories
Greinar

Um­bætur og fram­farir; ekkert plat

Deila grein

13/04/2022

Um­bætur og fram­farir; ekkert plat

Það styttist í sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi. Það verður því tvöföld spenna og gleði það laugardagskvöldið, en auk kosningakvölds fer úrslitakvöld Eurovision fram þar sem við vonum að lagið „Með hækkandi sól“ veiti okkur ómælda gleði, tilefni til að fagna og að gott sumar sé framundan.

Höfum við gengið götuna til góðs fram eftir veg?

Á þessum tímapunkti eru flokkarnir að setja sig í kosningagír og nú ganga ýmsir fram með digurbarkalegar yfirlýsingar um allt og ekki neitt. Þó einna helst hvað allt sé ómögulegt sem sitjandi meirihluti hefur áorkað á yfirstandi kjörtímabili. Það er nú svo gott sem alltof sumt og öll pólitíkin sem sumir hafa fram að færa. Jafnvel þeir sem skildu bæjarsjóð eftir í gríðarlegu tapi fyrir áratugum síðan en vilja nú koma til baka, taka við völdum og færa okkur aftur til fortíðar. Nú skal sá leikur endurtekinn. En hvað um það. Það er öllum hollt þegar kjörtímabilið er senn á enda að nema staðar, líta yfir farinn veg og meta hvað áunnist hefur á tímabilinu.

 • Við höfum fjölgað hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu. Þann 4. október 2018 var tilkynnt um fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 93, sem nú hefur raungerst í nýrri glæsilegri byggingu á Sólvangsreitnum.
 • Við réðumst í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala, nú Lífsgæðasetur St. Jó., sem hefur fengið endurnýjun lífdaga.
 • Við festum heilsueflingu Janusar í sessi.
 • Við úthlutuðum Bjargi íbúðafélagi lóð fyrir 148 leiguíbúðir í Hamranesi, erum farin af stað í samstarf við Brynju hússjóð og höfum þegar samþykkt stofnframlög til þeirra vegna kaupa á húsnæði.
 • Við höfum leyst uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr klakaböndum. Kraftmikil uppbygging er hafin í Hafnarfirði.
 • Við höfum lækkað álögur á atvinnulíf sem hefur skilað sér í mikilli ásókn í atvinnulóðir og flutningi stærri fyrirtækja til bæjarfélagsins.
 • Við höfum lækkað kostnað fjölskyldufólks með stórauknum systkinaafslætti á leikskólagjöldum, innleiddum nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkuðum frístundastyrk.
 • Við höfum byggt þrjá nýja búsetukjarna fyrir fatlað fólk.
 • Við byggðum Skessuna, knatthús FH, þrátt fyrir mikil mótmæli og kærur frá minnihluta bæjarstjórnar. Þar fóru fremst í flokki Samfylkingin og Viðreisn sem gátu með engu móti stutt við þessa mikilvægu framkvæmd sem bætt hefur aðstöðu félagsins til mikilla muna.
 • Við höfum undirbúið mjög markvisst uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá Haukum og Sörla. Nú þegar er búið að framkvæma knattspyrnuvöll úti hjá Haukum, sambærilgar framkvæmdir eru í gangi hjá FH og fjárfest hefur verið í sérstöku félagshesthúsi fyrir Sörla.
 • Við fjárfestum fyrir hundruði milljóna í innviðum bæjarfélagsins, svo sem endurnýjun gangstétta og viðhaldi mannvirkja.
 • Við komum á fót nýsköpunarstofu fyrir ungt fólk.
 • Við höfum fest NPA samninga í sessi.
 • Við hófum gott samtal við íbúa varðandi útivistarsvæði, komum svokölluðum hoppudýnum fyrir víða um bæinn, fjárfestum í skautasvelli og lýsum Hellisgerði upp í aðdraganda jóla.
 • Við höfum nú tryggt að öllum nýbúum Hafnarfjarðar standi til boða sérstök Krúttkarfa. Við viljum bjóða nýja íbúa velkomna í okkar góða bæjarfélag.

Höldum áfram

Áfram mætti auðvitað telja. Við hlustum, skoðum aðstæður og látum verkin tala. Samhliða þessu höfum við sýnt ábyrgð í fjármálastjórnun bæjarfélagsins þrátt fyrir mjög miklar og erfiðar áskoranir í kjölfar alheimsfaraldurs sem við sjáum nú loks fyrir endann á. Við viljum halda áfram góðu starfi fyrir Hafnfirðinga. Við viljum halda áfram á þeirri vegferð að framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Við viljum halda áfram að vera ábyrg, styðja við góð verkefni hvaðan sem þau koma. Við ætlum að halda áfram að auðga bæinn lífi með því að styðja við fólk, fyrirtæki og menningarlíf í Hafnarfirði. Framtíðin ræðst á miðjunni.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. apríl 2022.

Categories
Greinar

Askur – fram­tíðin á sviði mann­virkja­gerðar

Deila grein

06/04/2022

Askur – fram­tíðin á sviði mann­virkja­gerðar

Nýlega voru styrkir veittir í fyrsta sinn úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði. Sjóðurinn hefur bæði það hlutverk og þá áherslu að auka þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á sviði mannvirkjagerðar. Alls var 95 milljónum króna veitt til 23 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefna á sviði mannvirkjagerðar.

Sjóðurinn er fjármagnaður af innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu en umsýsla hans er í höndum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og rann umsóknarfrestur fyrir fyrstu úthlutun rann út 9. desember síðastliðinn. Alls bárust fjörutíu umsóknir og var heildaupphæð umsókna 452 milljónir króna. Til að meta umsóknir var sett á fót sérstakt fagráð sem gerir tillögu að úthlutun til innviðaráðherra sem síðan veitir styrkina samkvæmt reglum sjóðsins.

Það er mikilvægt að sjóðurinn sé farinn að virka og fjármagn byrjað að streyma í hin ýmsu verkefni. Það er alveg ljóst að það er bæði þjóðfélagslega hagkvæmt og mikilvægt að efla rannsóknir og nýsköpun á sviði mannvirkjagerðar. Nauðsynlegt er að efla íslenskt hugvit og kalla fram hugmyndir um notkun á íslensku hráefni í byggingariðnaði. Um leið og slíkt er gert er mikilvægt er að leita leiða til að draga úr kolefnisspori mannvirkja og draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna. Það verður einungis gert með aukinni nýsköpun á þessu sviði og frekari rannsóknum hér á landi.

Stóra myndin segir okkur það að byggingariðnaðurinn er talinn bera ábyrgð á um 40% af allri losun á heimsvísu. Það er því alveg ljóst að það er til mikils að vinna og þessi stóri iðnaður sem byggingariðnaðurinn er mun geta spilað stórt hlutverk þegar kemur að úrbótum í loftslagsmálum.

Ég er því mjög ánægður að sjá að áherslur sjóðsins í úthlutuninni hafi snúið að þeim samfélagslegu áskorunum sem við höfum staðið frammi fyrir í byggingariðnaði, s.s. rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors. Vistvænt steinsteypa með minna sementi, vistbók – gagnabanki vistvænna byggingarefna á Íslandi, fyrsta hampsteypuhús á Íslandi og hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu eru meðal verkefna sem öll fá styrk úr sjóðnum við fyrstu úthlutun.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 6. apríl 2022.

Categories
Greinar

Að­gengi allra, líka þegar snjóar

Deila grein

08/03/2022

Að­gengi allra, líka þegar snjóar

Síðustu vikur hefur færð á landinu verið mörgum erfið. Við heyrum fréttir af því að fatlað fólk, sem nú þegar glímir oft við erfitt aðgengi almennt, hefur þurft að hætta við læknisheimsóknir og að sækja aðra grunnþjónustu þar sem erfitt hefur verið, ef ekki ómögulegt, að komast úr húsi. Nú gerum við ríkar kröfur til framkvæmdaaðila um að hanna skuli og byggja á grundvelli algildrar hönnunar. Það þýðir einfaldlega að byggingar og aðkomu að þeim skuli nýtast öllum. Í ljósi færðar á landinu er vert að benda á það að aðgengi að samfélaginu má ekki binda við veðráttu. Aðgengi þarf einnig að vera tryggt að vetri til þegar snjó kyngir niður og hefur áhrif á færð.

