Greinar
Íslenskt eða hvað?
Í janúar 2014 skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undir sáttmála um upprunamerkingar matvæla. Enn í dag er að finna brotalöm á upplýsingum til neytenda er varða uppruna matvæla. Í könnun sem var gerð sama ár kom fram að rúmlega tveir þriðju landsmanna teldu það óásættanlegt að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Könnunin sýndi einnig að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar hafði aukist umtalsvert frá fyrri könnunum.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 – Með fjölskyldur í fyrirrúmi
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021 ber þess að vissu leyti merki að Covid-19 faraldurinn, sem tekist hefur verið á við frá upphafi ársins, hefur haft og mun hafa mikil efnahagsleg áhrif á samfélagið allt. Þannig er áætlað að niðurstaða ársins 2020 verði um 150 milljón krónum lakari í rekstri sveitarfélagsins en gert var ráð fyrir. Er þar fyrst og fremst um að ræða kostnaðarauka sem tilkominn er vegna viðbragða sveitarfélagsins við faraldrinum á árinu sem nú er að verða liðið. Stærsti liðurinn var fjölgun sumarstarfa fyrir námsmenn og atvinnulausa, sem tókst afar vel, og skipti sveitarfélagið miklu máli í ýmsum verkefnum á liðnu sumri. Auk þessa þurfti að fara í kaup á ýmsum búnaði til að gera starfsemi sveitarfélagsins mögulega í samkomutakmörkunum, auka sóttvarnir í stofnunum ásamt því að launakostnaður jókst óhjákvæmilega á meðan mestu takmarkanirnar gengu yfir. Engu að síður er það til fyrirmyndar hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur gengið að sínum störfum í þessu ástandi, og leyst þau af hendi, þrátt fyrir að áskoranirnar hafi verið margar. Færi ég þeim hér með bestu þakkir bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Höfuðstöðvar RARIK til síns heima
Það ástand sem nú ríkir kallar fólk heim og fjarvinna er orðin staðreynd, störf án staðsetningar er ekki lengur draumsýn heldur viðkennd og jafnvel eftirsótt. Það er ekki langt síðan maður heyrði þau rök að það væri nauðsynlegt að staðsetja svo mikilvægar höfuðstöðvar, líkt og höfuðstöðvar RARIK eru, á höfuðborgarsvæðinu. Þar væri önnur mikilvæg stjórnsýsla sem þyrfti að hafa samskipti við og vegalengdir á milli stjórnsýslustofnana stuttur. En sú viðmiðunarvegalengd hefur heldur betur breyst bara á þessu ári. Flutningur sem þessi gerist þó ekki á einni degi, heldur þarf aðlögunartíma svo vel takist til.
Börnin eiga að vera hjartað í kerfinu – breyting í þágu barna
Allt frá því ég tók við ráðherraembætti hefur forgangsverkefni mitt verið að bæta enn frekar hvernig við þjónustum börn og fjölskyldur þeirra. Í víðtæku samráði og samstarfi fjölmargra aðila, leikinna, lærðra, innan þings og utan, hefur verið unnið að því í hartnær þrjú ár að smíða undirstöður undir kerfi sem tryggir að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana. Verkefnið er risavaxið og felur sennilega í sér einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi.
Ályktun frá LFK vegna bleika skattsins!
Skattlagning nauðsynjavara sem helmingur þjóðarinnar þarf að nota er ekki ásættanleg og er mismunun ríkisvalds á þegnum sínum í sinni einföldustu mynd. Fjárhagur heimilanna á ekki að vera valdur því að hluti landsfólks geti ekki nálgast nauðsynjavörur á við tíðavörur þegar á þarf að halda.
LFK hvetur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að endurskoða afstöðu sína til skattlagningar á tíðavörum og horfa á málið með jafnréttisgleraugum enda starfa þingmenn í þágu alls landsfólks, ekki bara þeirra sem fara ekki á túr.
Framsækin frumvörp í boði Framsóknar
Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi á vettvangi jafnréttismála og fjölskyldumála um áratugaskeið. Páll Pétursson var félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins þegar gerð var veigamikil breyting á lögum um fæðingarorlof árið 2000. Ísland var þá fyrsta landið í heiminu til að lögbinda rétt beggja foreldra til töku fæðingarorlofs.
Íslenska iðnbyltingin
Stefnt er að því að frá og með næsta skólaári fái iðnmenntaðir sem vilja aðgang að háskólum, rétt eins og bókmenntaðir framhaldsskólanemar. Í því felst bæði sjálfsögð og eðlileg grundvallarbreyting. Önnur slík felst í nýrri aðferðafræði við vinnustaðanám iðn- og starfsnema en framvegis mun skólakerfið tryggja námslok nemenda, sem ráðast ekki af aðstæðum nema til að komast á starfssamning. Reglugerð í þessa veru verður gefin út á næstu dögum, en þetta er líklega stærsta breytingin sem orðið hefur á starfsmenntakerfinu í áratugi. Auknum fjármunum hefur verið veitt til tækjakaupa og til að bæta kennsluaðstæður í starfsmenntaskólum. Við höfum ráðist í kynningarátak með hagaðilum til að vekja athygli á starfs- og tækninámi, skólahúsnæði verið stækkað og undirbúningur að nýjum Tækniskóla er hafinn.
Mikilvægi norræns samstarfs fyrr og nú
Árið 1955 tók Norðurlandasamningurinn um félagslegt öryggi gildi. Þá höfðu farið fram viðræður um tolla- og efnahagsbandalag milli Norðurlandanna og Evrópuríkjanna en í júlí árið 1959 ákváðu stjórnvöld landanna að taka þau áform af norrænni dagskrá. Tíu dögum síðar náðu Danmörk, Noregur og Svíþjóð saman um Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) en Finnland gerðist aukaaðili árið 1961. Ekki leið á löngu þar til Danir og Norðmenn sóttu um aðild að EBE, Efnahagsbandalagi Evrópu. Staðan innan EFTA breyttist og viðleitni norrænna landa til að gerast aðilar að EBE ýtti undir fastan sáttmála um norrænt samstarf. Úr varð að „Norræna stjórnarskráin“ var samþykkt í Helsinki hinn 23. mars árið 1962, svonefndur Helsingforssamningur. Þar var því slegið föstu að Norðurlandaráð skyldi fá tækifæri til að tjá sig um mikilsverð efni norrænnar samvinnu.
Eitt ár í lífi barns
Það kemur ekki á óvart að breytingum á fæðingarorlofinu sé komið í framkvæmd á vakt Framsóknarflokksins í ráðuneytinu. Framsóknarflokkurinn hefur á sinni vakt í þessu ráðuneyti stigið stór skref til að bæta réttindi verðandi foreldra, það var Páll Pétursson þáverandi félagsmálaráðherra sem kom því í lög árið 2001 að feður skyldu líka eiga rétt á að taka foreldraorlof. Það þótti mikilvægt að binda í lög rétt barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns.