Greinar

Meira en bara lífstíll
Áhrif heimfaraldurs COVID-19 sýna það glöggt að það getur tekið örstutta stund að loka löndum heimsins. Þrátt fyrir að ákvörðun hafi verið tekin um að leyfa vöruflutninga milli landa þegar landamæri voru lokuð hefði einnig verið möguleiki á því að innflutningur til landsins hefði stöðvast algjörlega. Þá hefðu Íslendingar þurft að reiða sig alfarið á íslenskar vörur. Við þurfum að vera með tryggar undirstöður. Íslenskur landbúnaður er ein mikilvægasta stoð samfélagsins en svo virðist sem það hafi gleymst á nokkrum stöðum í stjórnsýslunni.

Rannsaka þarf innflutning landbúnaðarvara
Árið 2019 nam innflutningur á þessum osti 299 tonnum, til framleiðslunnar þarf um 3.000.000 lítra af mjólk en það svarar til ársframleiðslu 8-10 íslenskra kúabúa. Tollur af þessum osti gæti numið 200- 300 milljón kr. það árið þ.e. tekjur sem ættu að renna í ríkissjóð. Það hefur líka komið fram að yfirvöld tollamála hafa heimild til endurákvörðunar tolla allt að 6 ár aftur í tímann ef vara reynist hafa verið ranglega afgreidd. Ekki hefur verið staðfest hvað veldur þessu misræmi.

Skapandi þjóð
Við nýtum nú þegar þá miklu auðlind sem er að finna í kraftmiklu menningar- og listalífi. Sú auðlind skilar nú þegar miklum efnahagslegum gæðum til samfélagsins í formi atvinnu, framleiðslu á vöru og þjónustu. Þessi öfluga atvinnugrein veitir ekki aðeins tæplega 8% vinnuaflsins beina atvinnu, heldur hefur rík áhrif á ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinar. Skapandi greinar eru sveigjanlegri og vaxa hraðar en aðrar atvinnugreinar, en til að standast samkeppni við aðrar þjóðir þurfum við að greiða leið frumkvöðla og skapandi fyrirtækja með hvetjandi aðgerðum.

Hlutdeildarlán auðvelda einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð
Það er alveg ljóst í mínum huga að með þessari aðgerð og þessari tegund lána, hlutdeildarlána, er verið að gera tekjulágum einstaklingum og þeim einstaklingum sem jafnvel hafa verið fastir á leigumarkaði mögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Líkt og fram hefur komið er verið að bregðast við og lækka þröskuld þess hóps sem hefur verið að greiða leigu en lítið náð að leggja til hliðar og jafnvel þurft að treysta á öflugt bakland sem í flestum tilfellum er ekki til staðar. Það er því sérstaklega mikilvægt að við séum öll saman í þessum báti og að við séum öll að róa í sömu átt. Ríkið hefur nú stigið þetta myndarlega fyrsta skref með því að setja fjögur þúsund milljónir árlega í þessa aðgerð. Fordæmi annarra landa ásamt því sem er að gerast í Gufunesi sýna, svo ekki verði um villst, að þetta er vel hægt.

Braggamál í Borgarbyggð
Á Kleppjárnsreykjum er verið að byggja 30 barna leikskóla sem þörf var á fyrir okkur íbúa uppsveitanna. En þar eins og í Borgarnesi þarf leiksvæði fyrir börnin og það þarf að sjálfsögðu að vera vandað. En er það virkilega þess virði að hanna leiksvæði þar sem kostnaðurinn við einungis hönnunina er kominn í 11,8 milljónir króna? Aftur eins og í Borgarnesi er ekki neitt efni, vinna eða tæki inn í þessari tölu. En eins og þetta sé ekki nóg þá átti nú heldur betur að vanda til verka uppi á Kleppjárnsreykjum og sleppa við framúrkeyrslu eins og áttu sér stað í kringum alla framkvæmd Grunnskólans í Borgarnesi og samið var við arkitekt um alla hönnunarvinnu leiksvæðisins. Samningurinn var undirritaður í nóvember 2018 og hljóðaði uppá 2 milljónir króna! Hvað gerðist?

Verðmæti menningar og lista er mikið
Öflugt menningarlíf hefur einkennt íslenska þjóð frá upphafi. Við erum söngva-, sagna- og bókaþjóð. Listsköpun Íslendinga hefur ítrekað vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. Ég tel að við getum öll verið stolt af aðgerðum okkar í þágu menningar og lista, enda vitum við að efnahagsleg og félagsleg áhrif af lömuðu menningarlífi mun kosta samfélagið margfalt meira, til framtíðar litið.

Styrkjum stöðu aldraðra og drögum úr einmanaleika
Undanfarið höfum við í félagsmálaráðuneytinu styrkt fjölmörg verkefni sem miðast að því að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika aldraðra. Einmanaleiki og félagsleg einangrun er algeng hjá öldruðum og er styrkjunum ætlað að bregðast við þeirri stöðu og styðja við fjölþættar aðgerðir til að draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika þessa hóps. Aðgerðunum er bæði ætlað að bregðast við þeim áhrifum sem Covid-19-faraldurinn hefur haft á hópinn en einnig að styrkja stöðu aldraðra og draga úr einmanaleika til lengri tíma.

Með ást og kærleik
Nú stendur yfir ástarvika í Bolungarvík, ein vika á ári sem áhersla er lögð á kærleik og ást. Þessi vika hefur átt sér stað og stund í Bolungarvík síðan árið 2004. Hún byggir á hugmynd sem kemur frá Soffíu Vagnsdóttur. Í gegnum árin hefur þessari viku fylgt menningardagskrá með tónleikum, ljóðalestri og góðum mat því það er svo auðveld leið að flytja kærleik áfram með þeim hætti. Markmiðið með því að leggja áherslu á kærleikann í eina viku er einfalt og því auðvelt að tileinka sér það.

Landbúnaður – hvað er til ráða?
Eftirlitið þarf að virka. Þær fréttir berast þessi misserin að þar sé allt í skötulíki. Innflutningsfyrirtækin komist upp með að brjóta tollasamninginn með rangri flokkun á vörum, jafnvel svo árum skipti. Afleiðingin eru undanskot á tollum, jafnvel svo nemur hundruðum milljóna, án þess að nokkur eftirlits- og ábyrgðaraðili bregðist við. Það er ekki hægt að sætta sig við að samningar séu brotnir, þannig skekkist samkeppni við bændur, samkeppni milli fyrirtækja sem halda sig innan laga og hinna sem svíkjast um að greiða opinber gjöld og snuða þannig almenning beint. Þetta þarf að rannsaka.