B-listi Framsóknar á Fljótsdalshéraði til sveitastjórnarkosninga var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi, sunnudaginn 8. apríl.
Listann skipa 8 konur og 10 karlar en sé litið til 8 fyrstu sætanna sitja þar 5 konur og 3 karlar. Stefán Bogi Sveinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir, bæjarfulltrúar, skipa fyrstu tvö sæti listans. Í þriðja sæti er Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi, ráðunautur og formaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum. Fjórða sætið skipar Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur og varabæjarfulltrúi.
Flokkurinn er í dag stærstur í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs með þrjá fulltrúa en situr í minnihluta. Einn núverandi aðalmanna, Páll Sigvaldason, gefur ekki kost á sér áfram.
Eftirtaldir skipa framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði:
- Stefán Bogi Sveinsson, 37 ára, lögfræðingur og bæjarfulltrúi
 - Gunnhildur Ingvarsdóttir, 65 ára, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
 - Guðfinna Harpa Árnadóttir, 36 ára, bóndi og ráðunautur
 - Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 23 ára, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
 - Benedikt Hlíðar Stefánsson, 44 ára, vélatæknifræðingur
 - Jónína Brynjólfsdóttir, 38 ára, verkefnastjóri
 - Alda Ósk Harðardóttir, 36 ára, snyrtifræðimeistari
 - Einar Tómas Björnsson, 26 ára, framleiðslustarfsmaður
 - Jón Björgvin Vernharðsson, 37 ára, bóndi og verktaki
 - Ásgrímur Ásgrímsson, 51 árs, öryggisstjóri
 - Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, 32 ára, leikskólakennari
 - Björn Hallur Gunnarsson, 48 ára, verktaki
 - Valgeir Sveinn Eyþórsson, 23 ára, nemi
 - Ásdís Helga Bjarnadóttir, 49 ára, verkefnastjóri
 - Guðmundur Björnsson Hafþórsson, 42 ára, málarameistari og sölumaður
 - Magnús Karlsson, 65 ára, bóndi
 - Sólrún Hauksdóttir, 58 ára, ofuramma og bóndi
 - Guðmundur Þorleifsson, 86 ára, heldri borgari
 
