Categories
Greinar

Störf án staðsetningar

Deila grein

09/06/2020

Störf án staðsetningar

Fjar­vinna, eða starf án staðsetn­ing­ar, snýst ekki um að vinna heima á nátt­föt­un­um eða hafa ekki sam­skipti við ann­an en kött­inn á heim­il­inu. Með auk­inni sam­skipta­tækni og há­hraðafjar­skipta­teng­ing­um um allt land skap­ast tæki­færi til að starfa við marg­vís­leg störf víðar en inn­an fyr­ir­fram ákveðinna veggja. Covid-19-veir­an kipp­ir okk­ur hraðar inn í fjórðu iðnbylt­ing­una. Stór tæknifyr­ir­tæki eins og Google sjá fyr­ir sér að starfs­mannaaðstaða verði sí­fellt minni kostnaður af upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, þrátt fyr­ir að starfs­mönn­um fjölgi. Yfir 95% starfs­manna Face­book vinna nú heima hjá sér í Covid-fár­inu en nærri 50 þúsund starfs­menn vinna hjá fyr­ir­tæk­inu.Kost­ir fjar­vinnu eru marg­ir. Bú­seta er ekki leng­ur skil­yrði fyr­ir því að velja sér störf við hæfi og því er hægt að velja sér bú­setu út frá fleiri þátt­um en at­vinnu. Fjar­vinna get­ur líka veitt fólki með fötl­un aðgang að fleiri val­kost­um til at­vinnu. Með auk­inni fjar­vinnu er líka dregið úr lofts­lags­meng­un þegar ferðum fækk­ar til og frá vinnustað. Vissu­lega geta líka verið ókost­ir við fjar­vinnu, þá kannski einna helst að hætta er á að fólk ein­angrist fé­lags­lega og liðsandi meðal starfs­manna verði minni.

Varn­ir, vernd og viðspyrna er yf­ir­skrift á aðgerðaáætl­un stjórn­valda við þeirri stöðu sem við stönd­um frammi fyr­ir nú. Það er mik­il­vægt hverju sam­fé­lagi að halda uppi þrótt­miklu og fjöl­breyttu at­vinnu­lífi. Nýt­um reynslu síðastliðinna mánaða til góðs. Við för­um aldrei tvisvar yfir sama læk­inn. Það er svo sann­ar­lega tími til að virkja mannauðinn á öllu land­inu. Við höf­um allt til staðar; vilj­ann, mannauðinn og tækn­ina. Sam­göng­ur fara batn­andi og með allt þetta að vopni mun­um við ná viðspyrnu á ný.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar­ í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. júní 2020.