Fréttir

Fréttir

Nýr þjóðarleikvangur

Laugardalsvöllur var reistur af stórhug fyrir 63 árum og hefur reynst vel – fært þjóðinni ógleymanleg augnablik og skilað íslensku knattspyrnufólki á stærstu úrslitakeppnir í heimi. Hann er hins vegar barn síns tíma og langt frá því að uppfylla viðmið, m.a. um öryggi og aðstöðu vallargesta, aðgengi fatlaðs fólk, aðstöðu leikmanna, dómara og fjölmiðla, hitakerfi o.s.frv. Það er því löngu tímabært að ráðast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og ég er vongóð um að hann muni rísa á næstu 5 árum.

Nánar

Opnun Dýrafjarðarganga – ræða Sigurðar Inga

Dýrafjarðargöng er enn einn áfanginn í þeirri vegferð að koma Vestfjörðum öllum í almennilegt heilsársvegasamband og sumir myndu segja við umheiminn. Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsárstengingar milli Suðurfjarða og norður um. Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir krakkana á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar að bregða sér t.d. til Ísafjarðar á skíði. Og á sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá, að skreppa til þessara staða, nú eða fara suður til Reykjavíkur. En síðast og ekki síst þá munu Dýrafjarðargöng auka umferðaröryggi íbúa á svæðinu.

Nánar

Sveitarfélögin eru ekki að sækja í lánasjóð sveitarfélaga

Sigurður Ingi sagði fullyrðingar þingmannsins um að hér væru öll sveitarfélög vel rekin ekki vera rétta, heldur standi sveitarfélögin mjög misjafnlega. „Sum sveitarfélög gætu staðið sig mun betur og jafnvel stærsta sveitarfélag landsins sem ætti þó að hafa mestu hagræðingarmöguleikana í krafti stærðar,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við, „margt bendir til þess að ef það sveitarfélag eitt og sér þarf að treysta á byggingarréttartekjur til þess að vera í plús þá sé eitthvað verulega að í þeim rekstri“.

Sagðist Sigurður Ingi vera tilbúin í umræðu hvernig megi auka opinberar fjárfestingar, á málefnalegan hátt. „Við gætum aukið þær og að því hefur ríkisstjórnin stefnt. Ég veit að slíkur áhugi er til staðar, ég heyri það alla vega hjá einstökum þingmönnum fjárlaganefndar,“ sagði Sigurður Ingi.

Nánar

Sigurður Ingi vill segja upp tollasamningi við ESB

En hvernig tryggj­um við ör­ugg­an aðgang að inn­lend­um mat­væl­um? Það þarf aug­ljós­lega að grípa til í það minnsta þeirra aðgerða sem nefnd­ar hafa verið til þess að bæta af­komu bænda. Svo höf­um við val. Rík­is­stjórn­in styður við frum­kvæði um að velja ís­lenskt. Átakið „Láttu það ganga“ er gott og gilt, styður við inn­lenda fram­leiðslu og skap­ar störf. Reglu­verkið um upp­runa­merk­ing­ar þarf að vera skýr­ara. Að ein­hverju leyti er framtíð land­búnaðar í hönd­um hvers og eins. Ef við vilj­um fá ör­ugg­an, ómengaðan og holl­an mat á borðið – fyr­ir börn­in okk­ar og for­eldra sem og okk­ur sjálf – þá eig­um við að geta gert kröfu í versl­un­inni, á veit­ingastaðnum og mötu­neyt­inu um upp­runa­merk­ing­ar. Við höf­um val. Íslenskt – já takk, segir Sigurður Ingi.

Nánar

Þriðji geirinn – bætt lýðheilsa!

„Þriðji geirinn er mjög fjölþættur og afar mikilvægur og ekki síst allt það sjálfboðaliðastarf sem fer fram í þeim geira. Það eru fjölmargar rannsóknir sem staðfesta að þetta styrkir uppvöxt barna og unglinga. Þátttaka í öllu skipulögðu íþrótta- og menningartengdu tómstundastarfi styður við uppvöxt þeirra og bætir lýðheilsu til lengri tíma,“ sagði Willum Þór.

Nánar

Munu bændur einir sitja uppi með þetta tjón?

Sýnist mér regla vera sú að alltaf þegar áföll hafa orðið þá hafi verið sótt um aukaframlög. Stjórnvöld hafa farið þá leið að safna ekki upp fjármunum í sjóðinn en alltaf komið til aðstoðar þegar áföll hafa orðið.“

Fyrir Bjargráðasjóði eru nú umsóknir vegna 4700 hektara  af kalskemmdum og eins umsóknir vegna um 200 km. af girðingum.

„Ég vil því spyrja hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að aukið fjármagn verði sett í Bjargráðasjóð, því ekki trúi ég því að bændur eigi að sitja einir með þetta tjón,“ sagði Þórunn að lokum.

Nánar

Ræða Sigurðar Inga

Það er 1. október 2020 í dag og við erum í miðju stríði við kórónuveiruna. En hver mánaðamót sem renna upp héðan í frá segja okkur líka að það styttist í að lífið færist að nýju í eðlilegt horf. Gleymum því ekki. Sameinumst um að vernda störf og skapa störf því að verkefnið er brýnt og verkefnið er ljóst: Atvinna, atvinna, atvinna. — Góðar stundir.

Nánar

Ræða Lilju Daggar

Árangurinn af samhentu skólastarfi er margvíslegur. Til dæmis hefur það ótrúlega gerst að víða er brotthvarf nemenda í framhaldsskólum lægra en það er í venjulegu árferði. Kennarar og námsráðgjafar hafa sinnt þeim sérstaklega vel sem eru í mestri brotthvarfshættu og tekist að halda þeim við efnið. Markmiðið er að ekkert barn sé skilið eftir í skólakerfinu.

Nánar

Ræða Ásmundar Einars

Það er okkar hlutverk hér á Alþingi og í ríkisstjórn að standa vörð um fólkið í landinu, þétta möskvana í öryggisnetum og sjá til þess að í sameiningu komumst við í gegnum þetta. Um leið og ég hef fulla trú á því að okkur takist það tel ég mjög mikilvægan þátt í því að tryggja fullnægjandi þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, bæði vegna núverandi aðstæðna og sem hagsmuni okkar til allrar framtíðar.

Nánar