Bandarísk löggjöf til fyrirmyndar?

Í þessu sambandi má nefna að innan ADA, bandarísku löggjafarinnar um bann á mismunun á grundvelli fötlunar, er að finna sérstakt ákvæði sem krefur bæði opinbera aðila og einkaaðila um að gera viðeigandi ráðstafanir til að göngustígar, bílastæði, inngangar og almenningssamgöngur séu aðgengilegir fötluðu fólki, líka þegar snjóar og færð verður erfið. Snjór skal hreinsaður af bílastæðum, ryðja þarf við rampa hjá kantsteinum og aldrei má hlaða snjó í stæði fyrir fatlaða. Einnig skal tryggja að gangstígar og gangbrautir skuli vera stöðugt aðgengilegar og allar inn- og útgönguleiðir verði að vera snjólausir og tryggja öruggan og greiðan aðgang að og úr byggingu. Þarna er auðvitað að finna ýmislegt meira og annað.

Gerum nauðsynlegar úrbætur

Ég held að öllum okkar þyki þetta nokkuð sjálfsagt og gerist jafnvel að sjálfu sér. En því miður er það ekki svo. Með sambærilegri löggjöf og þeirri bandarísku opnast kæruleið fyrir fatlað fólk telji það sig vera mismunað um aðgengi vegna athafnaleysis við að ryðja frá snjó. Á þetta hefur verið bent síðustu daga. Skoðun mín er því sú að slík löggjöf væri til bóta. Í raun yrði hún hvati og myndi stuðla að frumkvæði hins opinbera og einkaaðila við að tryggja aðgengi fyrir alla í öllum veðrum og aðstæðum, allt árið um kring. Ég mun vinna málið áfram og vona að þetta sé eitthvað sem við getum sameinast um á þingi.

Ágústs Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 8. mars 2022.

Categories
Greinar

Stundum eru lausnirnar svo ein­faldar

Deila grein

23/02/2022

Stundum eru lausnirnar svo ein­faldar

Umræða um mikilvægi klasasamstarfs hefur farið vaxandi undanfarin ár. Klasar hafa víða sannað gildi sitt; þeir auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun almennt. Ég hef því lagt fram þingsályktunartillögu um að nýta skuli hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana, stuðla að hagræðingu og færa núverandi ástand í þeim málum til betri vegar.

Margvísleg hagræðing fylgir skynsamlegu vali á staðsetningu ríkisstofnana og fyrirtækja

Með uppbyggingu opinberra klasa er mögulegt að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Opinbert klasasamstarf getur aukið framleiðni og nýsköpun og þannig leitt til verðmætasköpunar. Uppbygging klasa opinberra fyrirtækja og stofnana getur skilað umtalsverðri rekstrarlegri hagræðingu. Gera mætti ráð fyrir 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Með slíkri útfærslu mætti ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar væru til húsa. Þar má helst nefna sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis og húsnæðisins sjálfs.

Risa samgöngubót fyrir höfuðborgarsvæðið nái tillagan fram að ganga

Flestar þessara stofnana og fyrirtækja eru í Reykjavík. Við höfum séð opinberar stofnanir og fyrirtæki flytja í nýtt húsnæði og getur það verið af hinum ýmsu ástæðum. Hins vegar er það mat mitt að þegar slíkir flutningar eiga sér stað, sé það ekki gert með nægilega skynsömum hætti. Horfa þarf frekar til rekstrarlegra áhrifa líkt og lagt er upp með í tillögunni. Nái þingsályktunartillagan fram að ganga er mikilvægt að klasi sem þessi verði á slóðum þar sem nýta megi umferðarmannvirki betur. Það má gera með þeim hætti að staðsetja klasann á svæði þar sem umferð að klasanum verði í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga þá tíma dags sem við þekkjum öll; að morgni og seinni part dags þegar fólk fer í og úr vinnu og skóla. Af þeirri ástæðu þurfa einnig hágæða almenningssamgöngur að vera til staðar í nágrenni.

