Menu

Monthly Archives: september 2014

//september

Vaxandi tölur

Greinar|

Þar kemur fram greinileg aukning á tilkynningum til yfirvalda á milli áranna eða 8%. Tilkynningarnar vörðuðu 4.880 börn árið 2013 og voru þar drengir í meirihluta tilfella. Þá fjölgar tilkynningum í Reykjavík um 12% og á landsbyggðinni um 10%, en fækkar aðeins í nágrenni við Reykjavík. Mál 69% barna sem tilkynnt var um á árinu [...]

„Ríka fólkið“

Greinar|

Í fréttatilkynningu ASÍ sl. föstudag, undir fyrirsögn „Ríkisstjórn ríka fólksins“, er því haldið fram að stjórnvöld leggi kapp á að auka ráðstöfunartekjur best stæðu heimila landsins langt umfram þau tekjulægri. Finna má í haggögnum upplýsingar um að vel yfir 90% félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði eru í efsta þrepi eða miðþrepi tekjuskatts. Meðalheildarlaun ASÍ-félaga á [...]

Undirritaður samningur við Rauða krossinn vegna móttöku flóttafólks

Fréttir|

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hafa undirritað samning um þau verkefni sem Rauði krossinn mun annast vegna móttöku flóttafólks á þessu ári. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Íslands verður tekið á móti þremur hópum flóttafólks á þessu ári. Hafnarfjarðarbær tók að sér móttöku sex manna fjölskyldu frá Afganistan sem þegar er [...]

Sigmundur Davíð á leiðtogafundi um loftslagsmál

Fréttir|

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók þátt í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í New York í gær. Í ræðu sinni fór ráðherra yfir áherslur Íslands í loftslagsmálum, m.a. á sviði jarðhita og landgræðslu. Hvatti forsætisráðherra þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar og tilkynnti um stuðning íslenskra stjórnvalda til sérstakrar [...]

Endurútreikninga vantar

Greinar|

Í sumar hef ég unnið að ýmsum málum er tengjast gengistryggðum lánum og lögmæti þeirra. Til mín hafa leitað einstaklingar sem voru með gengistryggð lán hjá fjármálastofnunum. Þessir einstaklingar eiga það allir sameiginlegt, að þeir eru að reyna leita réttar síns vegna lánanna en baráttan gengur því miður illa, svo vægt sé til orða tekið. [...]

Flugið heillar – en hverjir hafa ráð á því?

Greinar|

Innanríkisráðherra lét gera félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands og sú úttekt var kynnt í febrúar sl. Í úttektinni kemur m.a. fram að rannsóknir sýni að hreyfanleiki og aðgengi skipti sköpum við val á búsetu, atvinnu, menntun og afþreyingu. Þetta eigi ekki hvað síst við í byggðum fjærst höfuðborgarsvæðinu. Þar gegni innanlandsflug iðulega mikilvægu hlutverki [...]

Ný neysluviðmið mikilvæg

Greinar|

Mikilvægt er að endurskoða útreikning neysluviðmiða fyrir íslensk heimili. Tilgangur neysluviðmiða er að veita heimilum í landinu upplýsingar um viðmiðin til að bera saman við áætlun eigin útgjalda. Þau koma að notum við ýmsa fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga og geta verið til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir um fjárhæðir sem tengjast framfærslu. Litið hefur verið svo [...]

Hugleiðingar á degi íslenskrar náttúru

Greinar|

Okkur Íslendingum finnst landið okkar fagurt og merkilegt. Vissulega er fegurð afstætt hugtak, en við getum þó með nokkru rökstutt þessa skoðun okkar. Hér er fjölbreytt landslag og stórbrotin náttúra, frá brimsorfnum ströndum til óbyggðra víðerna, þar sem spúandi eldgígar gjósa nú við jökulsporð. Við erum heldur ekki ein um þessa skoðun, því sérstök náttúra [...]

Gjörningaveðrið í Hrísey 11. september

Greinar|

Fáar dagsetningar eru heimsbyggðinni minnisstæðari en 11. september 2001 þegar hryðjuverkin voru unnin í Bandaríkjunum. Enn óttast menn atburði tengda þessari dagssetningu. Mig langar til að minnast á örlagaríkan atburð sem gerðist hér á landi þann 11. september fyrir 130 árum síðan við Hrísey. Afleiðingar hans höfðu áhrif á atvinnusögu þjóðarinnar. Þannig var mál með [...]

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana

Fréttir|

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gær, 10. september. Forsætisráðherra sagði að bjartsýni, kjarkur og þor væru forsendur framfara og árangurs. „Náttúra Íslands minnir stöðugt á hve krefjandi það er að búa í landi elds og íss. Þeir kraftar sem takast nú á í iðrum jarðar og brjótast fram á hálendinu [...]

Load More Posts