Greinar
Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í!
Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði
Íslensk kvikmyndagerð á tímamótum
Stefnan setur skýr markmið um eflingu fjölbreyttrar og metnaðarfullrar menntunar á sviði kvikmyndagerðar. Boðaðar eru markvissar aðgerðir til að efla mynd- og miðlalæsi barna og unglinga og styðja við skapandi hugsun. Slíkt hefur aldrei verið mikilvægara en nú, á tímum ofgnóttar af upplýsingum sem erfitt er að henda reiður á. Þá er í stefnunni kveðið á um vandað og metnaðarfullt kvikmyndanám á háskólastigi, nokkuð sem greinin hefur kallað eftir um langt skeið. Námið mun efla listrænt sjálfstæði íslenskrar kvikmyndagerðar, auka faglega umræðu og opna spennandi tækifæri til náms og starfa.
Frábærar fréttir!
Fjölbreytt námsframboð og sveigjanlegt námsumhverfi, sem skapað er í nánu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, er nauðsynlegt svo að atvinnulíf og samfélag vaxi og dafni. Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur verið mikil lyftistöng fyrir samfélagið á Suðurnesjum frá stofnun árið 1976. Menntaskólinn Ásbrú (Keilir), Fisktækniskólinn og MSS eru stofnanir sem orðið hafa til vegna frumkvæðis einkaaðila, sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja á svæðinu. Þörfin fyrir fjölbreyttar námsleiðir, starfsþjálfun og endurmenntun hefur verið áþreifanleg.
Lengi lifi íslensk kvikmyndagerð!
Markmiðið með kvikmyndastefnunni er að auðga kvikmyndarmennningu, sem styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og eflir íslenska tungu. Bjóða á uppá fjölbreyttari og metnaðarfyllri kvikmyndamenntun, styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og styðja við að Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvikmyndagerðar. Stefnan er komin, nú þurfum við bara að vinna saman og ná þessum markmiðum. Við Íslendingar getum verið stoltir yfir þeim góðu listamönnum sem hér búa, það er ekki sjálfgefið að svo fámenn þjóð eigi jafn marga frambærilega listamenn. Með auknu framboði í námi í kvikmyndagerð verður stuðlað að áframhaldandi vexti íslenskra listamanna.
Hvaða íslenski sjónvarpsþáttur er bestur?
Tækniþróun og erlendar streymisveitur hafa skapað fjölmörg tækifæri fyrir íslenskt þáttagerðarfólk, bæði til fjármögnunar og dreifingar. Íslenskt efni nýtur vinsælda víða um heim, nú síðast Brot, sem framleitt var í samstarfi við Netflix og var um tíma efst á áhorfslistum streymisveitunnar. Þrátt fyrir vinsældirnar hefur fjármögnun á íslenskum sjónvarpsþáttum gjarnan verið þung. Kvikmyndasjóður hefur haft takmarkaða burði til að uppfylla þarfirnar, enda umsóknir í sjóðinn langt umfram stærð hans og kvikmyndir í fullri lengd fjárfrekar.
Góður kennari gerir kraftaverk
Alþjóðadagur kennara er í dag. Fá störf eru jafn samfélagslega mikilvæg og kennarastarfið. Við munum öll eftir kennurum sem höfðu mikil áhrif á okkur sem einstaklinga, námsval og líðan í skóla.
Góður kennari skiptir sköpum. Góður kennari mótar framtíðina. Góður kennari dýpkar skilning á málefnum og fær nemandann til að hugsa afstætt í leit að lausnum á viðfangsefnum. Góður kennari opnar augu nemenda fyrir nýjum hlutum, hjálpar þeim áfram á beinu brautinni og stendur við bakið á þeim sem þurfa á því að halda. Góður kennari tekur upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín og gerir kraftaverk í lífi barns. Góður kennari lyftir þungum brúnum og getur kallað fram hlátrasköll. Góður kennari styrkir einstaklinginn.
Spennandi upphaf
Við eigum áfram að sækja fram til að tryggja framúrskarandi menntun á öllum skólastigum og í haust mun ég kynna tillögu til þingsályktunar um menntastefnu til ársins 2030, þar sem menntun landsmanna er í öndvegi.
Öflug byggðastefna
Loftbrúin (Skoska leiðin) er ein mikilvægasta byggða- og samgönguaðgerð síðari ára. Loftbrúin veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allt að sex flugleggi á ári og er markmiðið að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni sem búa fjarri höfuðborginni að miðlægri þjónustu. Ljóst er að hér er um mikið réttlætismál að ræða fyrir þá sem búa fjarri höfuðborginni og bæði vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað
Stöndum vörð um fjölskyldur og samfélag!
Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja barni samvistir við báða foreldra. Ljóst er að ef meirihluti fæðingarorlofsins væri sameiginlegur væri barni ekki endilega tryggð samvist nema við annað foreldrið. Enda sýna rannsóknir eindregið fram á að feður taka síður orlof eftir því sem framseljanlegur tími er lengri. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra.