Categories
Greinar

Íslenski skálinn er klár í slaginn!

Deila grein

20/04/2022

Íslenski skálinn er klár í slaginn!

Einn mik­il­væg­asti vett­vang­ur sam­tíma­list­ar í heim­in­um, Fen­eyjat­víær­ing­ur­inn 2021, opn­ar dyr sín­ar að nýju í vik­unni, ári á eft­ir áætl­un vegna heims­far­ald­urs­ins. Tví­ær­ing­ur­inn hef­ur verið hald­inn annað hvert ár með nokkr­um und­an­tekn­ing­um all­ar göt­ur síðan 1895 og er orðinn þunga­miðja í alþjóðleg­um list­um og menn­ingu. Lista­menn hvaðanæva úr heim­in­um sem hafa verið vald­ir af þjóðlönd­um sín­um streyma til Fen­eyja til að kynna list sína og varpa já­kvæðu ljósi á land og þjóð. Það er mik­ill heiður fyr­ir þann ís­lenska mynd­list­ar­mann sem val­inn er til þátt­töku á tví­ær­ingn­um hverju sinni. Ísland tók fyrst þátt í hátíðinni árið 1960 þegar þeir Jó­hann­es Sveins­son Kjar­val og Ásmund­ur Sveins­son voru vald­ir til þátt­töku og hef­ur síðan þá ein­vala lið ís­lenskra lista­manna tekið þátt í hátíðinni, allt frá Erró til Kristjáns Davíðsson­ar.

Full­trúi Íslands á Fen­eyjat­víær­ingn­um nú er mynd­list­armaður­inn Sig­urður Guðjóns­son. Hann er þekkt­ur fyr­ir magnþrung­in víd­eó­verk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Sig­urður á yfir tutt­ugu einka­sýn­ing­ar að baki víðs veg­ar um heim­inn og hlaut hann meðal ann­ars Íslensku mynd­list­ar­verðlaun­in árið 2018. Á síðustu árum hef­ur Sig­urður einnig unnið í sam­starfi við tón­skáld og þannig búið til verk sem sam­eina víd­eó, raf­hljóð og lif­andi flutn­ing list­unn­end­um til yndis­auka.

Þátt­taka á hinum alþjóðlega Fen­eyjat­víær­ingi skipt­ir máli fyr­ir ís­lenska menn­ingu. Árið 1984 varð sú já­kvæða breyt­ing að Ísland eignaðist einn eig­in þjóðarskála til sýn­ing­ar­halds á tví­ær­ingn­um en frá ár­inu 2007 hef­ur skál­inn verið til húsa víðsveg­ar um borg­ina. Árið 2020 tryggðu stjórn­völd hins veg­ar fjár­magn til að færa sýn­ing­ar­svæði Íslands á Fen­eyjat­víær­ingn­um 2022 á aðalsvæði hátíðar­inn­ar. Sam­hliða því lagði Íslands­stofa til fjár­magn til kynn­ing­ar á þátt­töku Íslands í sam­vinnu við Kynn­ing­armiðstöð ís­lenskr­ar mynd­list­ar. Með til­færslu ís­lenska skál­ans skap­ast ótví­ræð tæki­færi til að kynna bet­ur ís­lenska mynd­list en í kring­um sex hundruð þúsund gest­ir heim­sækja að jafnaði það svæði sem skál­inn stend­ur nú á. Það þýðir að gesta­fjöldi í ís­lenska skál­an­um geti nær tutt­ugufald­ast frá því sem verið hef­ur síðastliðin ár.

Er þetta í takt við áhersl­ur stjórn­valda um að beina sjón­um að frek­ari tæki­fær­um til vaxt­ar á sviði menn­ing­ar og lista, meðal ann­ars á virt­um alþjóðleg­um viðburðum og sýn­ing­um. Munu slík­ar áhersl­ur meðal ann­ars birt­ast í nýrri mynd­list­ar­stefnu fyr­ir Ísland sem kynnt verður á fyrstu 100 starfs­dög­um nýs menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is. Það er gleðilegt að fleiri fái notið fram­lags Íslands á Fen­eyjat­víær­ingn­um með betra aðgengi. Íslenski skál­inn með Sig­urð Guðjóns­son í stafni er til­bú­inn í tví­ær­ing­inn, landi og þjóð til sóma!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. apríl 2022.