Categories
Fréttir Greinar

Anastasia og Borysko

Deila grein

24/02/2023

Anastasia og Borysko

Ár er liðið í dag síðan veru­leik­inn breytt­ist hjá systkin­un­um An­astasiu, átta ára og Bor­ysko, tíu ára. Fyr­ir rétt rúmu ári sóttu þau grunn­skól­ann sinn í Kænug­arði, áhyggju­laus um framtíðina, eins og börn á þess­um aldri eiga skilið. Það mesta sem var að plaga þau var að An­astasia var nán­ast búin að ná full­um tök­um á Für Elise og pí­anó­tím­inn var næsta dag og Bor­ysko var ekki sátt­ur við sitt lið í ensku deild­inni. Hann batt von­ir við leik helgar­inn­ar sem fram und­an var. Hinn 24. fe­brú­ar breytt­ist líf fjöl­skyldu þeirra að ei­lífu. Móðir þeirra flúði með þau en faðir þeirra berst nú í stríðinu.

Von­brigði í Kreml

Árás­ar­stríð Vla­dimírs Pútíns í Úkraínu átti að sýna heim­in­um sterka stöðu her­veld­is Rúss­lands og hversu öfl­ugt hag­kerfið væri, þrátt fyr­ir fall Sov­ét­ríkj­anna árið 1991. Liður í að styrkja rúss­neska heimsveldið var að ná aft­ur Úkraínu. Ræður Pútíns síðustu ár hafa ein­kennst af þess­um heimsveld­is­draum­um hans og gagn­rýni á útþenslu­stefnu Banda­ríkj­anna. Þróun stríðsins í Úkraínu hef­ur verið niður­lægj­andi fyr­ir Pútín að sama skapi og ljóst að Kreml hafði ekki bú­ist við svona kröft­ug­um stuðningi vest­rænna þjóða. All­ir helstu sér­fræðing­ar töldu að Rúss­ar yrðu komn­ir inn í Kænug­arð á þrem­ur dög­um. Það varð hins veg­ar ekki raun­in og segja má að Rúss­ar hafi mis­reiknað sig hrap­al­lega miðað við fyrstu áform þeirra. Kröft­ug mót­spyrna Úkraínu­manna neyddi Rússa á end­an­um til að hörfa frá stór­um landsvæðum en stríðið geis­ar nú í suður- og suðaust­ur­hluta lands­ins. Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu ít­rekaði, á ör­ygg­is­ráðstefn­unni í München í síðustu viku, að það væri eng­inn ann­ar val­kost­ur í boði en fullnaðarsig­ur.

Stuðning­ur við Úkraínu mik­il­væg­ur gild­um okk­ar

Vegna inn­rás­ar­inn­ar blas­ir nýr veru­leiki við Evr­ópuþjóðum í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Mála­flokk­ur­inn hafði fengið lítið vægi í op­in­berri umræðu og sam­drátt­ur í fram­lög­um marga Evr­ópu­ríkja til varn­ar­mála hafði verið tals­verður. Að sama skapi hafa lyk­il­ríki verið háð Rússlandi um orku­öfl­un. Viðbrögð alþjóðasam­fé­lags­ins hafa verið for­dæma­laus og stuðning­ur við Úkraínu veru­leg­ur. Vel­vild og dygg­ur stuðning­ur banda­rískra stjórn­valda skipta höfuðmáli um gang stríðsins. Evr­ópa er enn og aft­ur al­gjör­lega háð stefnu Banda­ríkj­anna í varn­ar­mál­um. Varn­ar­mála­yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um end­ur­meta her­gögn og birgðir og gera ráð fyr­ir að út­gjöld til varn­ar­mála auk­ist vegna þess kostnaðar sem fylg­ir land­hernaði.

Vest­ur­lönd voru ít­rekað vöruð við þess­ari þróun

Vest­ur­lönd voru margoft vöruð við stjórn­ar­hátt­um Pútíns. Eft­ir að Rúss­ar yf­ir­tóku Krímskaga var gripið til aðgerða. Því miður töldu Vest­ur­lönd að efna­hags­refsiaðgerðirn­ar myndu duga til að koma í veg fyr­ir frek­ari átök, en þær voru veik­ar og dugðu skammt. Bók blaðakon­unn­ar Önnu Polit­kovskayu um Rúss­land Pútíns sem var gef­in út árið 2004, fjall­ar mjög ít­ar­lega um ein­ræðis­stjórn­hætti Pútíns. Bók Önnu fékk verðskuldaða at­hygli en í kjöl­farið var Anna myrt 7. októ­ber, 2006 á af­mæl­is­degi Pútíns. Hann fékk til­kynn­ing­una um morðið þegar þau Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, funduðu í Kreml. Haft hef­ur verið eft­ir Merkel að Pút­in hafi vilj­andi látið hvísla þessu að sér í þeim til­gangi að ögra henni! Fleira má nefna í þessu sam­hengi, eins og bar­áttu fjár­fest­is­ins Bills Browders fyr­ir rétt­læti vegna Ser­geis Magnit­skys, en sá síðar­nefndi var ná­inn sam­starfsmaður Browders og lést í fang­elsi í Rússlandi. Í fram­hald­inu samþykkti banda­ríska þingið Magnit­sky-lög­in, en þau fela í sér fjár­hags­leg­ar refsiaðgerðir gagn­vart rúss­nesk­um viðskipta­jöfr­um. Mörg fleiri dæmi má nefna, þar sem Vest­ur­lönd voru vöruð við þeirri þróun sem átti sér stað í Rússlandi Pútíns.

Þjóðarör­ygg­is­stefna Íslands bygg­ist á traust­um stoðum

Ísland hef­ur tekið þátt af full­um þunga í aðgerðum banda­lags­ríkj­anna og stutt mynd­ar­lega við Úkraínu með ýms­um móti, meðal ann­ars með mót­töku flótta­fólks sem hingað hef­ur leitað í ör­uggt skjól. Í amstri hvers­dags­ins vill það kannski gleym­ast að sú sam­fé­lags­gerð sem við búum við, byggð á frelsi, lýðræði og mann­rétt­ind­um, er ekki sjálf­sögð. Inn­rás Rússa er grimmi­leg áminn­ing um það. Fram­sýn­ar ákv­arðanir ís­lenskra stjórn­mála­manna, um að taka sér stöðu með lýðræðis­ríkj­um með því að gera Ísland að stofn­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins árið 1949 og und­ir­rita tví­hliða varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in 1951, voru heilla­drjúg skref fyr­ir ís­lenska hags­muni. Þau mynda enn hryggj­ar­stykkið í ut­an­rík­is­stefnu okk­ar. Íslend­ing­ar eiga áfram að taka virk­an þátt í varn­ar- og ör­ygg­is­sam­starfi með banda­lagsþjóðum sín­um og standa vörð um þau gildi sem við reis­um sam­fé­lag okk­ar á. Þjóðarör­ygg­is­stefna Íslands frá ár­inu 2016 hef­ur þjónað okk­ur vel. Megin­áhersl­an er sem fyrr á aðild okk­ar að Atlants­hafs­banda­lag­inu, tví­hliða varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in ásamt aðild okk­ar að Sam­einuðu þjóðunum og nánu sam­starfi Norður­land­anna. Land­fræðileg staða Íslands held­ur áfram að skipta sköp­um í Norður-Atlants­haf­inu og við eig­um að halda áfram að styrkja þjóðarör­ygg­is­stefn­una.

Loka­orð

Þúsund­ir barna á borð við An­astasiu og Bor­ysko hafa leitað skjóls um all­an heim. Við eig­um að vera stolt af því að hafa veitt yfir 2500 kon­um og börn­um skjól frá þessu grimmi­lega árás­ar­stríði Pútíns. Við eig­um að halda áfram að leggja okk­ar af mörk­um til að lina þján­ing­ar þeirra sem eru á flótta. Gera má ráð fyr­ir að stríðið verði lang­vinnt og það reyni á þraut­seigju Vest­ur­landa. Höf­um ætíð í heiðri frelsi og lýðræði en stríðið snýst um þau gildi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. febrúar 2023.