Categories
Fréttir

Erum að forgangsraða í grunnstoðir samfélagsins

Deila grein

09/12/2015

Erum að forgangsraða í grunnstoðir samfélagsins

vigdis-fjarlog-2015Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, er ánægð með þær breytingartillögur sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til að þessu sinni. Í heildina leggur nefndin til fjárútlát upp á 8,8 milljarða króna. „Mér líst vel á þessar breytingar. Hér erum við að forgangsraða í grunnstoðir samfélagsins og ég tel að þingmenn geti verið ánægðir með hvernig til hefur tekist. Enn gerum við ráð fyrir hallalausum fjárlögum sem skiptir sköpum í að lækka skuldir ríkissjóðs,“ segir Vigdís en telur líklegt að frumvarpið verði rætt í þaula.
„Ég sem formaður fjárlaganefndar vona að allir þingmenn taki til máls í þessu mikilvægasta máli þingsins á hverju ári, sem fjárlögin eru.“
Gjaldahlið – breytingartillaga við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.
Tekjuhlið – breytingartillaga við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.
Glærur sem fylgja fjárlagafrumvarpinu.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, á Alþingi við 2. umræðu.