Greinar

Greinar

Verðmæti menningar og lista er mikið

Öflugt menn­ing­ar­líf hef­ur ein­kennt ís­lenska þjóð frá upp­hafi. Við erum söngva-, sagna- og bókaþjóð. List­sköp­un Íslend­inga hef­ur ít­rekað vakið at­hygli á alþjóðleg­um vett­vangi. Ég tel að við get­um öll verið stolt af aðgerðum okk­ar í þágu menn­ing­ar og lista, enda vit­um við að efna­hags­leg og fé­lags­leg áhrif af lömuðu menn­ing­ar­lífi mun kosta sam­fé­lagið marg­falt meira, til framtíðar litið.

Nánar

Styrkjum stöðu aldraðra og drögum úr einmanaleika

Und­an­farið höf­um við í fé­lags­málaráðuneyt­inu styrkt fjöl­mörg verk­efni sem miðast að því að vinna gegn fé­lags­legri ein­angr­un og ein­mana­leika aldraðra. Ein­mana­leiki og fé­lags­leg ein­angr­un er al­geng hjá öldruðum og er styrkj­un­um ætlað að bregðast við þeirri stöðu og styðja við fjölþætt­ar aðgerðir til að draga úr fé­lags­legri ein­angr­un og ein­mana­leika þessa hóps. Aðgerðunum er bæði ætlað að bregðast við þeim áhrif­um sem Covid-19-far­ald­ur­inn hef­ur haft á hóp­inn en einnig að styrkja stöðu aldraðra og draga úr ein­mana­leika til lengri tíma.

Nánar

Með ást og kærleik

Nú stendur yfir ástarvika í Bolungarvík, ein vika á ári sem áhersla er lögð á kærleik og ást. Þessi vika hefur átt sér stað og stund í Bolungarvík síðan árið 2004. Hún byggir á hugmynd sem kemur frá Soffíu Vagnsdóttur. Í gegnum árin hefur þessari viku fylgt menningardagskrá með tónleikum, ljóðalestri og góðum mat því það er svo auðveld leið að flytja kærleik áfram með þeim hætti. Markmiðið með því að leggja áherslu á kærleikann í eina viku er einfalt og því auðvelt að tileinka sér það.

Nánar

Landbúnaður – hvað er til ráða?

Eft­ir­litið þarf að virka. Þær frétt­ir ber­ast þessi miss­er­in að þar sé allt í skötu­líki. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in kom­ist upp með að brjóta tolla­samn­ing­inn með rangri flokk­un á vör­um, jafn­vel svo árum skipti. Af­leiðing­in eru und­an­skot á toll­um, jafn­vel svo nem­ur hundruðum millj­óna, án þess að nokk­ur eft­ir­lits- og ábyrgðaraðili bregðist við. Það er ekki hægt að sætta sig við að samn­ing­ar séu brotn­ir, þannig skekk­ist sam­keppni við bænd­ur, sam­keppni milli fyr­ir­tækja sem halda sig inn­an laga og hinna sem svíkj­ast um að greiða op­in­ber gjöld og snuða þannig al­menn­ing beint. Þetta þarf að rann­saka.

Nánar

Unga fólkið okkar hefur áhrif

Aðkoma barna og ung­menna er lyk­il­atriði til að ná sam­stöðu og sátt um mál­efni sem þeim tengj­ast. Þess vegna hef­ur ráðuneytið haldið sam­ráðsfundi með sam­tök­um nem­enda, til að heyra þeirra skoðanir og viðhorf varðandi ákv­arðana­töku í heims­far­aldr­in­um. Þetta hef­ur gefið mjög góða raun.

Nánar

António Guterres á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík

Sam­ein­uðu þjóð­irnar fagna 75 ára afmæli á þessu ári og hafa á und­an­förnum ára­tugum efnt til umfangs­mestu sam­ræðu sem um getur um alheims­sam­vinnu til að móta betri fram­tíð í þágu allra jarð­ar­búa. Starf­semi sam­tak­anna er sam­ofið þeirri hug­mynda­fræði sem Norð­ur­landa­ráð byggir á en það voru einmitt Danir og Norð­menn sem stofn­uðu Sam­ein­uðu þjóð­irnar árið 1945.

Nánar

Íslensk kvikmyndagerð á tímamótum

Stefn­an set­ur skýr mark­mið um efl­ingu fjöl­breyttr­ar og metnaðarfullr­ar mennt­un­ar á sviði kvik­mynda­gerðar. Boðaðar eru mark­viss­ar aðgerðir til að efla mynd- og miðlalæsi barna og ung­linga og styðja við skap­andi hugs­un. Slíkt hef­ur aldrei verið mik­il­væg­ara en nú, á tím­um of­gnótt­ar af upp­lýs­ing­um sem erfitt er að henda reiður á. Þá er í stefn­unni kveðið á um vandað og metnaðarfullt kvik­mynda­nám á há­skóla­stigi, nokkuð sem grein­in hef­ur kallað eft­ir um langt skeið. Námið mun efla list­rænt sjálf­stæði ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar, auka fag­lega umræðu og opna spenn­andi tæki­færi til náms og starfa.

Nánar

Frábærar fréttir!

Fjölbreytt námsframboð og sveigjanlegt námsumhverfi, sem skapað er í nánu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, er nauðsynlegt svo að atvinnulíf og samfélag vaxi og dafni. Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur verið mikil lyftistöng fyrir samfélagið á Suðurnesjum frá stofnun árið 1976. Menntaskólinn Ásbrú (Keilir), Fisktækniskólinn og MSS eru stofnanir sem orðið hafa til vegna frumkvæðis einkaaðila, sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja á svæðinu. Þörfin fyrir fjölbreyttar námsleiðir, starfsþjálfun og endurmenntun hefur verið áþreifanleg.

Nánar