Greinar

Greinar

Ef við viljum í al­vöru standa með neyt­endum og inn­lendri fram­leiðslu þá er til leið

Undirrituð hafa lagt fram frumvarp til breytinga á búvörulögum þess efnis að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga þá sé afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Þetta frumvarp fæddist ekki í þeirri efnahagslægð sem nú ríkir heldur var það fyrst lagt fram á haustdögum 2018, löngu áður efnahagskreppa af völdum COVID 19 var í kortunum. Þessar breytingar eiga sér sannarlega tilverurétt nú sem aldrei fyrr.

Nánar

Sam­vinna bænda í sölu bú­vara

Þessi nálgun Samkeppniseftirlitsins, sem lausn á því viðfangsefni bænda að kaupendur varanna eru að stærstum hluta tvær smásölukeðjur, hljóma nánast útópískar. Verslanir Haga (Bónus og Hagkaup) auk Krónunnar fara með 76% verslunar á smásölustigi hér á landi. Hvernig dettur forstjóra Samkeppniseftirlitsins í hug að það bæti stöðu bænda að mæta á pikköppunum sínum á planinu fyrir framan skrifstofur þessa fyrirtækja með kjöt af heimaslátruðu á pallinum. Kjötið þarf að selja sem fyrst því bændur hafa ekki geymslur fyrir það. Ég læt lesendum eftir að geta sér til um niðurstöðuna. Stofnun kaupfélaganna á sínum tíma var einmitt ætlað að vera svar við sambærilegri stöðu. Á sama hátt styður t.d. ESB við það að bændur skipuleggi afurðasölustarf sitt með samvinnu – hefur ESB haft það að stefnu sinni allt frá gerð Rómarsáttmálanna 1958. Sameina þarf slagkraft margra til að mæta fákeppni á smásölumarkaði og samkeppni erlendis frá eins og ríkir hér á landi.

Nánar

Spennandi atvinnugrein – ein með öllu

Auk­inn áhugi neyt­enda á græn­meti hef­ur birst í aukn­um inn­flutn­ingi. Íslensk­ir fram­leiðend­ur hafa aukið sína fram­leiðslu, en ekki haldið í við eft­ir­spurn­ina og því hef­ur hlut­deild inn­lendr­ar fram­leiðslu minnkað. Hún er nú um 20% en með mark­viss­um aðgerðum og nú­tíma­leg­um fram­leiðsluaðferðum má auka hana til muna. Þannig er raun­hæft að stefna á 40% hlut­deild árið 2030 og 50% inn­an fimmtán ára. Slík­ur ár­ang­ur hefði mik­il sam­fé­lags­leg áhrif, myndi skapa fjölda starfa og spara gjald­eyri sem ann­ars færi til kaupa á er­lendu græn­meti.

Nánar

Sorp er sexý

Á Íslandi ætti lítið sem ekkert að vera til fyrirstöðu fyrir því að endurvinnsla sé til fyrirmyndar um allt land, frá Reykjavík og til hinna dreifðu byggða. Grundvallarskref í þá átt væri að samræma flokkun sorps á Íslandi, þ.e. milli allra sveitarfélaganna. Með þessu aukum við vitundarvakningu á flokkun og endurvinnslu sorps enn frekar ásamt því að koma í veg fyrir fljótfærnisvillur og ranga flokkun í góðri trú. Að flokka sorp á réttan hátt gæti orðið svokallað „vöðvaminni“ (e. muscle memory) hjá okkur öllum og með þessu aukum við mögulega nýtingu þeirra verðmæta sem safnast við rétta flokkun sorps.