Stundum eru lausnirnar svo einfaldar. Það eina sem þarf er vilji til góðra verka. Með tillögunni er hægt að ná fram betri nýting á umferðarmannvirkjum og minnka sóun í kerfinu, sóun m.a. á opinberum fjármunum og tíma fólks. Að þessu sögðu tel ég að þetta geti verið ein ódýrasta, besta og skilvirkasta samgöngubót sem íbúar höfuðborgarsvæðisins geta fengið.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 22. febrúar 2022.

Categories
Greinar

Raun­hæfar að­gerðir til handa heimilum

Deila grein

10/02/2022

Raun­hæfar að­gerðir til handa heimilum

Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. Sú staða er tilkomin vegna þess að efnahagsstjórn landsins hefur verið traust á undanförnum árum sem dregur að einhverju marki úr nauðsyn þess að grípa þurfi til sértækra aðgerða. Af því sögðu er rétt að taka fram að við í Framsókn munum áfram standa vörð um hagsmuni tekjulægstu hópana og þá sem finna munu hvað mest fyrir þessu tímabundna ástandi og vaxtahækkun Seðlabankans.

Húsnæðisverð

Hér á Íslandi er það húsnæðisverð sem knýr verðbólguna áfram. Staðan er einfaldlega tilkomin vegna íbúðaskorts, m.a. vegna þéttingarstefnu borgarinnar, sem hefur leitt til talsverðar hækkunar á húsnæðisverði. Það er verið að byggja dýrt húsnæði á dýrum svæðum í stað þess að mynda ný og spennandi hverfi og auka framboð lóða. Afleiðingarnar eru augljósar og áberandi; hátt húsnæðisverð. Nú á markmið næstu mánaða að vera að tryggja viðunandi framboð lóða ásamt því að auka áherslu á byggingu hagkvæms húsnæðis. Í því sambandi liggur beinast við að ráðast tafarlaust í endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Að því sögðu, þá fagna ég nýju innviðaráðuneyti sem er mjög gott skref, tímabær þróun og mikilvægt innlegg í það verkefni að fá heildarsýn á skipulags- og húsnæðismálin almennt. Ég hef trú á því að þetta muni skila okkur því að allir ferlar verði betrumbættir og að öll skipulagsvinnan verði skilvirkari allt frá upphafi þar til hægt er að hefja framkvæmdir af krafti. Með þessu munum við ná ofangreindum markmiðum um að byggja meira og hraðar af góðu og hagkvæmu húsnæði.

Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs

Varðandi umræðu um stuðning til tekjulægstu hópa samfélagsins vil ég minnast á umræður milli mín og fjármálaráðherra á Alþingi í vikunni. Þar spurðist ég fyrir um húsnæðisliðinn og hvort til stæði að taka húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs, jafnvel tímabundið á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann. Ráðherra fór vel yfir stöðuna og þá vinnu sem hófst á síðasta kjörtímabili varðandi húsnæðisliðinn en var verið sett á bið ef svo má segja. Þeirri vinnu er því ekki lokið.

Að mínu mati væri afnám húsnæðisliðsins, jafnvel tímabundið, vænlegt til árangurs í núverandi stöðu og myndi styðja best við þau heimili sem nú standa frammi fyrir talsverðri hækkun á lánum. Í dag mælist verðbólgan 5,7%, en án húsnæðisliðar stæði hún í 3,7%. Til lengri tíma gæfi það líklega réttari mynd að horfa til greiddrar húsaleigu, sem hefur verið stöðugri og ekki elt þær hækkanir að fullu leyti sem verið hafa á fasteignamarkaði undanfarið. Við þetta má bæta, og ég tel það bæði rétt og sanngjarnt, að nýta arðgreiðslur bankanna til að létta undir með heimilum og fyrirtækjum landsins sem munu finna fyrir hærra vaxtabyrði eftir vaxtahækkun Seðlabankans. Þetta hefur viðskiptaráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir, nú þegar haft orð á.

Varasamar vaxtahækkanir

Að lokum er mikilvægt að horfa til stýrivaxta. Þeir eru hagstjórnartæki Seðlabankans þegar hann telur nauðsyn vera á að grípa inn í sveiflur. Verðbólgan í dag er kostnaðarverðbólga. Því tel ég að SÍ eigi ekki að auka taumhald peningastefnunnar of hratt og mikilvægara sé að fara hægt í vaxtahækkanir og sjá hvort sú kostnaðarverðbólga sem við sjáum í dag sé ekki tímabundin og muni jafna sig um leið og við komumst í það horf sem við þekktum fyrir faraldurinn.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Greinin birtist fyrst á visir.is 10. febrúar 2022.

