Categories
Fréttir

Gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla!

Deila grein

06/02/2020

Gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla!

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að Hafnarfjarðarbær sé að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi svo að breikka megi Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Áætlað er að flýta framkvæmdum, frá áætlaðri samgönguáætlun, náist lending í þessa veru og að athafnasvæði álversins í Straumsvík.

„Takk – þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla.“

Aðilar eru sammála um að vinna samkvæmt niðurstöðu nýlegrar skýrslu Vegargerðarinnar og Mannvits. Það þýðir að nú erum við að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi og að Reykjanesbrautin verði breikkuð í núverandi vegstæði. Um leið þarf að treysta athafnasvæði álversins. Ráðherra hefur sagt; náist þessi lending muni hann beita sér fyrir því að framkvæmdum verði flýtt og að þær fari á fyrsta tímabil samgönguáætlunar. Takk – þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla.