Categories
Greinar

30. mars 1949

Deila grein

30/03/2022

30. mars 1949

„Hver sá sem hef­ur yf­ir­ráð yfir Íslandi held­ur á byssu miðaðri á Eng­land, Am­er­íku og Kan­ada,“ sagði Winst­on Churchill, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, er hann kjarnaði orð eins hers­höfðingja sinna um hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands í seinni heims­styrj­öld­inni. All­ar göt­ur síðan hef­ur land­fræðileg lega Íslands skipað grund­vall­arsess í varn­ar­mál­um vest­rænna ríkja.

Tryggt frelsi og ör­yggi hef­ur um ára­bil verið grund­vall­arþátt­ur í vel­ferð okk­ar. Það var því fram­sýnt skref sem ís­lensk stjórn­völd stigu 30. mars 1949 þegar ákveðið var að Ísland myndi ger­ast stofnaðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Með því skipaði Ísland sér í hóp 12 stofn­ríkja sam­bands­ins. Þar sem herlaus þjóð gat ekki varið sig fór Atlants­hafs­banda­lagið þess á leit við Ísland og Banda­rík­in að rík­in gerðu ráðstaf­an­ir sín á milli með varn­ar­samn­ingn­um árið 1951 við Banda­rík­in. Á þeim tíma var varn­ar­leysi lands­ins talið stofna ör­yggi þess sjálfs og friðsamra ná­granna þess í voða eins og það er orðað í samn­ingn­um. Staðfesta stjórn­valda þess tíma tryggði aðstöðu hér á landi til að sinna vörn­um og varðveita þannig frið og ör­yggi á svæðinu.

Í ljósi þess friðsama veru­leika sem við á Íslandi höf­um búið við und­an­far­in ár hef­ur umræða um varn­ar­mál verið í lág­marki. Það má segja að á einni nóttu hafi veru­leiki Evr­ópuþjóða breyst með óverj­an­legri inn­rás Rússa í Úkraínu. Stríðið sem þar geis­ar er köld áminn­ing um að sú sam­fé­lags­gerð sem við búum við hér á vest­ur­hveli jarðar er ekki sjálf­sögð. Lýðræðið, frelsið og mann­rétt­ind­in eru ekki sjálf­gef­in. Það er nauðsyn­legt að standa vörð um þessi gildi og verja þau gegn ábyrgðarleysi og þeim sem kæra sig lítt um þau.

Árás­ar­stríðið í Evr­ópu und­ir­strik­ar mik­il­vægi varn­ar­mála og staðfest­ir nú sem endra­nær mik­il­vægi þess að taka virk­an þátt í ör­ygg­is- og varn­ar­sam­starfi vest­rænna lýðræðisþjóða. Ég er stolt að hafa staðið í stafni sem ut­an­rík­is­ráðherra þegar fyrsta þjóðarör­ygg­is­stefna lands­ins var samþykkt á Alþingi Íslend­inga 13. apríl 2016. Í henni eru tí­undaðar áhersl­ur sem ætlað er að tryggja sjálf­stæði, full­veldi og friðhelgi landa­mæra Íslands, ör­yggi borg­ar­anna og vernd stjórn­kerf­is og grunn­innviða sam­fé­lags­ins. Þá var nýtt þjóðarör­ygg­is­ráð sett á lagg­irn­ar sem met­ur ástand og horf­ur í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um með reglu­legu milli­bili og hef­ur eft­ir­lit með fram­fylgd þjóðarör­ygg­is­stefn­unn­ar.

Á þeim árum sem liðin eru frá stofn­un Atlants­hafs­banda­lags­ins hef­ur starf­semi þess og þátt­taka Íslands tekið mikl­um breyt­ing­um. Það end­ur­spegl­ar hinn sí­breyti­lega veru­leika sem við búum við og þurf­um að laga okk­ur að hverju sinni – hvort sem um er að ræða kalda­stríðs-, hryðju­verka-, netör­ygg­is- eða Rúss­land­s­ógn­ir. Reglu­lega ger­ast at­b­urðir sem und­ir­strika mik­il­vægi þess að huga vel að varn­ar­mál­um. Þá vakt þurf­um við ávallt að standa og taka virk­an þátt með vinaþjóðum okk­ar í að standa vörð um þá sam­fé­lags­gerð sem við þekkj­um. Þrátt fyr­ir að Ísland sé lítið skipt­ir fram­lag okk­ar miklu máli í þessu sam­hengi – rétt eins og Winst­on Churchill benti rétti­lega á hér á árum áður.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. mars 2022.