Nánar

Reykjanesið er svæði tækifæranna

Heimsmarkaður fyrir þörunga er stór og fer vaxandi. Samkvæmt skýrslu Report Linker um heimsmarkað fyrir þörunga frá júlí 2020 er áætluð velta árið 2020 fyrir þörungaprótein 912,8 millj. dala og því spáð að hann vaxi í 1,3 milljarða dala árið 2027. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að það sé vaxandi eftirspurn eftir matvæla- og drykkjarafurðum sem byggðar eru á þörungum. Efni úr þeim má finna í mörgum matvælategundum, snyrtivörum og iðnaðarvörum eins og málningu, dekkjum o.fl. Á Ásbrú er t.a.m. starfandi öflugt og vaxandi fyrirtæki, Algalíf, sem ræktar smáþörunga. Úr þeim er unnið verðmætt efni, astaxanthin, sem notað er í eftirsótt fæðubótarefni. Vöxtur í þörungaframleiðslu í heiminum er áætlaður um 7,4% á ári til ársins 2024 og að veltan verði um 1,1 milljarður Bandaríkjadala árið 2024 samkvæmt greiningu Sjávarklasans frá nóvember 2019. Í þessari grein liggja mýmörg áhugaverð tækifæri fyrir íslenskt athafnalíf.

Nánar

Frelsi og fjötrar

Víðtæk sátt þarf að nást um hálendisþjóðgarð allra Íslendinga eigi hann að verða að veruleika. Málið er umdeilt og sjónarmið eru margvísleg og því brýnt að vanda til undirbúnings með hliðsjón af því markmiði sem sátt verður um. Óheft aðgengi að miðhálendinu eru verðmæti í hugum almennings sem hefur kynnst náttúru og menningu og haft frelsi til athafna og upplifunar. Hefðbundin landnýting og nytjar hafa verið stundaðar á hálendi Íslands í hundruði ára og hafa margar hverjar menningarlegt gildi. Þannig er svæðið mikilvægt fyrir það fólk sem hefur um áraraðir haft umsjón með hálendinu, sinnt því af trúmennsku og á faglegan hátt. Þá sé um að ræða eitt mikilvægasta útivistarsvæði almennings til ýmissa nytja og afþreyingar.

Nánar

Ekkert „Hakuna Matata“ með verndun íslenskunnar

Í byrjun Covid-19 faraldursins var meiri áhersla lögð á gæðaefni í sjónvarpi til afþreyingar landsmanna. Þá var ánægjulegt að sjá meiri textun og meiri áherslu á táknmál þannig að allir gætu notið þess efnis sem birtist á skjáum landsmanna. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu og halda áfram á sömu braut. Sjónarmið um erfiði og kostnað við textun eru vísað á bug. Hér erum við að tala um hagsmuni fólks og þá sérstaklega barna. Í dag eru meira að segja komnar ýmsar gerðir hugbúnaðar sem textar og jafnvel þýðir talmál jafnóðum og verður sífellt fullkomnari með hverju árinu.

Nánar

Í fótspor Ladda, Felix og Eddu Heiðrúnar

Brýnt er að bregðast við þeirri stöðu, svo skarðið í varn­ar­vegg ís­lensk­unn­ar stækki ekki á kom­andi árum. Íslensk­an á að vera hluti af allri streym­isþjón­ustu hér­lend­is, auk þess sem sam­keppn­is­staða ís­lenskra fjöl­miðla skekk­ist ef þeir er­lendu kom­ast fram hjá lög­um. Hana geta stjórn­völd rétt með texta- og tal­setn­ing­ar­sjóði, sem ég vil að verði að veru­leika, auk þess sem tækni­fram­far­ir gefa góð fyr­ir­heit um að sjálf­virk textun á sjón­varps­efni verði að veru­leika áður en langt um líður.

Nánar

Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu

Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. Mikil nýsköpun og vöruþróun á sér stað innan veggja þeirra, en hefur þróun á atvinnurekstri þeirra einnig átt sér stað. Þá er sérstaklega átt við jákvæða þróun í átt að ferðaþjónustu. Einnig hafa íslenskir áfengisframleiðendur farið í ákveðna útrás, en íslensk áfengisframleiðsla hefur unnið til alþjóðlegra viðurkenninga og birst á erlendum áfengismörkuðum. Jákvæð landkynning á sér stað með slíkri útrás, en umræddir framleiðendur nýta almennt íslenska sögu og menningu við nýsköpun, þróun og markaðsetningu þeirra. Ásamt þessu hefur áhugi neytenda á innlendri áfengisframleiðslu aukist til muna.

Nánar