Greinar

Greinar

Einmanaleiki er vandamál

Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að einmanaleiki auki líkur á alvarlegum sjúkdómum. Einmanaleiki flýtir fyrir öldrun, tengsl eru við hjarta- og æðasjúkdóma en einnig við vissar tegundir geðsjúkdóma, sjálfsvíga og minni vitsmunalegri getu. Einmanleiki eykur líkur á elliglöpum og Alzheimer. Í einverunni geta ýmsir draugar verið á kreiki. Þeir sem eru einmanna eru líklegri til að verða reiðari, bregðast við erfiðleikum með neikvæðni og kvíða og jafnvel í verstu tilfellum verða jaðarsett í samfélaginu. Því eru þessir einstaklingar líklegri til að styðja íhaldssamari eða öfgakenndar skoðanir í samfélaginu. Þeir sem eru einmanna upplifa samfélagið sem ógnandi og eru því mun stressaðri en aðrir og eiga erfiðara með svefn. Á heildina geta því einstaklingar sem eru einmana upplifað samfélagið sem hættulegt og ógnandi í einangrun sinni. Tækninýjungar og samfélagsmiðlanotkun eykur tilfinningu fólks fyrir því að það sé eitt og ýtir undir að líf þeirra sé ekki eins gott eins og annarra. Félagslegur samanburður og samkeppni hafa aukist sem heftir og kemur í veg fyrir samkennd fólks

Nánar

Ólafur, ertu að grínast?

Áhrif far­ald­urs­ins á af­komu bænda og afurðastöðva staf­ar af hruni í komu ferðamanna og breyt­inga á mörkuðum vegna sótt­varnaaðgerða. Þannig dróst sala á kjöti (ali­fugla-, hrossa-, svína-, naut­gripa- og lamba­kjöti) sam­an um 9,1% á tíma­bil­inu ág­úst til októ­ber. Sam­spil auk­ins inn­flutn­ings er­lendra búvara og hruns í komu ferðamanna skap­ar eitrað sam­spil á kjöt­markaði. Auk þess hef­ur komið upp ágalli í toll­fram­kvæmd.

Nánar

Við gefumst aldrei upp þótt móti blási

Í gömlu mál­tæki seg­ir að þol­in­mæði vinni all­ar þraut­ir, en hitt er nær sanni að þraut­seigj­an geri það. Það dug­ar ekki alltaf að anda ró­lega þegar eitt­hvað bját­ar á, held­ur þarf að bretta upp erm­ar. „Trúðu á sjálfs þíns hönd, en und­ur eigi – upp með plóg­inn, hér er þúfa í vegi,“ orti Ein­ar Ben í hvatn­ing­ar­ljóði til þjóðar­inn­ar fyr­ir 120 árum og þau skila­boð eiga enn við. Þannig mun slag­ur­inn við heims­far­ald­ur aðeins vinn­ast ef við tök­um sam­an hönd­um. Vinn­um sem einn maður að því að tryggja heilsu al­menn­ings, vel­ferð, at­vinnu­stig og mennt­un þeirra sem erfa landið. Það síðast­nefnda hef­ur tek­ist ótrú­lega vel, enda hafa hagaðilar í mennta­kerf­inu unnið náið sam­an, sýnt mikið út­hald og þraut­seigju. Það er því viðeig­andi að þraut­seigj­an sé til­greind sem eitt af gild­um nýrr­ar mennta­stefnu sem nú er rædd á Alþingi.

Nánar

Íslenskt eða hvað?

Í janúar 2014 skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undir sáttmála um upprunamerkingar matvæla. Enn í dag er að finna brotalöm á upplýsingum til neytenda er varða uppruna matvæla. Í könnun sem var gerð sama ár kom fram að rúmlega tveir þriðju landsmanna teldu það óásættanlegt að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Könnunin sýndi einnig að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar hafði aukist umtalsvert frá fyrri könnunum.