Categories
Greinar Sveitarstjórnarfólk

Hafnar­fjörður til fram­tíðar

Deila grein

07/02/2022

Hafnar­fjörður til fram­tíðar

Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt. Í upphafi kjörtímabils var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hækkaður verulega og nýjum systkinaafslætti var komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Þar viljum við í Framsókn stíga enn frekari skref á næsta kjörtímabili og halda áfram á þeirri vegferð að lækka kostnað fjölskyldufólks með skynsamlegum hætti og um leið tryggja og treysta þjónustu við íbúa hér í bæ, unga sem aldna.

Kröftug uppbygging íbúðarhúsnæðis er hafin

Kröftug uppbygging íbúðarhúsnæðis er nú hafin víðs vegar um bæinn. Frá upphafi kjörtímabilsins hefur verið mikil uppbygging í Skarðshlíð og hefur kraftur uppbyggingarinnar aukist umtalsvert á undanförnu einu og hálfu ári. Íbúðir í Hamranesi, sem er okkar nýjasta byggingarland, eru nú byrjaðar að rísa en þar verða um 1700 íbúðir þegar hverfið verður að fullu byggt með öllum nauðsynlegum innviðum sem fylgja uppbyggingu nýrra hverfa.

Samhliða uppbyggingu á nýjum byggingarsvæðum hefur þéttingu byggðar miðað vel áfram. Þar má nefna að framkvæmdir eru hafnar á Dvergsreitnum svokallaða, Hrauntungu, Stekkjarbergi og við Hjallabraut. Hús eru eru byrjuð að rísa á Dvergsreitnum, Hrauntungu og Stekkjarbergi og þá er jarðvegsvinna í fullum gangi við Hjallabraut. Lóðarhafar áætla að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum í Hraunum vestur-Gjótur, en þar liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir auk verslunar og þjónustu. Deiliskipulag fyrir Ásland 4 hefur verið afgreitt úr skipulags- og byggingarráði, en þar má gera ráð fyrir um 500 íbúðum í heildina; mest sérbýli í bland við lítil fjölbýlishús.

Tækniskólinn, byggð við höfnina og miðbærinn

Það er ánægjulegt að segja frá því að mikil ásókn hefur verið í atvinnuhúsalóðir sem rokið hafa út á kjörtímabilinu. Þá hafa jafnframt stór og öflug fyrirtæki ákveðið að reisa höfuðstöðvar sínar í bæjarfélaginu, og má þar nefna fyrirtæki eins og Icelandair sem vinnur nú að því að flytja alla sína starfsemi til Hafnafjarðar. Það er ekkert launungarmál að slík fyrirtæki skila miklum tekjum til bæjarfélagsins, bæði beinum og óbeinum.

Nýr Tækniskóli mun rísa á Suðurhöfninni og ég vil leyfa mér að segja það hreint út að sá áfangi og sú ákvörðun sé ein sú stærsta á kjörtímabilinu. Hér er um að ræða gríðarstóra framkvæmd sem mun hafa jákvæð áhrif á bæjarfélagið allt; styrkja og styðja við miðbæinn okkar og þá starfsemi sem fyrir er. Framkvæmdin kemur einnig til með að efla og styðja enn frekar við þá miklu uppbyggingu sem fram undan er á Óseyrarsvæðinu og við Flensborgarhöfn.

Verkefni sem þessi eru af þeirri stærðargráðu að þau klárast ekki á einum degi, eða jafnvel á einu kjörtímabili. Hér er um að ræða samvinnuverkefni ríkis, sveitarfélags og einkaaðila. Grunnurinn hefur hins vegar verið lagður og nú þarf að halda áfram veginn, vera með augun á boltanum eins og sagt er og fylgja málum vel eftir. Þetta er spennandi verkefni fyrir Hafnarfjörð og íbúa bæjarfélagsins.

