Greinar
Kvikmyndagerð getur vaxið áfram
Það er mikilvægt að Ísland styrki stöðu sína á vaxandi kvikmyndamarkaði. Efli umgjörð kvikmyndaframleiðslu, byggi á sömu prinsippum og áður en taki virkan þátt í alþjóðlegri samkeppni um kvikmyndaverkefni. Einfalt endurgreiðslukerfi er meðal þess sem við eigum að rækta enn frekar. Við ættum að hækka endurgreiðsluhlutfallið, eða nota það sem sveiflujafnara á móti gengisþróun. Hlutfallið gæti orðið allt að 35% þegar staða krónunnar er sterk en að lágmarki 25% þegar krónan er veikari. Einnig mætti hugsa sér stighækkandi endurgreiðslur eftir stærð verkefna til að laða stærri verkefni til landsins. Mikilvægt er þó að endurgreiðslukerfið sé sjálfbært. Þá er brýnt að hraða afgreiðslu mála, til að lágmarka kostnað framleiðenda við brúarfjármögnun sem stendur verkefnum fyrir þrifum.
Eitt sundkort í allar laugar landsins?
Eflaust höfum við áttað okkur enn betur á því hversu mikilvægar sundlaugarnar eru okkur eftir að þær lokuðu tímabundið vegna Covid. Ég mun áfram bíða eftir að mín uppáhalds sundlaug opni en nú er unnið að endurbótum búningsklefa Sundlaugarinnar Laugaskarði í Hveragerði. Það verða eflaust fagnarðarfundir þegar fastagestir hennar geta farið að mæta aftur að framkvæmdum loknum í apríl. Heppilegt væri að geta notað sundkortið sitt á meðan í t.d nágrannasveitarfélaginu Ölfusi. Það væri nú reyndar líka heppilegt ef Hveragerði og Ölfus væru eitt og sama sveitarfélagið en það er efni í aðra grein.
Heimsborg við hafið
Fáir bæir eru fegurri eða eiga merkari sögu en Seyðisfjörður. Milli himinhárra fjalla hefur byggst upp öflugt samfélag, menningarlegur hornsteinn og sögufrægur staður. Þar kom í land fyrsti símastrengurinn sem tengdi Ísland við umheiminn og þaðan hafa ferðalangar lengi lagt yfir hafið og gera enn. Tengingin við umheiminn er þar sterk og í raun má segja að Seyðisfjörður sé heimsborg í dulargervi. Fjöldi erlendra listamanna hefur dvalið við listsköpun í lengri eða skemmri tíma, þar eru veitingastaðir á heimsmælikvarða, mannlífið er blómlegt og Seyðisfjörður geymir sögufrægar byggingar af erlendum uppruna – litrík, norskættuð timburhús frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar gera Seyðisfjörð einstakan meðal bæja á Íslandi. Mörg þeirra hafa mikið menningarsögulegt gildi og njóta friðunar í samræmi við það. Sum hafa fengið glæsilega andlitslyftingu á undanförnum árum og eigendur varið ómældum tíma og fé í varðveislu þeirra.
Ónýtir vegir á sunnanverðum Vestfjörðum
Þegar litið er til samgangna á sunnanverðum Vestfjörðum erum við enn stödd á síðust öld og þarf ekki að fjölyrða frekar um það. Til þess að komast á milli byggðakjarna á svæðinu þarf að fara yfir fjallvegi sem eru erfiðir á veturna. Núverandi vegir eru engan veginn byggðir fyrir þá umferð sem þar er. Þungaflutningar eru miklir og almenn umferð hefur aukist vegna atvinnu og þjónustu. Þá eru lokanir á vegum algengar yfir veturna bæði á milli byggðarlaganna þriggja og á Kleifaheiði á Barðastrandavegi. Þessar lokanir hafa mikil áhrif, enda er um eitt vinnusóknarsvæði að ræða.
Nýtt ár og ný framsókn fyrir landið allt
Já, viðspyrnan er handan við hornið, nú þegar sól hækkar á lofti og bólusetningar eru hafnar. Ríkið hefur ráðist í viðamiklar framkvæmdir, ekki síst á sviði samgangna og nýsköpunar. Samgöngur eru lífæð landsins, stór þáttur í lífsgæðum fólks og styrkir byggðir og samfélög. Nýsköpun á öllum sviðum, hvort sem það eru stafrænar lausnir í stjórnsýslu eða stuðningur við frjóa sprota í atvinnulífinu.
Styrkjum búsetu á landsbyggðinni
Þegar ég horfi yfir árið 2020 og þau verkefni sem við í félagsmálaráðuneytinu höfum verið að vinna, horfi ég til baka stoltur en árið litaðist að mörgu leyti af viðbrögðum við heimsfaraldri Covid-19. Ég er hins vegar mjög ánægður og stoltur af því að hafa náð að koma þremur stórum baráttumálum mínum á dagskrá þrátt fyrir aðstæður í heiminum en þau eiga það öll sameiginlegt að styrkja búsetu á landsbyggðinni.
„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“
Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, lést 23. nóvember síðastliðinn á Landspítalanum. Páll var
Háskólinn á Akureyri með tryggt fjármagn til vaxtar
Öflugt háskólastarf byggir á sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélög. Atvinnuþróun og nýsköpun sem sprettur úr háskólastarfi fer fram í sambúð atvinnuvega og skóla en ekki fjarbúð. Til að landsbyggðirnar hafi raunverulegan aðgang að því fjármagni sem ríkið úthlutar nú í gegnum samkeppnissjóði í vísindum og nýsköpun þarf virkt háskólasamfélag.
Höfn í höfn í Þorlákshöfn
Það er engum blöðum um það að fletta að vöruflutningar um Þorlákshöfn hafa opnað nýja möguleika fyrir ferskflutning á sjávarföngum frá Íslandi til meginlands Evrópu. Eftirspurn eftir vöruflutningum hefur aukist jafnt og þétt á ekki lengri tíma og er árangurinn framar vonum. Tvær vöruflutningaferjur, Mykines og Mistral, sigla á vegum færeyska skipafélagsins Smyril-Line vikulega og hugmyndir eru uppi um farþegasiglingar frá Þorlákshöfn til Evrópu. Kostirnir eru ótvíræðir með verulegum ávinningi fyrir sunnlenskt atvinnulíf og byggðaþróun. Fyrir utan störf sem skapast við löndun og ýmsa aðra þjónustu þá er sjóflutningstíminn sá stysti til og frá landinu sem styrkir ferskfiskútflutninginn til muna. Flutningur á ferskum sjávarafurðum kemur til með að stóraukast á næstunni þar sem meiri krafa er um að afurðir séu fluttar á markað á sem hagkvæmastan hátt, fyrir umhverfið. Ef fyrirætlanir um stækkun í fiskeldi verða að veruleika þurfa innviðir að vera í stakk búnir til þess að afkasta aukinni framleiðslu á markaði erlendis. Núverandi skip sem venja komu sína til Þorlákshafnar fullnýta stærðarramma hafnarinnar og því er ekki möguleiki á að taka við stærri skipum ef uppfylla á alþjóðlegar öryggiskröfur.