Nánar

Fjár­hags­á­ætlun Fjarða­byggðar 2021 – Með fjöl­skyldur í fyrir­rúmi

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021 ber þess að vissu leyti merki að Covid-19 faraldurinn, sem tekist hefur verið á við frá upphafi ársins, hefur haft og mun hafa mikil efnahagsleg áhrif á samfélagið allt. Þannig er áætlað að niðurstaða ársins 2020 verði um 150 milljón krónum lakari í rekstri sveitarfélagsins en gert var ráð fyrir. Er þar fyrst og fremst um að ræða kostnaðarauka sem tilkominn er vegna viðbragða sveitarfélagsins við faraldrinum á árinu sem nú er að verða liðið. Stærsti liðurinn var fjölgun sumarstarfa fyrir námsmenn og atvinnulausa, sem tókst afar vel, og skipti sveitarfélagið miklu máli í ýmsum verkefnum á liðnu sumri. Auk þessa þurfti að fara í kaup á ýmsum búnaði til að gera starfsemi sveitarfélagsins mögulega í samkomutakmörkunum, auka sóttvarnir í stofnunum ásamt því að launakostnaður jókst óhjákvæmilega á meðan mestu takmarkanirnar gengu yfir. Engu að síður er það til fyrirmyndar hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur gengið að sínum störfum í þessu ástandi, og leyst þau af hendi, þrátt fyrir að áskoranirnar hafi verið margar. Færi ég þeim hér með bestu þakkir bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.

Nánar

Höfuðstöðvar RARIK til síns heima

Það ástand sem nú ríkir kallar fólk heim og fjarvinna er orðin staðreynd, störf án staðsetningar er ekki lengur draumsýn heldur viðkennd og jafnvel eftirsótt. Það er ekki langt síðan maður heyrði þau rök að það væri nauðsynlegt að staðsetja svo mikilvægar höfuðstöðvar, líkt og höfuðstöðvar RARIK eru, á höfuðborgarsvæðinu. Þar væri önnur mikilvæg stjórnsýsla sem þyrfti að hafa samskipti við og vegalengdir á milli stjórnsýslustofnana stuttur. En sú viðmiðunarvegalengd hefur heldur betur breyst bara á þessu ári. Flutningur sem þessi gerist þó ekki á einni degi, heldur þarf aðlögunartíma svo vel takist til.

Nánar

Börnin eiga að vera hjartað í kerfinu – breyting í þágu barna

Allt frá því ég tók við ráðherraembætti hefur forgangsverkefni mitt verið að bæta enn frekar hvernig við þjónustum börn og fjölskyldur þeirra. Í víðtæku samráði og samstarfi fjölmargra aðila, leikinna, lærðra, innan þings og utan, hefur verið unnið að því í hartnær þrjú ár að smíða undirstöður undir kerfi sem tryggir að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana. Verkefnið er risavaxið og felur sennilega í sér einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi.

Nánar

Ályktun frá LFK vegna bleika skattsins!

Skattlagning nauðsynjavara sem helmingur þjóðarinnar þarf að nota er ekki ásættanleg og er mismunun ríkisvalds á þegnum sínum í sinni einföldustu mynd. Fjárhagur heimilanna á ekki að vera valdur því að hluti landsfólks geti ekki nálgast nauðsynjavörur á við tíðavörur þegar á þarf að halda.

LFK hvetur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að endurskoða afstöðu sína til skattlagningar á tíðavörum og horfa á málið með jafnréttisgleraugum enda starfa þingmenn í þágu alls landsfólks, ekki bara þeirra sem fara ekki á túr.

Nánar

Framsækin frumvörp í boði Framsóknar

Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi á vettvangi jafnréttismála og fjölskyldumála um áratugaskeið. Páll Pétursson var félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins þegar gerð var veigamikil breyting á lögum um fæðingarorlof árið 2000. Ísland var þá fyrsta landið í heiminu til að lögbinda rétt beggja foreldra til töku fæðingarorlofs.

Nánar