Miðbærinn okkar mun einnig taka jákvæðum breytingum á næstu árum. Þar má nefna tvær samþykktar deiliskipulagstillögur, annars vegar stækkun Fjarðar og hins vegar reit 1 sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Tillögurnar gera það að verkum að verslunar- og veitingarrýmum mun fjölga umtalsvert í miðbænum á næstu árum, sem mun bæta við þá líflegu flóru verslana og veitingastaða sem fyrir eru í hjarta Hafnarfjarðar. Auk þess gera tillögurnar bæði ráð fyrir skynsamlegri blöndu hótelíbúða og nýrra íbúða. Allt ofangreint mun styðja við það sem fyrir er og gera miðbæ Hafnarfjarðar að enn eftirsóknarverðari stað til að sækja og reka verslun og þjónustu til framtíðar.

Snyrtilegur bær – átaksverkefni

Í upphafi síðasta sumars var samþykkt að bæta 340 milljónum króna í framkvæmdir í bæjarfélaginu. Þar var sérstaklega horft til uppsafnaðar fjárfestingaþarfar á endurnýjun gangstétta í eldri hverfum bæjarins auk nauðsynlegs frágangs í þeim hverfum sem nýrri eru. Við sjáum það nú að þessum fjármunum var vel varið og átakið vel heppnað en merki þess sjást um allan bæ. Snyrtilegur og aðgengilegur bær fyrir alla á að vera okkar helsta keppikefli. Við þurfum að horfa heildstætt á þessi mál og tryggja að bærinn sé snyrtilegur og vel þrifinn; götur sópaðar, rusl tekið, grasblettir slegnir og götur mokaðar. Snyrtilegur og aðgengilegur bær er öruggur bær. Það er Hafnarfjörður og hann verður það áfram.

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.

Greinin birtist á visir.is 5. febrúar 2022

Categories
Greinar

Staðið með menningu

Deila grein

01/02/2022

Staðið með menningu

Með hækkandi sól og skipulögðum skrefum til afléttingar sóttvarnaráðstafana sjáum við nú loks til lands í faraldrinum sem herjað hefur á heim allan í rúm 2 ár. Listamenn og menningarhús hafa svo sannarlega fundið fyrir högginu sem veiran hefur leitt af sér. Strax í upphafi faraldursins einsettu stjórnarflokkarnir sér að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til þess að tryggja öfluga viðspyrnu samfélagsins og það hafa mörg sveitarfélög einnig gert. Sérstök áhersla var lögð á listir og menningu enda er mikilvægi þeirra óumdeilt fyrir samfélagið.

Uppskeran er handan við hornið

Það má einnig reikna fastlega með því að framlag lista og menningar til andlegrar og efnahagslegrar viðspyrnu þjóðarinnar verði þýðingarmikið. Mannsandinn nærist meðal annars á menningu, að skemmta sér í góðra vina hópi, sækja tónleika, leiksýningar eða aðra menningarviðburði. Það styttist óðfluga í að samfélagið lifni við eins og við þekktum það fyrir heimsfaraldur. Uppskeran er handan við hornið og vel undirbyggð viðspyrnan fer að birtast okkur með tilheyrandi ánægju. Við horfum því björtum augum fram á veginn, sannfærð um að íslenskt menningarlíf fari að blómstra sem aldrei fyrr.

Nýjustu viðspyrnuaðgerðirnar, og væntanlega þær síðustu, undirstrika það. Með þeim var 450 milljónum króna varið til tónlistar og sviðslista sem hafa farið sérlega illa út úr heimsfaraldri með allt að 87% tekjufalli. Með aðgerðunum er okkar frábæru listamönnum skapað aukið rými til frumsköpunar, framleiðslu og viðburðahalds ásamt því að styðja þá til sóknar á erlenda markaði með listsköpun sína. Íslensk list og menning á mikið erindi á erlendri grundu. Það höfum við ítrekað séð á undanförnum árum, en íslenskir listamenn hafa margir gert það gott á erlendum mörkuðum. Kynningarverðmæti skapandi greina fyrir land og þjóð er óumdeilt og er mikil­væg­ur þátt­ur í alþjóðlegri markaðssetn­ingu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og skapandi fólk. Við viljum halda áfram á þeirri braut.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar – og viðskiptaráðherra

Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar 2022.