Categories
Greinar

Framtíðarsýn um starfsþróun kennara

Deila grein

12/10/2019

Framtíðarsýn um starfsþróun kennara

Störf kenn­ara og skóla­stjórn­enda eru margþætt og í skóla­starfi er stöðugt unnið með nýj­ar hug­mynd­ir og áskor­an­ir. Við vit­um að öfl­ug mennta­kerfi á alþjóðavísu hafa keppt að því að gera starfs­um­hverfi sinna kenn­ara framúrsk­ar­andi en liður í því er öfl­ug framtíðar­sýn fyr­ir starfsþróun stétt­ar­inn­ar.Á dög­un­um skilaði sam­starfs­ráð um starfsþróun kenn­ara og skóla­stjórn­enda til­lög­um að slíkri framtíðar­sýn. Til­lög­ur þess­ar eru ný­mæli þar sem ekki hef­ur legið fyr­ir sam­eig­in­leg sýn á mál­efni starfsþró­un­ar, t.d. milli ólíkra skóla­stiga og rekstr­araðila skóla. Þetta er að mörgu leyti tíma­móta­skref sem ég tel að muni leiða til skýr­ari stefnu og stuðla að metnaðarfullu skóla­starfi. Ég fagna til­lög­um ráðsins og þeim sam­hljómi sem ein­kenn­ir vinnu þess en í því sátu full­trú­ar Kenn­ara­sam­bands Íslands, Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, há­skóla og mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is. Til­lög­urn­ar eru fjöl­breytt­ar og tengj­ast m.a. ráðuneyt­inu, sveit­ar­fé­lög­um, mennt­un kenn­ara og skól­un­um sjálf­um. Það er mjög dýr­mætt að fá þær til um­fjöll­un­ar og út­færslu, ekki síst í sam­hengi við ný lög um mennt­un og hæfni kenn­ara og skóla­stjórn­enda sem taka munu gildi í árs­byrj­un 2020.

Starfsþróun kenn­ara get­ur m.a. falið í sér form­legt nám og end­ur­mennt­un, nám­skeið, þátt­töku í þró­un­ar­verk­efn­um, ráðgjöf, ráðstefn­ur og heim­sókn­ir í aðra skóla. Stefnumiðuð starfsþróun stuðlar að auk­inni starfs­ánægju kenn­ara og hef­ur já­kvæð áhrif á ár­ang­ur þeirra í starfi. Niður­stöður út­tekta og mennt­a­rann­sókna gefa okk­ur góðar vís­bend­ing­ar um hvar mik­il­væg­ast er að efla starfsþróun og fjölga tæki­fær­um í símennt­un fyr­ir kenn­ara. Sam­kvæmt alþjóðlegu TAL­IS-mennt­a­rann­sókn­inni telja ís­lensk­ir kenn­ar­ar á ung­linga­stigi mesta þörf nú vera fyr­ir starfsþróun um hegðun nem­enda og stjórn­un í kennslu­stof­um, ásamt starfsþróun í kennslu fyr­ir börn með annað móður­mál en ís­lensku. At­hygli­vert er einnig að sam­kvæmt TAL­IS er al­geng­ara í sam­an­b­urðarríkj­um Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (e. OECD) að kenn­ar­ar þjálfi eða fylg­ist með kennslu sam­kenn­ara eða greini eig­in kennslu, en hér á landi.

Það fel­ast mörg tæki­færi í öfl­ugri sam­vinnu og skýrri heild­ar­sýn þegar kem­ur að starfsþróun kenn­ara í leik-, grunn-, fram­halds- og tón­list­ar­skól­um. Ég vil þakka þeim fjöl­mörgu sem lagt hafa hönd á plóg í því verk­efni sem býr að baki til­lög­un­um, þær eru okk­ur gott leiðarljós í þeirri vinnu sem nú stend­ur yfir við mót­un nýrr­ar mennta­stefnu til árs­ins 2030.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. október 2019