Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið frá áramótum. Helgi hefur störf í dag, en Teitur mun áfram starfa á skrifstofu Framsóknar.
Helgi er með meistaragráðu í stjórnun (MBA), meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, en Helgi sinnti einnig stundakennslu við Háskóla Íslands um árabil samhliða námi. Helgi hefur mikla reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja ásamt því að hafa setið í ýmsum stjórnun bæði sem aðalmaður og stjórnarformaður. Einnig hefur Helgi víðtæka reynslu á sveitarstjórnarstiginu sem sveitarstjórnarfulltrúi, oddviti og sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Helgi er fyrsti varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi og hefur tvisvar tekið sæti á Alþingi á núverandi kjörtímabili.
Helgi er 34 ára og er trúlofaður Rannveigu Ólafsdóttur, lögfræðingi. Saman eiga þau tvö börn.
Við bjóðum Helga velkominn til starfa og þökkum Teiti Erlingssyni fyrir vel unnin störf.
Categories
Nýr framkvæmdastjóri Framsóknar
20/03/2023
Nýr framkvæmdastjóri Framsóknar