Greinar

Greinar

Dagur norrænu grannríkjanna í vestri

Vestn­or­ræna deg­in­um, sem hald­inn er hátíðleg­ur 23. sept­em­ber ár hvert, voru gerð góð skil með veg­legri dag­skrá í Nor­ræna hús­inu á dög­un­um. Mark­mið dags­ins er að styrkja og gera sýni­legt menn­ing­ar­sam­starf milli Fær­eyja, Græn­lands og Íslands. Í ár var áhersl­an á menn­ingu, sjálfs­mynd og tungu­mál og hvernig við not­um móður­málið í skap­andi aðstæðum.

Nánar

Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi?

Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað.

Nánar

Þjóðarleikvangar fyrir þjóðina

Um ára­tuga­skeið hef­ur þjóðin átt sér þann draum að byggja þjóðarleik­vanga fyr­ir íþrótt­astarf í land­inu. Slíkt er löngu tíma­bært, enda nú­ver­andi mann­virki úr sér geng­in og stand­ast ekki kröf­ur alþjóðlegra íþrótta­sam­banda. Þannig upp­fyll­ir ekk­ert íþrótta­hús hér­lend­is lág­marks­kröf­ur sem gerðar eru í alþjóðakeppn­um í hand­knatt­leik eða körfuknatt­leik.

Nánar

Að vera í sambandi við önnur lönd

Í fjar­skipta­áætl­un sem ég lagði fyr­ir Alþingi árið 2019 og var samþykkt, legg ég áherslu á að lagður verði nýr fjar­skiptasæ­streng­ur til að tryggja enn frek­ar sam­band okk­ar við um­heim­inn. Ástæðurn­ar fyr­ir lagn­ingu nýs strengs varða allt í senn ör­ygg­is-, efna­hags-, varn­ar- og al­manna­hags­muni. Fjöl­marg­ir hafa tekið und­ir mik­il­vægi slíkr­ar aðgerðar, þar á meðal Sam­tök iðnaðar­ins og Sam­tök gagna­vera.

Nánar

Fram­sókn í efna­hags­málum

Verkefni stjórnvalda er margþætt. Það snýr að einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu öllu. Heildaratvinnuleysi er komið upp í 10% og enn erum við ekki farin að sjá toppinn. Mörg fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og tryggja þarf rekstrarstöðu þeirra til að halda störfum og afla þjóðfélaginu tekna. Verkefnið er að spyrna íslensku efnahagslífi aftur af stað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Nánar

Sveitarstjórnarstigið og leiðin inn í framtíðina

Mikilvægt að samkomulag verði gert um það að vinna með langtímasýn og raunsæi þegar kemur að því að leitast við að tryggja stöðugleika í rekstri sveitarfélaga sem gefur til lengri tíma svigrúm til eðlilegrar uppbyggingar og viðhalds á innviðum samfélagsins.

Nánar

Orku­jurtir – um­hverfis­vænir orku­gjafar

Orkujurtirnar repja og nepja má rækta með góðum árangri víða um land og getur orðið góð viðbót sem nýsköpun í íslenskum landbúnaði og iðnaði. Ræktun á repju og nepju styður við landgræðslu og jarðvegsundirbúning fyrir aðra ræktun. Við ræktun og vinnslu á repju og nepju verða til þrjár afurðir, olía, fóðurmjöl og stönglar.

Nánar

Sjálfbært sjávarhagkerfi – ávinningur fyrir alla

Mark­miðið með sam­eig­in­lega fund­in­um var að ræða hlut­verk Norður­landa í vinn­unni að sjálf­bærri stjórn­un sjáv­ar­auðlinda og við að tryggja sjálf­bært sjáv­ar­hag­kerfi í framtíðinni á Norður­lönd­um og um heim all­an. Góð stjórn­un hafs­ins á Norður­lönd­um og alþjóðlega er of­ar­lega á dag­skrá Norður­landaráðs. For­mennskulandið Ísland legg­ur í áætl­un sinni áherslu á líf­fræðilega fjöl­breytni hafs­ins og und­ir­strik­ar að hnign­un líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni hafi djúp­stæð áhrif á þjóðir Norður­landa sem eru afar háðar auðlind­um sjáv­ar.

Nánar

Íslensk olía á skip og vinnuvélar

Í samgönguáætlun íslenskra stjórnvalda er stefnt að því að losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna á Íslandi verði undir 750 þúsund tonnum árið 2020, sem er í samræmi við aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Til að ná þessum markmiðum er lögð áhersla á að auknar verði rannsóknir á umhverfisvænum orkugjöfum til að þróa og framleiða vistvænt eldsneyti. Einnig að markvissar aðgerðir og ívilnanir miði að minni notkun jarðefnaeldsneytis og að samgöngutæki nýti orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Sérstök áhersla er lögð á að auka notkun lífeldsneytis á fiskiskipaflotann.

Nánar