Það setur að manni óhug við þau tíðindi að skotið hafi verið á fjölskyldubíl borgarstjóra. Komu þessar fréttir í kjölfar tíðinda af því að skotið hafi verið á skrifstofur stjórnmálaflokka. Á Íslandi njótum við þess að búa í öruggu samfélagi þar sem umburðarlyndi er ríkjandi. Það hefur einnig átt við í stjórnmálunum þótt merkja hafi mátt aukna heift í umræðum á þeim vettvangi á síðustu misserum. Það er ljóst að öfgafullur málflutningur getur ýtt undir ofstæki sem er eitur í samfélögum.
Það geta allir ímyndað sér þann óhugnað að óttast um öryggi sitt og líf, öryggi barna sinna og sinna nánustu. Allt ofbeldi gegn samborgurum okkar er ofbeldi gagnvart frjálsu samfélagi, allt ofbeldi gegn kjörnum fulltrúum og stjórnmálaflokkum er ofbeldi gagnvart lýðræðinu. Það fordæmum við í Framsókn.
Stöndum saman vörð um okkar góða, opna og lýðræðislega samfélag.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður
Jón Björn Hákonarson, ritari
Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður