Categories
Greinar

Efnahagsleg loftbrú sem virkar

Deila grein

15/01/2022

Efnahagsleg loftbrú sem virkar

Þær áskor­an­ir sem heim­ur­inn hef­ur þurft að tak­ast á við vegna heims­far­ald­urs­ins eru for­dæma­laus­ar. Íslenskt sam­fé­lag, ekki síður en önn­ur sam­fé­lög, hef­ur þurft að leggja sig allt fram við að tak­ast á við þann veru­leika sem veir­an hef­ur fært okk­ur til að tryggja áfram­hald­andi hag­sæld til framtíðar. Strax í upp­hafi far­ald­urs ákvað rík­is­stjórn­in að beita rík­is­fjár­mál­un­um af krafti til þess að tryggja öfl­uga viðspyrnu sam­fé­lags­ins – sem er meðal ann­ars í anda breska hag­fræðings­ins Johns M. Keynes. Keynes hafði legið und­ir feldi við rann­sókn­ir á krepp­unni miklu, þar sem nei­kvæður spírall dró kraft­inn úr hag­kerf­um um all­an heim.

Niður­sveifla og markaðsbrest­ur snar­fækkaði störf­um, minnkaði kaup­mátt og í leiðinni tekj­ur hins op­in­bera, sem hélt að sér hönd­um til að eyða ekki um efni fram. Keynes hélt því fram að þannig hefðu stjórn­völd dýpkað krepp­una og valdið óbæt­an­legu tjóni. Þvert á móti hefði hið op­in­bera átt að örva hag­kerfið með öll­um til­tæk­um ráðum, ráðast í op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir og eyða tíma­bundið um efni fram. Þannig væru ákveðin um­svif í hag­kerf­inu tryggð, þar til kerfið yrði sjálf­bært að nýju.

Með þetta meðal ann­ars í huga hef­ur rík­is­stjórn­in varið millj­örðum króna síðan 2020 til að tryggja kröft­uga viðspyrnu á sviði menn­ing­ar­mála. Með fjár­magn­inu hef­ur tek­ist að brúa bilið fyr­ir lista­fólkið okk­ar þar til hjól sam­fé­lags og at­vinnu­lífs fara að snú­ast á nýj­an leik. Afrakst­ur þess­ar­ar fjár­fest­ing­ar er óum­deild­ur. Menn­ing og list­ir eru auðlind sem skil­ar efna­hags­leg­um gæðum til sam­fé­lags­ins í formi at­vinnu, fram­leiðslu á vöru og þjón­ustu til neyslu inn­an­lands og út­flutn­ings. Við þurf­um ekki annað en að horfa til þeirra landa sem fremst eru, þar sem rann­sókn­ir sýna að skap­andi at­vinnu­grein­ar leggja sí­fellt meira til hag­vaxt­ar.

Sömu sögu má segja af viðspyrnuaðgerðum stjórn­valda fyr­ir ferðaþjón­ust­una en sam­tals var 31 millj­arði króna varið til þeirra árin 2020 og 2021. Ný­verið var kynnt grein­ing KPMG á áætlaðri stöðu ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu í árs­lok 2021. Aðgerðir stjórn­valda hafa skipt sköp­um í að styðja við aðlög­un­ar­hæfni ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja á tím­um covid og gera grein­ina bet­ur í stakk búna til þess að þjón­usta fleiri ferðamenn þegar fólks­flutn­ing­ar aukast að ráði milli landa á ný. Ferðaþjón­ust­an verður lyk­ill­inn að hröðum efna­hags­bata þjóðarbús­ins en grein­in get­ur á skömm­um tíma skapað gríðarleg­ar gjald­eyris­tekj­ur fyr­ir landið.

Þrátt fyr­ir að við séum stödd á krefj­andi tíma­punkti í far­aldr­in­um er ég bjart­sýn á framtíðina. Ég trúi því að ljósið við enda gang­anna sé ekki svo ýkja langt í burtu en þangað til munu stjórn­völd halda áfram að styðja við menn­ing­una, ferðaþjón­ust­una og fleira eins og þurfa þykir, með efna­hags­legri loft­brú sem virk­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta-, menn­ing­ar- og ferðamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. janúar 2022.