„Hæstv. forseti. Háskóli Íslands hefur kynnt ákvörðun um að færa íþróttakennaranám frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Tvær skýrslur hafa verið unnar og þær draga upp of dökka mynd af stöðu háskólanáms á Laugarvatni. Helstu ástæður sem háskólinn færir fram eru fækkun nemenda og að dýrt sé að halda úti námi á Laugarvatni.
Augljóst er að ef meta á kostnað við að halda úti námi í hinum dreifðu byggðum og bera saman við kostnað á höfuðborgarsvæðinu mun allt nám færast á suðvesturhorn landsins. Þess vegna er óhjákvæmilegt að velta upp hlutverki Háskóla Íslands og hvort hann sé í raun fær um að halda starfseminni á landsbyggðinni. Þingmenn Suðurkjördæmis eru einhuga um að leita leiða til að halda náminu áfram á Laugarvatni. Horfa skal sérstaklega til fjárveitinga á undanförnum árum til náms sem kennt er utan höfuðborgarsvæðisins.
Þá er fækkun íþróttakennara í grunnnámi sambærileg við fækkun nemenda í grunnnámi í kennaradeild. Ljóst er að meginástæðan fyrir fækkuninni er breyting á lengd námsins úr þremur árum í fimm en ekki staðsetningin. Því er eðlilegt að ráðast í aðgerðir til að breyta og bæta fyrirkomulag námsins eins og gert var við leikskólakennaranám þegar aðsókn var sem slökust. Stjórnendur námsins hafa ekki fengið það tækifæri til að rétta úr kútnum og mæta nemendaþróuninni og ef þessi ákvörðun háskólans nær fram að ganga mun það hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélagið á Laugarvatni, Bláskógabyggð og menntaskólann. Þá er hún ekki einskorðuð við íþróttakennaranám heldur gefur tóninn fyrir það sem á eftir mun fylgja því að ef einangruð hagræðingarsjónarmið einstakra stofnana án tillits til heildarhagsmuna verða alls ráðandi er ljóst að skammt mun verða í að allar menntastofnanir á landsbyggðinni leggist meira og minna af (Forseti hringir.) sem og önnur starfsemi ríkisins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er því augljóst að þessi ákvörðun getur ekki eingöngu verið innri ákvörðun háskólans.
Hæstv. forseti. Háskóli Íslands hefur kynnt ákvörðun um að færa íþróttakennaranám frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Tvær skýrslur hafa verið unnar og þær draga upp of dökka mynd af stöðu háskólanáms á Laugarvatni. Helstu ástæður sem háskólinn færir fram eru fækkun nemenda og að dýrt sé að halda úti námi á Laugarvatni.
Augljóst er að ef meta á kostnað við að halda úti námi í hinum dreifðu byggðum og bera saman við kostnað á höfuðborgarsvæðinu mun allt nám færast á suðvesturhorn landsins. Þess vegna er óhjákvæmilegt að velta upp hlutverki Háskóla Íslands og hvort hann sé í raun fær um að halda starfseminni á landsbyggðinni. Þingmenn Suðurkjördæmis eru einhuga um að leita leiða til að halda náminu áfram á Laugarvatni. Horfa skal sérstaklega til fjárveitinga á undanförnum árum til náms sem kennt er utan höfuðborgarsvæðisins.
Þá er fækkun íþróttakennara í grunnnámi sambærileg við fækkun nemenda í grunnnámi í kennaradeild. Ljóst er að meginástæðan fyrir fækkuninni er breyting á lengd námsins úr þremur árum í fimm en ekki staðsetningin. Því er eðlilegt að ráðast í aðgerðir til að breyta og bæta fyrirkomulag námsins eins og gert var við leikskólakennaranám þegar aðsókn var sem slökust. Stjórnendur námsins hafa ekki fengið það tækifæri til að rétta úr kútnum og mæta nemendaþróuninni og ef þessi ákvörðun háskólans nær fram að ganga mun það hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélagið á Laugarvatni, Bláskógabyggð og menntaskólann. Þá er hún ekki einskorðuð við íþróttakennaranám heldur gefur tóninn fyrir það sem á eftir mun fylgja því að ef einangruð hagræðingarsjónarmið einstakra stofnana án tillits til heildarhagsmuna verða alls ráðandi er ljóst að skammt mun verða í að allar menntastofnanir á landsbyggðinni leggist meira og minna af sem og önnur starfsemi ríkisins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er því augljóst að þessi ákvörðun getur ekki eingöngu verið innri ákvörðun háskólans.“
Haraldur Einarsson í störfum þingsins 17. febrúar 2016.
Categories
Nám á landsbyggðinni
18/02/2016
Nám á landsbyggðinni