Categories
Greinar

Hlut­deildar­lán auð­velda ein­stak­lingum að eignast sína fyrstu íbúð

Deila grein

19/10/2020

Hlut­deildar­lán auð­velda ein­stak­lingum að eignast sína fyrstu íbúð

Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán, sem samþykkt var á Alþingi í byrjun september, mun auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hér er um að ræða mikilvæga aðgerð í því verkefni að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á íbúðamarkaðinn. Hlutdeildarlánin eru ólík þeim hefðbundnu fasteignalánum sem við flest þekkjum, að því leyti að nú lánar ríkið ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem tekju- og eignalitlir fyrstu kaupendur hyggjast kaupa. Lántakendur munu síðan endurgreiða lánið þegar íbúðin er seld og er hámarkstími lánanna 25 ár. Lánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og mun hækka og lækka í samræmi við þá þróun.

Hafnarfjörður hefur strax brugðist við

Nokkur umræða hefur skapast um ströng skilyrði varðandi verð og stærð íbúða. Í umræðunni hafa skapast áhyggjur af því að vegna markaðsaðstæðna muni fáar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið. Nýlega var tekin skóflustunga fyrir 65 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Gufunesi. Ráðherra hefur sagt það skýrt að bæði sveitarfélög og verktakar þurfi að bregðast við frumvarpinu um hlutdeildarlán með auknu framboði lóða og íbúða. Við finnum strax fyrir því að framsýnir verktakar hafa brugðist við með mjög jákvæðum hætti og það sama gildir um skipulagsyfirvöld hér í Hafnarfirði. Nú þegar hefur verið samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ráðast í aðalskipulagsbreytingu á svæði sem getur vel svarað þessu ákalli og þörf fyrir litlar, góðar og ódýrar eignir. Sú vinna mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum.

Við erum sterkari saman

Það er alveg ljóst í mínum huga að með þessari aðgerð og þessari tegund lána, hlutdeildarlána, er verið að gera tekjulágum einstaklingum og þeim einstaklingum sem jafnvel hafa verið fastir á leigumarkaði mögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Líkt og fram hefur komið er verið að bregðast við og lækka þröskuld þess hóps sem hefur verið að greiða leigu en lítið náð að leggja til hliðar og jafnvel þurft að treysta á öflugt bakland sem í flestum tilfellum er ekki til staðar. Það er því sérstaklega mikilvægt að við séum öll saman í þessum báti og að við séum öll að róa í sömu átt. Ríkið hefur nú stigið þetta myndarlega fyrsta skref með því að setja fjögur þúsund milljónir árlega í þessa aðgerð. Fordæmi annarra landa ásamt því sem er að gerast í Gufunesi sýna, svo ekki verði um villst, að þetta er vel hægt.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 19. október 2020.

Categories
Greinar

Öflug byggða­stefna

Deila grein

30/09/2020

Öflug byggða­stefna

Það er á­nægju­legt að sjá og meta fram­gang byggða­á­ætlunar það sem af er og ég tel að vel hafi tekist til bæði við fram­kvæmd og fyrir­komu­lag á­ætlunarinnar. Vel hefur gengið að sam­þætta byggða­sjónar­mið við aðrar stefnur og á­ætlanir ríkis og sveitar­fé­laga: byggða­gler­augun eru nú sett upp á f leiri stöðum en áður hefur verið. Vissu­lega mætti vera meira fjár­magn úr að spila en það fé sem til ráð­stöfunar er hefur verið vel nýtt.

Einnig hefur tekist vel til við að virkja marga aðila þvert á hrepps­mörk, stjórn­sýslu­stig og mála­flokka, og sveitar­stjórnar­stigið er mun betur tengt við fram­kvæmd byggða­á­ætlunar en áður. Það var hár­rétt á­kvörðun að sam­þætta byggða- og sveitar­stjórnar­mál undir einum ráð­herra. Þegar horft er yfir sviðið og farinn veg tel ég full­ljóst að sveitar­stjórnar- og byggða­mál verði ekki að­skilin héðan í frá.

Loft­brúin (Skoska leiðin) er ein mikil­vægasta byggða- og sam­göngu­að­gerð síðari ára. Loft­brúin veitir 40% af­slátt af heildar­far­gjaldi fyrir allt að sex flug­leggi á ári og er mark­miðið að bæta að­gengi íbúa á lands­byggðinni sem búa fjarri höfuð­borginni að mið­lægri þjónustu. Ljóst er að hér er um mikið rétt­lætis­mál að ræða fyrir þá sem búa fjarri höfuð­borginni og bæði vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað. Það er því sér­stak­lega á­nægju­legt að Loft­brúin sé nú orðin að veru­leika og komin til fram­kvæmda.

Í byrjun sumars hélt byggða­mála­ráð góðan um­ræðu­fund um endur­skoðun byggða­á­ætlunar, hvar við stöndum og hvert beri að stefna til fram­tíðar. Það var mjög gott að fá yfir­lit yfir byggða­stefnu og að­gerðir á Norður­löndunum. Við endur­skoðun byggða­á­ætlunar er mikil­vægt að skoða sér­stak­lega hvaða að­gerðir eru að skila árangri og byggja á­fram á þeim verk­efnum sem hafa þótt reynast vel.

Um leið er ljóst að sveitar­stjórnar­fólk um land allt lætur sig byggða­mál varða og það þurfum við líka að gera hér á höfuð­borgar­svæðinu. Byggða­stefna á að ná til landsins alls, en ekki bara til veikustu byggðar­laganna eins og áður var. Það er mikil­vægt fyrir okkur sem munum nú bera á­byrgð á því fyrir hönd ráð­herra og ríkis­stjórnar að endur­skoða byggða­á­ætlun og tryggja að hún verði það verk­færi sem byggðir landsins hafa þörf fyrir.

Við höfum úr miklu að moða og höldum glöð til móts við verk­efnið. Að lokum vil ég hvetja alla lands­menn, nær og fjær, til að taka þátt í því opna sam­ráðs­ferli sem nú stendur yfir. Mótum saman nýja og öfluga byggða­stefnu fyrir landið.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður byggðamálaráðs.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. september 2020.