Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði

Deila grein

09/04/2018

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði

B-listi Framsóknar á Fljótsdalshéraði til sveitastjórnarkosninga var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi, sunnudaginn 8. apríl.
Listann skipa 8 konur og 10 karlar en sé litið til 8 fyrstu sætanna sitja þar 5 konur og 3 karlar. Stefán Bogi Sveinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir, bæjarfulltrúar, skipa fyrstu tvö sæti listans. Í þriðja sæti er Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi, ráðunautur og formaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum. Fjórða sætið skipar Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur og varabæjarfulltrúi.
Flokkurinn er í dag stærstur í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs með þrjá fulltrúa en situr í minnihluta. Einn núverandi aðalmanna, Páll Sigvaldason, gefur ekki kost á sér áfram.
Eftirtaldir skipa framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði:

  1. Stefán Bogi Sveinsson, 37 ára, lögfræðingur og bæjarfulltrúi
  2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, 65 ára, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
  3. Guðfinna Harpa Árnadóttir, 36 ára, bóndi og ráðunautur
  4. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 23 ára, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
  5. Benedikt Hlíðar Stefánsson, 44 ára, vélatæknifræðingur
  6. Jónína Brynjólfsdóttir, 38 ára, verkefnastjóri
  7. Alda Ósk Harðardóttir, 36 ára, snyrtifræðimeistari
  8. Einar Tómas Björnsson, 26 ára, framleiðslustarfsmaður
  9. Jón Björgvin Vernharðsson, 37 ára, bóndi og verktaki
  10. Ásgrímur Ásgrímsson, 51 árs, öryggisstjóri
  11. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, 32 ára, leikskólakennari
  12. Björn Hallur Gunnarsson, 48 ára, verktaki
  13. Valgeir Sveinn Eyþórsson, 23 ára, nemi
  14. Ásdís Helga Bjarnadóttir, 49 ára, verkefnastjóri
  15. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, 42 ára, málarameistari og sölumaður
  16. Magnús Karlsson, 65 ára, bóndi
  17. Sólrún Hauksdóttir, 58 ára, ofuramma og bóndi
  18. Guðmundur Þorleifsson, 86 ára, heldri borgari