Greinar

Greinar

Þrautseigja og þekking, hugrekki og hamingja

Mennta­stefn­an var unn­in í víðtæku sam­ráði, með aðkomu fjöl­margra aðila úr skóla­sam­fé­lag­inu. Stefnu­mót­un­in byggðist m.a. á efni og umræðum á fund­um með skóla­fólki og full­trú­um sveit­ar­fé­laga um allt land, sam­ræðum á svæðisþing­um tón­list­ar­skóla, sam­starfi við for­eldra, börn og ung­menni, at­vinnu­líf, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (e. OECD) og fleiri hags­munaaðila. Stefnu­drög fengu já­kvæð viðbrögð í sam­ráðsgátt stjórn­valda, þaðan sem gagn­leg­ar ábend­ing­ar bár­ust og voru þær m.a. notaðar til að þétta stefn­una og ein­falda fram­setn­ing­una. Fyr­ir vikið er text­inn aðgengi­leg­ur og skýr, sem er ein af for­send­um þess að all­ir hlutaðeig­andi skilji hann á sama hátt og sam­mæl­ist um mark­miðin.

Nánar

Von kviknar með bóluefni

Bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna er ekki lokið. Öll hag­kerfi heims­ins eru löskuð eft­ir ár mik­illa efna­hags­áfalla. Þjóðir heims munu því keppa sem aldrei fyrr um hylli frum­kvöðla, fjár­festa og ferðamanna, þar sem mark­miðið er að skapa vel­sæld fyr­ir þegn­ana. Fremst í verk­efnaröðinni er þó að tryggja heil­brigði fólks, sem er for­senda þess að líf fær­ist aft­ur í fyrri skorður. Líkt og ann­ars staðar er und­ir­bún­ing­ur bólu­setn­ing­ar haf­inn hér­lend­is, þar sem for­gangs­hóp­ar hafa verið skil­greind­ir og skipu­lag er í vinnslu. Ísland hef­ur tryggt sér aðgang að of­an­greindu bólu­efni, en jafn­framt verður áhuga­vert að fylgj­ast með þróun tveggja til þriggja annarra bólu­efna sem eru álíka langt kom­in í þró­un­ar­ferl­inu og efnið sem vakið hef­ur at­hygli und­an­farna daga.

Nánar

Loksins, loksins!

Tími innviðafjárfestinga er runninn upp og því eru spennandi tímar fram undan. Við blásum til stórsóknar! Nýr þjóðarleikvangur mun ekki einungis þjóna landsliðum okkar heldur einnig íslenskum félagsliðum og samfélaginu öllu. Við sjáum fyrir okkur nýjan og glæsilegan vettvang fyrir fótboltaleiki, sýningar, viðburði og tónleikahald. Áfram Ísland!

Nánar

For­sendu­brestur tolla­samninga

Það er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna að grípa til aðgerða strax til þess að koma í veg fyrir tjón og tryggja hagsmuni íslenskra bænda. Þá þurfum við ávallt og alla daga að vinna að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, með því erum við einnig að teysta atvinnu í landinu. Það hlýtur að vera markmið í sjálfur sér að tryggja fæðuöryggi og skapa atvinnu, þannig vinnum við saman. Áfram veginn.

Nánar

Nýtum tímann og finnum leiðir

Allt frá því að far­ald­ur­inn braust út hef ég verið í mikl­um sam­skipt­um við skóla­stjórn­end­ur, full­trúa kenn­ara og ekki síst fram­halds­skóla­nema. Af sam­töl­um við nem­end­ur má ráða að þeirra heit­asta ósk sé að kom­ast í skól­ann sinn og efla sinn vits­muna- og fé­lagsþroska sam­hliða nám­inu. Hér skal tekið fram, að marg­ir hafa náð góðum tök­um á fjar­nám­inu og því ekki farið á mis við náms­efnið sjálft, en fé­lags­lega hliðin hef­ur visnað og nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag er að mínu mati ekki sjálf­bært. Það tek­ur hressi­leg­an takt­inn úr dag­legu lífi unga fólks­ins, eyk­ur lík­urn­ar á fé­lags­legri ein­angr­un, and­legri van­líðan og skap­ar jafn­vel spennu í sam­skipt­um þeirra við for­eldra.

Nánar

Kristallar norrænan virðisauka

Þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn reið yfir nor­rænu lönd­in í mars samþykkti stjórn Nor­d­Forsk án taf­ar að aug­lýsa útboð til rann­sókna á Norður­lönd­un­um á Covid-19. Rann­sókn­ar­ráð í hverju landi lagði inn pen­inga í sam­eig­in­leg­an sjóð til að raun­gera stöðuna og tók Rannís þátt í þeirri fjár­mögn­un. Smám sam­an bætt­ust Eist­land og Lett­land inn í sam­starfið. Frá því far­ald­ur­inn hófst hafa heil­brigðis­yf­ir­völd á Norður­lönd­un­um safnað kunn­áttu og gögn­um sem vistuð eru í heilsu­fars­skrám. Á Norður­lönd­un­um eru 27 millj­ón­ir íbúa og því er nú þegar til nægt magn rann­sókn­ar­gagna um Covid-19-sjúk­linga og með sam­starfi land­anna í milli eru til nægi­leg gögn til að út­færa góðar rann­sókn­ir.

Nánar

Lifandi vísinda­skáld­saga og við­brögð við henni

Það reynir á sveitafélög í þessum aðstæðum og grunnþjónustu sem þau þurfa að veita. Sveitarfélög eru misvel undir það búnir að taka á sig þann kostnað sem þessar breyttu aðstæður valda. Því skipta þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ráðist í miklu máli fyrir rekstur sveitarfélaga um allt land. Nú þegar eru félagslegar aðgerðir einar metnar á 24 milljarða kr. Í þeim felast m.a. úrræði á vegum stjórnvalda til að viðhalda ráðningarsambandi og tryggja afkomu fólks. Þá hefur um 1,6 milljarður kr. runnið til beinna félagslegra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning til viðkvæmra hópa. Ef litið er til þeirra aðgerða sem eru á ábyrgð félagsmálaráðuneytisins er að finna gríðarmargar aðgerðir sem stuðla að því að halda atvinnulífinu gangandi. Aðgerðir sem skila sér til baka með útsvari og sköttum sem halda svo hjólum samfélagsins gangandi.

Nánar

Jöfnum aðgengi að húsnæðismarkaðnum

Í Gufunesi er spennandi verkefni þegar komið af stað þar sem Þorpið vistfélag er að reisa 65 íbúðir sem eru byggðar með ný lög um hlutdeildarlán í huga. Íbúðirnar, sem kosta á bilinu 19-37 milljónir, eru hluti af þeim fjölmörgu íbúðum sem við munum sjá koma inn á markaðinn á næstu misserum sem ungt fólk og tekjulágt mun geta keypt með stuðningi frá ríkinu í gegnum hlutdeildarlánin. Ég er mjög ánægður og stoltur af því að hlutdeildarlánin séu orðin að veruleika. Með þeim erum við að stíga myndarlegt skref til þess að aðstoða ungt fólk og lágtekjuhópa til að komast inn á fasteignamarkaðinn, og um leið erum við sem samfélag að segja að við sættum okkur ekki við að einungis þeir sem eru með sterkt bakland eigi að geta eignast eigið húsnæði.

Nánar

Sjald­gæfir sjúk­dómar og lang­veik börn – Tryggjum bætta um­gjörð

Undirritaður ásamt tólf öðrum þingmönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi lagði nýverið fram þingsályktunartillögu um sértæka þjónustueiningu fyrir einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma og langveik börn. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að heilbrigðisráðherra verði falið að skipa starfshóp sem geri tillögur að fyrirkomulagi sértækrar þjónustueiningar fyrir einstaklinga sem greinast með sjaldgæfa sjúkdóma. Þá er starfshópnum falið að skoða hvort sú þjónustueiningin gæti haft það hlutverk að sinna öllum langveikum börnum og aðstandendum þeirra. Þjónustueiningin er til þess fallin að tryggja að sjúklingar hafi einn viðkomustað í heilbrigðiskerfinu og til þess að ný þekking og nýjustu rannsóknir skili sér í bættri þjónustu sem byggist á nýjustu gagnreyndu þekkingu hverju sinni.

Nánar